Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 7
meðal ung kona skipstjórans, í brúðkaupsforð, og nokkrir íslendingar. Skallagrímur lá lengi í höfn til viðgerðar, eins og að líkum lætur. Fiskinum var komið á markað í Englandi, með aðstoð annars skips, sem átti leið út um þetta leyti. Aflinn var óvenju mikill, sem hafði komið þennan stutta tíma sem veiðiveður var, ca. 36 tíma. Leit íisk- urinn furðu vel út eftir allt þetta hnjask, sem hann hafði orðið fyrir, og var í óaðfinnanlegu ástandi þegar á markaðinn kom. Ekki man ég nú hvað hann seldist fyrir, enda skiptir það minnstu máli. Ég hef oft hugsað um það, og fyrir löngu, að láta koma lýsingu af slysi þessu fyrir almenn- ingssjónir. Vakti það eingöngu fyrir mér að það gæti orðið til aðvörunar öðrum sjófarend- um. Að frásögn þessi kemur ekki fyrr, kemur til af því, að mörg ár eftir þennan atburð var hann mönnum í fersku minni. En nú fer þetta að falla í gleymsku og fyrnast, eins og annað, og finnst mér því rétt að birta frásögn þessa um þennan einstæða atburð. Mætti það kannske vei’ða einhverjum í huga þegar hann á leið inn eða út Faxaflóa í vestan- rokum með stórsjóum, að víkja skipi sínu fram- hjá hraununum, sem mér er ekki grunlaust um að sé að grynna á, á seinni árum, svo að ekki fari fyrir þeim eins og fór fyrir mér í þetta sinn, en sem af einskærri heppni, — eins og frásögnin ber með sér — vai’ð ekki afdrifa- ríkara. Viti sá, er settur hefur verið á Þoi-móðssker, vei'ður ómetanleg stoð öllum sjófarendum sem eiga leið um Flóann noi’ðan hrauna, og hefði vitinn átt að vera þar löngu fyrr. Æskilegt væri að ljós hans gæti lýst sem fyrst, en það hefur dregizt að koma því á sinn stað af óviði’áðan- legum ástæðum. Guðmundur Jónsson. Rismikill sjór. V I K I N G U R 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.