Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Qupperneq 3
Sigurður Sumarliðason
Hvar var síldin í sumar ?
Ritstjóri Víkings fékk fyrir skömmu bréf frá Sig-
urði Sumarliðasyni, fyrrv. skipstjóra á Akureyri.
Bréf þetta fjallar um MJÖG ATHYGLISVERT
MALEFNI, og hefur að geyma upplýsingar, sem eklci
má láta liggja í þagnargildi. Sigurður rxðir um síld-
argóngur og síldarleit. Hann var i mörg ár einhver
allra duglegasti og aflasælasti síldveiðiskipstjóri
landsins, og þekkir það efni, sem hann rxðir um, bet-
ur en flestir aðrir. Þótt bréf Sigurðar sé stilað til rit-
stjóra Víkings, og hugsað sem áskorun til hans, um
að hreyfa málinu, tel ég bezt henta að birta megin-
hluta bréfsins með öllu óbreyttan. Sigurður talar bezt
fyrir máli sinu sjálfur.
Víkingurinn gefur orðið laust um þetta athyglis-
verða mál. Hver, sem gefa vill upplýsingar um síld-
argöngur, og skýra frá athugunum sínum um það
efni, á frjálst rúm í blaðinu.
Ritstj.
Akureyri, 14. okt. 1946.
Góði vin.
Árið 1901, seint að hausti til, kom ég hingað
til Akureyrar. Síðan hef ég starfað öll sumur
við síldveiðar hér norðanlands, þar til ég hætti
að fara til sjós árið 1939. — Fyrstu tvö árin
mín hér, var ég formaður á opnum bátum með
lagnet hér í firðinum. Frá þeim tíma, til 1911,
var ég skipstjóri á „Familien“ og „Óla“ með
reknet. Frá 1911 til 1939 var ég skipstjóri á
herpinótaveiðum, 16 árin fyrstu á „Súlunni“,
svo á „Bláhvalnum“, „Þormóði", „Noregi“ og
síðast á „Sverri“, sem ég var meðeigandi í, og
gerði sjálfur út á síldveiðar.
Síðan ég hætti að taka virkan þátt í síldveið-
unum, hef ég fylgzt nákvæmlega með beim á
hverju sumri, frá því fyrsta skipið leggur úr
höfn og þar til skipin hætta síldveiðum á hverju
hausti. Á daglegri göngu minni um Akureyrar-
bæ á sumrin, hefur það verið vanaspurning mín,
þegar ég hef mætt einhverjum, sem á útvarps-
tæki, og getur hlustað á samtal síldveiðiskip-
anna, eða hefur mikinn áhuga á síldveiðunum:
„Hvað hefurðu frétt af síldveiðunum í dag?“
og þegar þessi fyrsti hefur verið þurrpumpað-
ur, hef ég byrjað á þeim næsta og svo koll af
kolli. Sömu spurningarnar læt ég dynja jafnt á
Noi’ðmönnum eða Svíum, ef þeir hafa komið á
síldveiðiskipum sínum hér 1 höfn.
Upp úr öllum þessum spurningum hef ég svo
haft það, að ég get sagt með fullum sanni, að
enginn hér í bæ er fróðari um hvernig síldveið-
arnar ganga hjá flestum síldveiðiskipunum á
hverju sumri en ég. Sjálfur hef ég það upp úr
öllum þessum síldveiðaspui'ningum, að alltaf er
verið að spyrja mig sömu spurningarinnar, og
ég spyr aðra: „Hvað segirðu mér af síldveiðun-
um í dag?“ Um síldveiðarnar er mér alltaf sönn
ánægja að spyrja og tala ,af því það hefur verið
helzta lífsstarf mitt.
Allt það sem ég hér að framan hef sagt, er
nokkurskonar inngangur að aðalefni þessa bi’éfs,
og til að sýna þér að ég þykist vera fyllilega
dómbær um síldveiðar yfir höfuð, af margra
fyrri ára eigin þátttöku í þeim. Efni bréfsins
er þetta:
1. — f 225. tölublaði Morgunblaðsins þ. á. er
skip sín liggja áðger'ðarlaus meiri eða minni tíma ársins, en á mörgum skipanna hvíla háar
skuldir og mikil vaxtahyrði.
Kœmu þar til greina margvíslegar aðgerðir, svo sem samvinna um að halda frystihúsum
gatígandi allt ári'ö í helztu. sjávarþorpum, skipuleggja útflutning ísaðs fisks, og lán út á veidd-
an afla. .............. . .
Fulltrúum á 10. þingi F.F.S.I., er þd8 fullkomlega Ijóst, að dýrtíðarmálin verða ekki leyst
þannig afi allir fái við undð. Hinsvegar teljum viS a<5 alþjóSarnauSsyn heri d8 setja öllu ofar
og fiskimenn, sem nú um langt skeið hafa orðifi að þola kauplœkkun, geti með heztu samvizku
skoraS á Alþingi dð gera nú raunhœfar raSstafanir til lausnar dýrtíSarmálinu, þó þaS skerSi
allverulega hagsmuni einstaklinga og jafnvel heilla stétta. Væntum viS þess aS alþingismönnum
sé Ijóst, aS nú er ekki grundvðllur til fyrir útgerS fiskiskipa meS óbreyttum aSstœSum og aS
nú er þess krafizt aS á málunnm sé tekiS meS festu, og öll einstaklings- og flokkssjónarmiS sett
til hliSar fyrir sameiginlegum hagsmunum þjóSarbúsins“.
V í K 1 N G U R
267