Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Side 5
Yljativeinn af ffotanum:
EITT GLEYIVIDIST
f eftirfarandi grein er hreyft mjög þörfu
máli, og komið með athyglisverða tillögu til
bóta á vansæmandi ástandi hvað snertir
matvælageymslu og vinnuskilyrði mat-
sveina í fiskiskipum. Er hér með skorað á
stjórnarvöldin að láta þetta mál til sín taka
með röggsemi. Hér er um verulegt fjár-
hagsatriði og menningaratriði að ræða.
í ágústhefti sjómannablaðsins „Víkingur"
rakst ég á grein sem bar fyrirsögnina:
„Halló, mig vantar kokk“.
Er margt gott um þá grein, og má segja, að
það séu orð í tíma töluð. Þó hafa greinarhöfundi
gleymzt nokkur atriði, sem mig langar að benda
á. Það er ekki alltaf nægilegt að reikna út kostn-
að fæðisins. Það sem taka þarf með í þeim reikn-
ingi er: „Hvernig eru matargeymslur í íslenzk-
um fiskiskipum“ ? Ég held, að sú hlið málsins
geri sitt stóra strik á fæðisreikning skipverja
yfirleitt.
Hér skal í fám orðum reynt að gera grein
fyrir matargeymslum í flestum hinna minni
fiskiskipa, t. d. 60 tonna bátum. f þeim er venju-
lega matreitt niðri í hásetaklefa, þar sem 12—14
menn sofa. Þar stendur eldavélin vanalega fyr-
ir miðju þili því sem er á milli lestar og há-
setaklefa. öðru hvoru megin úti í síðu er svo
skápur, sem nær frá gólfi til lofts. Hann er ætl-
aður fyrir matargeymslu,’Og er það eina geymsl-
an, sem til er í skipinu til þessara afnota. Svo
er aftur skápur úti í hinni síðunni, sem skipverj-
ar geyma föt sín í. Víða er sá skápur ekki fyrir
hendi, og verða þá skipverjar að hafa föt sín
hangandi uppi um kojustokka, það er að segja
þau föt, sem þeir ekki geta haft í kojunum hjá
sér.
Áður áminnstur matarskápur virðist vera
nokkuð lítil geymsla fyrir matarforða handa
16—18 manna áhöfn (miðað við síldveiðar).
Hafa því einstöku menn látið smíða kistu undir
borðið sem er í hásetaklefanum, og geymt þar
mjölvöru, og hefur það nokkuð bætt úr.
Nú vantar alveg geymslu fyrir eldunaráhöld,
potta, pönnur og þ. h., brauðageymslu, geymslu
fyrir tólg og smjör o. m. fl. Ekki er hægt að
geyma smjör og tólg o. þ. h. í þessum vistarver-
um sökum hita. Fyrir áhöldin hafa menn orðið
að taka eina kojuna, og er það afar óþægilegt
og eykur þrengsli í klefunum. Fyrir brauð og
því um líkt láta menn svo vanalega smíða kist-
ur, sem svo eru hafðar uppi á stýrishúsi bát-
anna, og er það mjög erfitt og óþægilegt, en
hvergi rúm fyrir þetta ílát annarsstaðar á bát-
unum. Svo eru þessar kistur misjafnlega góð
ílát, og myglar fljótt í þeim. Nýtt kjöt er svo
geymt í þar til gerðum pokum (kjötpokum),
sem hengdir eru upp í reiða, og í þeim skemm-
ist kjötið afar fljótt, eins og gefur að skilja, í
sólarhita um hásumarið.
Svo er það hvað vinnuplássinu viðvíkur fyrir
matsveininn. Hann verður að vinna að matar-
gerðinni við þetta eina borð, sem til er í háseta-
klefanum, höggva á því kjöt, hnoða á því brauð,
vaska upp við það, vinna allt sem vinna þarf
við þetta eina litla borð. Kringum það situr svo
meiri hluti skipshafnarinnar og matsveinninn
getur hvergi lagt neitt frá sér. Um mataraf-
ganga er það að segja, að þeir verða vanalega
ónýtir sökum hita. Þannig lítur nú þessi hlið
málsins út í stuttu máli, og verra er ástandið
eftir því sem skipin eru minni.
Á togurum, sem sigla milli landa að sumar-
lagi, er ástandið hvað þetta snertir þannig, að
brauð og kjötmatur allur er farinn að skemm-
ast eftir 2—3 sólarhringa.
Óhjákvæmilegt er að þar sem geymslur eru
slæmar og slæm vinnuskilyrði við matargerð,
verður fæðið lélegra og fæðiskostnaður meiri,
hversu góður og lærður sem matsveinninn er.
Hins vegar er ótækt, að menn, sem ekkert kunna
til við matreiðslu, ráði sig til slíkra starfa.
Eitt er aftur á móti víst, að úr þessu vanda-
máli má bæta að verulegu leyti, en til þess þarf
vilja og skilning útgerðarmanna og aðstoð hins
opinbera. Einfaldasta lausnin á þessu máli er sú,
að Nýbyggingarráð skipi mann, sem hefir
reynslu og þekkingu í þessum efnum, til að ferð-
ast um landið, þar sem ný skip eru í smíðum
og hann geri síðan tillögur til úrbóta um til-
högun á matargeymslum og eldunarplássum í
skipum, sem eru í smíðum, því um það er víð-
ast hvar of lítið hugsað.
Þessi maður geri svo tillögur um breytingar
og lagfæringar um svona efni á eldri skipum.
Oft ber það tiltölulega lítinn kostnað í för með
sér, en aðeins þarf að koma auga á hlutina sem
betur mega fara. Hvað eldri skipum viðkemur,
væri hentugasti tíminn til lagfæringar á þeim
V I K I N □ U R
269