Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Side 13
KTiNNI
Ólafur á Brattavölum kvað vísu þessa við kei'lingu,
e:- var málgefin mjög:
Dyrgjan stranga drýgir synd
daga langa og nætur,
út á vanga klækja-kind
kjaftinn ganga lætur.
tiímon Dalaskáld kvað um Jakob hreppstjóra Aþan-
asiusson í Tungumúla á Barðaströnd:
Jakob hefur glaðvært geð
gáfna og mennta-hraður,
ljóðasmiður, læknir með,
líka kvennamaðui'.
Svoigir rengur seglið búna,
súðum breki drynur á,
glymja strengir hátt við húna,
hljóðar dreki stríðs af þrá.
Jakob svaraði:
Símon skáld af brögnum ber,
bragi myndar hrönnum.
Iíominn Breiðfjörð annar er
endurreistur mönnum.
Vestfirzk formannsvísa um mann þann, er Kolbeinn
hét. Höfundur er oss ókunnur:
Kolbeinn fróni frá setur
fokkuljónið, alvanur,
hátt þó tróni Hræsvelgur
hann er á sjónum óhræddur.
Guðbjartur Ólafsson í Bolungarvík (f. 1846) kvað
einhverju sinni um sjálfan sig:
Ekki skartar æran fríð,
eymda-kvartar sullur.
Nú er svarta nætur tíð,
nú er Bjartur fullur.
Þessi fallega vísa er eftir Sigurð Breiðfjörð:
Tíðum breiðum brims á geirn,
byr þá reiða söng um,
fríðum skeiðum héldu heim
hlöðnum veiðiföngum.
Benedikt skáld Sveinbjarnarson Gröndal kvað Göngu-
Hrólfs rímur eins og Bólu-Hjálmar. Rímur Gröndals
eru 48 að tölu. Þær eru létt og lipurt kveðnar, en óvíða
bregður fyrir verulegum tilþrifum. Hvergi nálgast þær
Göngu-Hrólfs rímur Hjálmars að orðkynngi og þrótti.
Þessar siglingavísur eru í Hrólfs-rímum Gröndals,
þrítugustu og þriðju rímu:
Hrólfi báran hossar glaða,
hrynja föx um bikað stál,
í gleðitárum vill hún vaða,
væta söx með Ægis mál.
Eftir fylgja allar gnoðir
yfir breiðan sjóar veg.
Þrútnar bylgja, þenjast voðir,
þeim er leiðin hættuleg.
*
Gufuskipið var að sökkva. Maðurinn kom hiaupandi
inn í klefann til konu sinnar og hrópaði í ofboði:
— Þú verður að flýta þér, skipið er að sökkva.
Frúin var að laga á sér björgunarbeltið fyrir fram-
an spegilinn og svaraði:
— Ég verð nú líklega að gefa mér tíma til að láta
björgunarbeltið líta sæmilega út.
Piltur nokkur var nýkomin heim úr fyrstu sjóferð
sinni og var að segja ömmu sinni ferðasöguna. Krydd-
aði hann frásögnina með lítils háttar hugmyndaflugi
og sagði meðal annars:
— Skyndilega heyrðum við ógurlegan brest, eins og
allt ætlaði um koll að keyra. Við höfðum rekizt með
heljarkrafti á miðjarðarlínuna, en sem betur fór fund-
um við smugu og gátum komizt í gegn.
Gamla konan horfði stórum augum á piltinn.
— En þegar við komum suður fyrir línuna varð
hitinn svo mikill, að akkerin bráðnuðu fyrir augunum
á okkur.
— Hamingjan hjálpi okkur, sagði gamla konan.
— En það einkennilegasta af öllu, sem ég sá, voru
fiskar, sem gátu flogið.
— Nei, nú skrökvarðu, sagði gamla konan. Þessu
seinasta færðu mig aldrei til að trúa.
VIKINGUR
277