Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Blaðsíða 6
7'ieif athi/$íiM>erfo> BÆj KLI \ ( » \ K Hermann Einarsson, dr. phil.: LANDHELGISMÁL ÍSLENDINGA Matth. Þórðarson: ÞRÖNGT FYRIR DYRUM Sjómannablaðinu Víkingi hafa nýlega borizt tveir bæklingar, sem fjalla um landhelgismál Islendinga. Annar þeirra, sérprentun úr „Þjóðviljanum", er eftir dr. Hermann Einarsson, ungan vísindamann, sem mikl- ar vonir standa til að eigi eftir að vinna þjóðnýt störf á sviði hafrannsókna. Hinn bæklingurinn er gefinn út í Kaupmannahöfn á liðnu sumri, höfundur háns er Matthías Þórðarson, fyi'rverandi ritstjóri Ægis. Hefur hann dvalizt ytra um langt skeið og m. a. verið rit- stjóri danskra tímarita og blaða um sjávarútvegsmál. Báðir þessir höfundar' leggja ríka áherzlu á það, að Islendingum sé lífsnauðsyn að stækka landhelgi sína verulega. Færa þeir mörg rök og glögg fyrir máli sínu. Hér verða tekin nokkur meginatriði upp úr ritgerð- um þessum. Dr. Hermann Einarsson dregur athuganir sínar og röksemdir saman og kemst að eftirfarandi niðurstöðu: „í. Frá landnámi og fjórtándu öldina út eru Islend- ingar einir um íslenzk fiskimið og lconungar Norð- manna og Dana telja sig hafa full yfirráð yfir Norð- urhöfum og þar á. meðal hafinu í kringum Island. 2. A 15. öld byrja erlend fiskiskip að sækja íslenzk mið, en samt var álitið að þetta væri óheimilt, enda þótt hugtakið landhelgi vxri enn ekki til í nútímamerkingu. 3. Þetta ástand helzt þar til einokunarákvæðin eru sett árið 1631, en þá eru i danskar mílur eða 16 sjó- mílur settar ytri takmörk landhelgi og var þeim fyrir- mælum stöðugt haldið, fram á miðja 19. öld, þegar dönsk yfirvöld fara að gefa eftir og fylgja þeim reglum, sem á þeim tíma giltu í Danmörku. U. Fyrst árið 1872 voru þessar dönsku reglur settar á haust og vor, þegar þau skip eru í slipp til að- gerða. Þetta er menningarmál, sem stuðlar að bætt- um aðbúnaði fyrir skipverja, sparnaði fyrir þá og útgerðarmenn og landið í heild. Hygg ég að með þessu móti fáist fleiri faglærðir menn í matreiðslu á fiskiflotann. Með tilliti til fjölg- unar þeirra manna, sem leggja matreiðsluna fyrir sig, og bættum vinnuskilyrðum við matar- gerð í íslenzkum fiskiskipum, hygg ég að ekki þurfi lengi að hrópa árangurslaust: „Halló, mig vantar kokk!“ Matsveinn af flotanum. með tilskipun og landhelgin ákveðin U sjómílur, með til- visun til almenns ]>jóðaréttar eða samninga við einstök ríki. 5. Engar alþjóðlegar réttarreglur finnast um land- lielgismálin og eini samningurinn sem um er að ræða er samningurinn, sem Danmörk gerði við Stóra-Bret- land árið 1901, er þrengdi okkar kosti enn meir og skapaði venjuna um 3ja mílna takmörkin, sem nú eru i gildi", Síðari hluti ritgerðar dr. Hermanns Einarssonar er ekki síður athyglisverður. Þar færir hann mörg og veigarmikil rök að því, að fiskimiðin við ísland þoli ekki þær skipulagslausu og skefjalitlu veiðar, sem líkur benda til að hér verði hafnar ef öllum þjóðum leyfist að fiska hér takmarka- og eftirlitslaust. Niðurstaða hans er þessi: „Með þeirri stórkostlegu aukningu skipastólsins, sem nú er áætluð, og í framkvæmd er því hægt að fullyrða, að vér einir getum veitt allan þann afla, sem íslenzkir fiskistofnar þola að tekinn sé á ári hverju. Vér vitum að vísu ekki með vissu, hve mikið má af stofninum taka. Til þess þarf ítarlegar rannsóknir og tilraunir, sem vér ennþá ekki höfum tök á að framkvæma svo viðunandi sé. En ef aðrar þjóðir taka upp jafnmiklar veiðar á íslenzkum miðum og tíðkuðust fyrir síðasta stríð og þegar vér höfum aukið fiskiflota vorn eins og efni standa til, þá er með vissu hægt að fullyrða, að vér byrjum að eyða höfuðstól vorum og undirstöðu af- komu von-ar í þessu landi. Þess vegna er fullur yfirráðaréttur vor yfir íslenzka landgrunninu og einkaréttur til fiskveiða þar hið eina, sem getur tryggt íslenzku þjóðinni efahagslegt sjálf- stæði. Megináherzlu verður að leggja á það að vinna með fyrirhyggju að rökstuðningi þessa réttar vors. Varast verður að fara fram á nokkrar ivilnanir hjá öðrum þjóðum, sem veikt gæti aðstöðu vora í þessu máli. Leita verður hið fyrsta eftir stuðningi þeirra þjóða, sem líkra hagsmuna hafa að gæta og mundu veita kröfu vorri stuðning á alþjóðlegum vettvangi. Þing og stjórn verða með festu og framsýni að marka stefnu vora og fylgja kröfu þessari eftir af fremsta megni“. " * Ritgerð Matthíasar Þórðarsonar geymir margar at- huganir og upplýsingar, sem eru fyllilega þess verðar að menn kynnist þeim og hugleiði þær. „Víkingur" hefði gjarnan viljað birta ritgerðina alla, en þar sem hún er nokkuð löng, 32 prentaðar síður, er ekki rúm til þess í blaðinu. Vill Víkingur því hvetja áhugamenn um þessi efni ti! að lesa ritlinginn, en leyfir sér þó að taka upp nokkurn hluta hans. Matthíasi farast m. a. orð á þessa leið: 2.70 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.