Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 28
Ræöa Þorsteins Jónssonar „Við erum hér saman komin á alvörustund. Hversu oft er það ekki á lífsleið okkar, að það skiftast á skin og skúrir, gleði og sorg, en lífið kennir okkur smám saman að taka því með hógværð og stillingu. En stundum berast okkur svo óvæntir at- burðir, að okkur virðist, að lítt hugsuðu máli, að við séum ekki við því búin, að sætta okkur við þá, og ei' ástæðan sennilega sú, að við skilj- um ekki þá alvísu ráðstöfun, sem bak við stend- ur. Slíkur atburður hefur hér komið fyrir, þeg- ar við stöndum hér v.ið líkbörur Gunnars Boas- sonar, er við höfðum kvatt fyrir hálfum mán- uði áðui' en við fréttum lát hans. Finnst okk- ur í þei.su fámenna sveitarfélagi við hafa misst mikið, og misst þann mann, sem við máttum ekki missa svo fljótt. Mann, sem hefur verið styrk stoð þessa sveitarfélags um lengri tíma, mann, sem var fullur áhuga og starfsorku, ,sem átti eftir að gera svo margt og mikið sínum og öðrum til gagns. Það er því ekki að ástæðulausu, að við kvo.ðj- um Gunnar Bóasson með söknuði og trega. Gunnar Bóasson hefur verið s. 1. 35—40 ár einn af mestu athafnamönnum hér í hreppi, vinsæll og traustur maður, enda valinn í margar trún- aðarstöður. Vinsældir Gunnars Bóassonar stöfuðu af glaðværð hans, hjálpsemi og góðvild, er hann bar til manna og málleysingja. Gunnar var ætíð fyrsti maður, þar sem hjálpar og greiða þurfti með, hann var boðinn og búinn að leggja fram krafta sína til hjálpar þeim, sem bágt áttu, hann var framl'aramaður og studdi með ráðum og dáð hvert gott málefni er varðaði almenn- ingsheill og velferð. Gunnar unni sveitinni sinni mikið, og vildi henni allt hið bezta, Gunnar hafði trú á fram- tíð lands og þjóðar, og lagði fram krafta sina til stuðnings og framtaks atvinnuvegum og menningarmálum þjóðarinnar. Hann var prýðis heimilisfaðir, og legði mikla rækt við að byggja upp gott og myndar- legt heimili, sem jafnframt var sveitar-prýði. Fyrir allar góðar endurminningar, sem við eigum um Gunnar Bóasson, vil eg hér með fyr- ir hönd allra hreppsbúa, flytja honum beztu þakkir fyrir góða og prýðilega samveru, og sem vott þakklætis og virðingar, vil eg fyrir hönd hreppsbúa leggja þennan skjöld á kistu hans, sem hinstu kveðju. Eg vil þakka Gunnari Bóassyni fyrir marg- ar og ánægjulegar samverustundir, er eg átti Giitim. E. Geirdal: Hixta fjöll af hreyfilskelluin, hrannir duna, fleyin hruna inn á höfn eöa út til drafnar aflafús, þótt nœturtaflid oft sé viösjált, ■— vá og hrífium vetur oti oð dreifóum flota. Engu er hœtt því djörfum drottinn drengjum veitir brautargengi. Þótt í storms- og strauma-glettum stafna á milli á vélarhrafni hái5 sé glíma leiftur-liöug lífs og dauöa i myrkri og nauöum, glatt er oft á hœttu-hjalla, hetjudug fœr ekkert bugaö. Glaör og reifr unz bíöur bana beitir á lána sonur Ránar. með honum. Þakka honum fyrir kjarkinn og kraftinn, sem eg fann að hann átti yfir að búa. Þakka honum fyrir alla þá bjartsýni og trú á framtíðina, sem var svo uppörfandi og gerði allt samstarf svo létt. Við, sem trúum því að dauðinn sé aðeins til- flutningur, en mikið og heillaríkt starf í þessu lífi sé aðeins góður og nauðsynlegur undirbún- ingur fyrir annað líf, getum treyst því, að hans bíði æðra og meira starf, er hann er kallaöur til, og farsæld og blessun fylgi. Gunnar Bóas- son hefur sigrazt' á erfiðleikunum og getur sagt: „Sæll er sigur unninn“. — Blessuð sé minning hans. Guð blessi hann“. Við, sem þekktum Gunnar heitinn, tökum allir undir þessi vinsamlegu eftirmæli Þorsteins Jónssonar. Okkur finnst tómlegt í byggðar- laginu og söknum vinar og athafnamanns. Eg þakka þér, Gunnar, góða kynningu og alla vinsemd sýnda mér og mínum. Guð blessi þig. Reyðarfirði 5. nóvember 1945. B. Þ. &o V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.