Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 16
Skóhlífar eru, mjög óhollur fótabúnaSur. 1 hvert skipti sem ég vakna meS skóhlífar á fótunum, er mér dauöillt í höfSinu. Árni Sigurðsson hefur maður heitið, auknefndur bankó. Hann átti heima á Löndum í Stöðvarfirði eystra og mun hafa dáið um 1840. Árni bankó hafði orð á sér fyrir að vera eindæma laginn og slunginn þjófur. Var honum aldrei hegnt fyrir þjófnað sinn. Þó menn þættust standa hann að verki, slapp hann ævinlega. ★ Einu sinin kom Árni á bæ og beiddist gistingar og fékk hana. Þá stal hann hangnu krofi ofan úr eldhúsi, og bað konuna að sjóða það fyrir sig. Hún gerði það. En um morguninn saknaði bóndi krofs- ins og varð málóður við Árna og sagði að hann hefði stolið krofinu. Árni svaraði: „Át ég meira af því en þú?“ og svo var búið með það. ★ Öðru sinni var Árni í kaupstað sjóveg og voru fjórir á bát. Þá stal hann'kjöttunnu af plássinu og velti henni í bát þeirra félaga, og svo héldu þeir af stað. En er þeir voru skammt komnir var tunnunn- ar saknað, og ruku menn í bát og reru á eftir þeim. En þeir, sem með Árna voru, urðu hræddir. Hann sagði þeim þá, að þeir skyldu bíða og fara sér ekki óðslega. Sagði hann að þeir skyldu láta tunnuna síga í böndum niður í sjóinn og smeygja lykkjunni á böndunum ofan á stýrisjárnið neðra. Það gerðu þeir og biðu svo hinna, en létust samt vera að lag- færa hjá sér eitt og annað. Nú komu hinir og báru upp á Árna, að hann hefði stolið tunnunni. Það var máltak Árna, að hann sagði: „Ojá, ojá“. — „Ojá, ojá, takið þið hana þá“, sagði hann. Þeir rifu allt upp úr bátnum og fundu ekki og hættu svo, en þó höfðu þeir hann grunaðan. Reru þeir síðan á burt. Árni sagði félögum sínum að dabla hægt á- fram þar til þeir kæmust í hvarf. Þá tóku þeir inn tunnuna og héldu leið sína. ★ Enn var það einhverju sinni að Árni var stadd- ur í kaupstað og hafði komið sjóveg. Gisti hann á- samt félögum sínum á bæjum kringum kaupstað- inn og höfðu poka sína geymda í búð hjá beykinum. Þar í búðinni var mikið af svokölluðum pípustöfum. FRÍVá Þeir þóttu hentugir til smíða. Þegar þeir félagar komu í bátinn, þá tók einn til máls, og sagði, að gaman hefði nú verið að eiga fáeina pípustafi. Árni spurði, hvort þeir hefðu tóman poka. Þeir fengu honum poka. Hann stakk honum undir buru sína og fór upp í búð til beykisins og sagði, að þar hefði orðið eftir poki. Beykirinn sagði að hann skyldi leita í stöfunum. Árni gerði það, henti þeim og skellti saman og milli þess lét hann í pokann, þríf- ur hann svo upp og kastar á bak sér og segir um leið: „Hérna kemur djöfullinn“, kvaddi síðan beyk- inn og fór í bátinn til félaga sinna, og svo slapp hann með það. ★ Einu sinni kom Árni á bæ og stal nærpilsi af konunni, spretti því í sundur og bað síðan konuna um að sníða sér brók úr því. Hún gerði það og grun- aði ekkert. ★ í annað skipti var Árni í kaupstað og bað um hatt til kaups. Búðarmaður kom með marga hatta, suma stóra og aðra minni, en seint gekk að fá mátu- legan hattinn. Um síðir tekur hann einn, setur hann upp og segist vilja kaupa. Var þetta prettur Árna. Hann setti upp tvo hattana, þann stærri utan yfir þann minni, og hafði þar með tvo fyrir einn. ★ Það var eitt sinn að Árni kom í kaupstað. Þá stal hann kramvörupoka og setti hann ofan í tóman poka sem hann átti, og biður síðan kaupmann að geyma hann þangað til hann fengi úttekt, því margt fólk var í kaupstaðnum. Nú var pokans saknað og farið að leita. Ekki fannst pokinn, og svo var þess krafizt, að leitað væri hjá öllum og því játuðu allir. Árni segir það guðvelkomið að leita í sínum poka, hann sé geymdur hjá kaupmanni. Kaupmaður tekur undir og segir: „Ekki þarf þess, Árni minn. Þinn poki er geymdur hjá mér fyrir innan borð, því þú fékkst mér hann strax þegar þú komst.“ — Var aldrei leitað í poka Árna. ★ Eitt sinn var Árni staddur í Eskif jarðarkaupstað. Þá var staddur á Eskifirði bóndi einn, sem hafði tekið út nokkuð af korni, og var þar hjá pokum sínum. Árni kemur og heilsar honum. Hinn tekur því. Árni segir: „Vara þú þig, maður minn, hér í kaupstaðnum er maður einn, sem Árni heitir. Hann er rummungs þjófur og stelur öllu, sem fingur á festir.“ Hinn biður hann þá að gæta fyrir sig pok- anna meðan hann gangi í burtu ofan í búð. Árni segir það velkomið. Svo fer maðurinn sína leið. En á meðan stelur Árni einni kornhálftunnunni og var allur á burtu þegar hinn kom. ★ 4E3 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.