Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 8
Grein su, er hér fer á eftir, gefur
nokkra hugmynd um hetjudá'ðir þær, sem
unnar eru af sjómönnum á hinum litlu en
vel útbúnu tundurduflaslæðurum Breta.
Við þau störf þarf mikillar ráðsnilli með,
og oft þurfa skipshafnirnar a'ð horfast í
augu við bráðan voða.
TUNDURDUFLAVEIÐAR
Greinin er þýdd úr „The War lllustra-
ted“, no. 218, 26. okt. 19 U5.
Þýðandinn er Ragnar Jóhannsson skip-
stjóri á vélskipinu Grótta frá ísafirði, og
þarf ekki að kynna hann fyrir íslenzkum
sjómönnum.
Brezkir tundurduflaslæðarar hafa ekki legið
á liði sínu — og eiga ennþá mikið óunnið við
að hreinsa hulin morðtæki úr höfunum.
Jafnvel nú, — eftir að átök ófriðarins eru
um garð gengin, reynir engu minna á hugprýði
og atorku þeirra, sem fást við hið mikilvæga
hlutverk — að slæða tundurduflin af skipaleið-
unum. — Fyrst og fremst á þetta við fyrir
ströndum Vestur-Evrópu — og eins í hinu fjar-
læga austri.
Hvað mikið þegar er unnið og hvað mikið
er ennþá ógert til að gera allar siglingaleiðir
öruggar, er drepið á í eftirfarandi grein.
Það má ef til vill segja að stríðið sé búið, en
það nær ekki til brezkra tundurduflaslæðara.
Starfi þeirra er langt frá að vera lokið. Þeir
munu verða að verki allt næsta ár og jafnvel
lengur og eigi linna fyrr en að fullu hefir ver-
ið unninn bugur á hinu mikla tundurduflafári.
Það, sem nú er aðallega unnið að, er hreinsun
allra hafna N.V.-Evrópu — frá Brest að Katte-
gat.
I ágúst s. 1. byrjuðu 100 brezkir slæðarar á
að hreinsa tundurduflabeltið, sem lagt var við
strendur Bretlands til vamar strandsiglingum-
100.000 duflum var lagt á því svæði meðan á
stríðinu stóð. Auk þess er aragrúi af óvina-
duflum allar tegunda og liggja þau aðallega ut-
an við hin hreinsuðu sund og hafa því ekki
verið slædd meðan á stríðinu stóð.
Frá friðardegi til miðs ágústs voru yfir 2000
dufl slædd á þessum slóðum, venjulega um 300
til 350 á viku. Þessi 100.000 tundurdufl, sem
lögð voru, eru sögð hafa kostað 25 milj. sterl.
pund. Þegar þau eru slædd, eru þau aðeins los-
uð bg eyðilögð og síðan sökkt, þar sem lítið
verðmæti er í þeim sem brotajárni. T.N.T.-
sprengiefnið, sem í þeim er, kostar lítið yfir
1 skilding pundið og borgar ekki fyrirhöfn við
að hirða það. Auk ellefu flotadeilda, sem nú
eru við þetta, hafa 22 sérstakir slæðarar verið
byggðir og er þeim aðallega ætlað að vinna á
grunnvatni. Þar sem úr þessu dregur mjög yfir
vetrarmánuðina, byrjar aðal átakið ekki fyrr
en með vorinu. Við tundurduflaslæðingar heima
fyrir og í fjarlægum höfum eru nú 1350 skip
alls, mönnuð 50.000 undir- og yfirmönnum. Af
þeim eru 90% stríðstíma varamenn (R.N.R.)
Þegar duflasvæði er slætt, raða slæðararnir
sér þannig, að aðeins forustuskipið fer inn á
hættusvæðið. Hin koma svo í röð til hliðar og
hvert aftur undan öðru og draga á eftir sér
vír með flotholti í endanum, sem er þannig gert
að það heldur vírnum út frá skipinu. Hvert
skip slæðir því færu, sem næsta skip getur svo
haldið sig í. (Þetta er þó aðeins ein aðferð af
fleirum).
Síðast kemur svo baujuskipið og baujar
svæðið eftir því sem það er slætt. Þannig er
haldið áfram fram og aftur líkt og sveitafólk
rifjar flekk, þar til allt svæðið er búið.
Bretar eiga án efa langbezta flota heimsins
af tundurduflaslæðurum. Þessi skip eru yfir-
leitt ekki umbreyttir togarar, heldur sérstak-
lega til þess byggð og útbúin margskonar tækj-
um, sem ennþá eru hernaðarleyndarmál og not-
uð eru við að ónýta ýmsar gerðir tundurdufla,
sem hrúgað hefir verið í sjóinn af þýzkum flug-
vélum, kaf- og hraðbátum.
Miklum árangri hefir þegar verið náð við
að hreinsa Norðursjóinn og Ermasund. Suður-
hluti Norðursjávarins var einna verst leikinn,
40
V I K I N □ U R