Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Qupperneq 17
Werkspoor-diesel, smí'öu'ö í Amsterdam i Hollandi.
Eftir að almennur áhug'i hafði vaknað fyrir diesei-
vélúnum um og.eftir 1920, má segja að kapphlaup hafi
verið um að fullkomna þær sem mest, því sparnaður á
olíu er fundið fé fyrir þá, sem langt þurfa að fara eftir
henni.
Margt höfuðið hefur verið lagt í bleyti, og miklu fé
hefur verið varið til að fullkomna dieselvélarnar, enda
eru þær nú mikið breyttar frá því sem fyrst var.
Hundruð af nýjungum frá hinum mörgu vélasmiðjum,
sem nú búa þær til hafa komið fram og gjört þær að
því sem þær nú eru. Það myndi vera mikið verk að finna
hvað hverri vélasmiðju tilheyrði, enda oft þrasað um
það, því það eru fleiri en íslenzkir stjórnmálamenn, sem
vilja skreyta sig með annara fjöðrum. En eins og áð-
ur er sagt, hefur borið mept á nýjungum frá tveim
vélasmiðjum, Sulzer í Sviss og B. W. í Danmörku.
Verður hér sagt nokkuð frá afskiptum þessara
tveggja vélsmiðja af dieselvélunum.
Burmeister og Wein.
Bók hefur vei'ið skrifuð -um B. W. og dieselvélina.
Cr hún eftir Johannes Lemann. Þar er sagt frá þeim
■framförum, sem orðið hafa á dieselvélunum hjá B. W.
Er þar getið framkvæmdastjóra vélasmiðjanna og
skipasmíðastöðvarinnar, Ivar Knutsen, sem sérstaklega
mikils dugnaðarmanns, sem hafi haft víðtæk áhrif,
ekki aðeins á endurbætur og byggingu sjálfra diesel-
vélanna, heldur líka á sölu þeirra og útbreiðslu.
28. janúar 1898 var samningur undirritaður milli
Burmeister og Wein og Rudolf Diesel, um að B. W.
mætti smíða vél Diesels. Tí’miji n frá 1903 fór að mestu
leyti í tilraunir með vélina. Árið 1910 höfðu fyrstu 10
vélarnar verið smíðaðar. Þær voru frá 10 til 160 hest-
öfl. Voru þær allar í gangi 1938, sú stærsta hafði þá
gengið dag og nótt í 33 ár. Árið 1909 var smíðuð vél,
sem var 600 hestöfl, með fjórum cylinderum, og 1910
var álitið að hægt mundi vera að smíða skipsvél, sem
gæti gengið á báða vegu svo að hægt væri að skipta
vélinni frá áfram til aftur á bak. Þetta tókst svo vel,
að það reyndist í alla staði nothæft síðan. Annars hef-
ur það lengst af valdið miklum erfiðleikum, og gerir
enn í dag.
Það var maður, sem vann hjá B. W., Jörgensen að
nafni, sem gjörði þessa uppfinningu. Hann komst síð-
ar í mál við B. W. — Var ekki ánægður með það sem
B. W. vildi greiða honúm fyrir uppfinningu hans. Er
þess getið að honum hafi verið dæmd há þóknun fyrir.
Þessi sami maður fluttist síðar til Englands og smið-
aði sínar dieselvélar þar.
Eftir að hin fræga „Selandia“ fór fyrstu ferð sína
12. febrúar 1912, og þar til eftir fyrra stríðið, er eklci
getið um að stórvægilegar endurbætur hafi orðið á
B. W.dieselvélum. En 1921 var smíðuð fyrsta fjórtakts-
vélin með löngu slagi, og sama ár fyrsta svokallaða
„Trunk-piston“-vélin, sem látin var í skipið Balzac frá
Noregi. Árið 1922 vai' fyrst smíðuð tvívirk fjórtaks-
tilraunavél, 1500 hestöfl, einn cylinder. Þessi stórkost-
lega tilraun heppnaðist svo vel að sænska Ameríkulín,-
an, sem þá hafði fyrirhugað byggingu á mótorskipinu
Gripsholm, ákvað að taka tvær vélar frá B. W. í skip-
ið. Þær voru til samans 16500 hestöfl.
Árið 1925 voru. þessar vélar tilbúnar og skipið fór í
reynsluferð. Vélarnar reyndust vel, þó spáðu margir
þeim illu og sögðu að þetta væri leikaraskapur í allt
V í K i N G U R
2B1