Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 20
hávaðinn í tannhjólunum. Blásarinn fer um 17000 snúninga á mínútu. Það er margt sem veldur þessum hávaða: Orkusveiflur í mótorn- um, mótblástur frá skolloftsrásum á strokkun- um, sveiflur í sjálfu kerfinu, og ekki hvað sízt gallar í tannhjólum og tannhjólahúsum. Alla þessa ágalla hefur þó tekizt að bæta, og Atlas- Diesel miðflóttaaflsskolloftsblásari gengur bet- .5 mynd. Atlas-Diesel’s skolloftsblásari með tveimur iaustengdum hjólum fyrir áfram og afturábak. ur en venjuleg bulluskolloftsdæla, einkum við. lágan snúningshraða. Innspýting eldsneytisins í strokkinn og stjórn brennslunnar er undirstöðuatriðið í Dieselmót- orum. Er það sérlega erfitt viðfangs af þvi að menn komast þar næsta skammt með útreikn- ingum, en verða að styðjast við tilraunir og áætlanir sem af þeim má draga. Þá eru breyti- legar aðstæður, sem hafa áhrif á árangur til- raunanna, svo að ekki er hægt að fylgja ákveðn- um reglum. Eru menn því neyddir til að fara ýmsar hliðargötur til þess yfirleitt að Ijúka verkinu á tilætluðum tíma. Mestu umskipti í þróun Dieselvélarinnar var breytingin frá þrýstiloftsýringu eldsneytisins í þrýstiýringu (solid injection). Til dæmis um að hér var ekki um skyndibreytingu að ræða, er það, að Atlas-Diesel afhenti fyrstu mótorana með þrýstiýringu árið 1924, en þann síðasta með þrýstiloftsýringu árið 1931. Með fáum orðum er ekki hægt að lýsa hinum mismunandi stigum í þróunarsögu þrýstiýring- arinnar. Erfiðast var að koma í veg fyrir ,,olíu- leka“ (Efterdrypning), sem kemur af eftir- sveiflum í þrýstileiðningum olíunnar, þegar eldsneytislokinn á að loka þétt. Atlas-Diesel hefur stöðugt gert sér far um að fylgja fyrir- fram ákveðnum starfsreglum. Gefur það venju- lega beztan árangur, svo fremi að stefnan liggi nokkurn veginn í rétta átt. Með tilliti til þess, að stofnunin hefur eingöngu bundið sig við tví- gengiskerfið, var hún frá upphafi þeirrar skoð- unar, að henni bæri að halda sig við tilraunir með beina innspýtingu eldsneytisins í bruna- rúmið, voru því tilraunir með forkveikjurúm, hringstreymi sprengiloftsins og aðrar þess liátt- ar aðferðir til þess að ná betri brennslu, látn- ar lönd og leið. Menn komust og tiltölulega snemma að raun um, að með hringstreymi sprengiloftsins, sem var tiltölulega auðvelt að framkvæma, torveldaðist hreinskolun strokksins verulega. Til þess að eldsneytisúðinn blandist fullkom- lega hinu samanþjappaða lofti, notar Atlas- Diesel stúta með miklum fjölda af fínum opum, sem þannig er beint inn í brunahólfið, að hver olíuögn fær nægilegt loft til fullkominnar brennslu. Þessi innspýtingaraðferð var rann- sökuð í glerhylki með sama lagi og brunarúmið, þar sem hægt var að breyta samþjöppunarstig- inu svo að aðstæðurnar urðu þær sömu og í mótorstrokknum. Glerhylkið var lýst upp með Glimmer-lampa sem tengdur var við olíudæluna og lýsti sam- tímis því sem olían kom inn. Er þá auðvelt að sjá lögun olíugeislanna, afl þeirra, ,,leka“ o. s. frv. Nú er þó ekki allt komið undir dreifing- unni, en dropastærðin og innspýtingarhraðinn á vissum tímum skiptir líka máli. Þetta má stilla, sumpart með eldsneytisdælunni og sumpart með ■jli gerð eldsneytislokans. Möguleikarnir eru óend- anlega margir, og menn verða því með nákvæm- um athugunum á því, sem fram kemur, bæði í glerhylkinu og mótorstrokknum, og samband- inu þar á milli, að gera sér grein fyrir áhrifun- um á hina endanlegu úrlausn. Eftir margra ára rannsókn og tilraunir með innspýtingu eldsneytisins, tókst að lokum að ná fullkominni brennslu jafnvel við mjögháanmeð- alþrýsting og snúningshraða. En beztur var ár- angurinn þegar öllu eldsneytinu var dælt inn og dreift áður en íkveikjan átti sér stað. Spreng- ingin varð þá mjög snögg og viss, og þrýsting- urinn mikill, en með því að stilla sprenginguna á réttan tíma, var hægt að halda þrýstingnum innan hæfilegra takmarka, ef venjulegar olíur voru notaðar. Olíur með lágt svo kallað ,,Cetan- tal“, reyndust mjög óheppilegar, brennsluhrað- inn varð þá of mikill og þrýstiaukningin þar af leiðandi gífurleg. Mótor með mikilli sprengiorku hefur, eins og kunnugt er, hraðari gang en kalt útstreymisgas, og litla olíueyðslu. Hraði gangurinn er í vissum atriðum varhugaverður. Hávaðinn er óþolandi, 52 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.