Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 22
JON SIGLRÐ8SON I ALLIAINICE SJÖTUGUR Flestir sjómenn og margir aðrir Reykvík- ingar þekkja Jón Sigurðsson í Alliance. Er hann einn hinna gömlu skipstjóra, sem lifað hafa þróun útvegsins frá seglskipum til tog- ara. Hann verður sjötugur 26. febrúar n. k. f tilefni afmælisins hefur Sjómannablaðið Víkingur snúið sér til hans og beðið hann að segja eitthvað frá liðnum dögum. Fer frá- sögn hans hér á eftir: Ég er fæddur 26. febrúar 1876 í Ivarshúsum í Garði. Foreldrar mínir voru Sigurður Sigurðs- son formaður, fæddur í Merkinesi í Höfnum og kona hans Guðríður Jónsdóttir, fædd að Prests- bakkakoti í Skaftafellssýslu. Faðir minn dó 1914, 65 ára gamall, en móðir mín dó 1935, 86 ára að aldri. Mér er það minnisstætt þegar ég fór fyrst á flot sjö ára gamall. Áttu þá foreldrar mínir heima í Meiðastaðakoti í Garði. Þetta var um vor. Við rérum klukkan níu um morguninn. Veðrið var ágætt, andvari af suðri og var ég í klofháum skinnsolckum. Sjó var þannig hátt- að að hálf-fallið var út. Skipið var tveggja manna far, formaðurinn um sextugt, háseti hans annar átján ára og ég sá þriðji. Við vorum með færi og beittum maðki. Fyrsti fiskurinn, sem ég dró var ýsa þrískær, en fyrsti fiskurinn er kallaður Maríufiskur. Sagði móðir mín þegar hún borðaði hann: „Sæt- ur er hann sonaraflinn", og hún minntist þess löngu síðar, eftir að hún lagðist blind í rúmið, að ennþá væri sér bragðið af Maríufiskinum minnisstætt. Frá þessum tíma réri ég svo á sumrum til þess að ná í fisk til soðs fyrir heimili og til þess að kaupa mjólk fyrir, sem mjög var af skorn- um skammti. Á sumrum stundaði faðir minn kaupavinnu í Norðurlandi, því oft var þá þröngt í búi hans, svo þessar sjóferðir mínar bættu nokkuð úr. Árið 1890 réri ég á sexmannafari, þá áttundi maður, sem kallað var yfirskips. Eigandi skips- ins var Teitur Pétursson á Meiðastöðum og var faðir minn formaður á skipinu. Teitur Péturs- son var þjóðhagasmiður á tré og járn og var um meðalþr., og 8 m./sek. bulluhraða. Á þetta þó aðeins við vélasamstæður sem ganga ekki stöðugt með sömu orku. Sé um jafna og stöð- uga orkuframleiðslu að ræða, eins og t. d. í skipum, er notaður 5.7 kg./cm.2 virkur meðal- þr. og 5.7 m./sek. bulluhraði. 1 tilsvarandi vél- um á landi eru þessar stærðir 6,1 kg./cm.2 og 5.7 m./sek. Þróunin heldur stöðugt áfram, og allt bendir til að á næstu árum verði hægt að auka meðalþr. í tvígengisvélum verulega. Hvort hægt verður einnig í fyrirsjáanlegri framtíð að beita þannig aukinni orku í vélum með stöðugt álag, er engu síður komið undir umbótum á efni en vélaverk- smiðjunum. Eitt mesta vandamálið er slitið á strokkun- um. Þegar það nær vissu marki, fara að koma í ljós allir hugsanlegir sjúkdómar í vélinni, sem af því leiða. Það skiptir því mjög miklu um allt ,,heilsufar“ vélarinnar að slitnir strokkhólkar séu endurnýjaðir í tæka tíð. Atlas-Diesel hefur gert mikið að því að smíða hraðgengar vélar með tannhjólayfirfæzlu og magnettengslum. Verksmiðjan er þeirrar skoð- unar, að sá búnaður sé framtíðarlausnin. Upp- runalegi kostnaðurinn er lægri, vélarúmin minni og eftirlitsvinna og viðhald auðveldara og ódýrara. Þýtt úr „Tidskrift for Maskinvæsen". H. J. 54 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.