Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Blaðsíða 11
Ég' vil biðja Árna Gíslason að gera svo vel og koma hingað og taka á móti heiðursmerki hinnar ísfirzku sjómannastéttar. Sigurvin Hansson Sigurvin Hansson er fæddu-r á Hólahólum undir Jökli árið 1869. Missti hann föður sinn í sjóinn 9 ára gamall, og upp frá því varð hann að mestu að vinna fyrir sér. 15 ára gamall byrjar hann sjómennsku frá Látrum við Látrabjarg, upp á hálfan hlut. 17 ára gamalhréri hann frá Oddbjarnarskeri út af Flatey. 18 ára verður hann fyrst formaður frá Bjarneyjum. 24 ára verður hann formaður á 10 manna farinu Gusti, er gekk á hákarl, og fisk- aði svo vel að menn álitu þetta ekki einleikið. Lenti Sigurvin í margri svaðilförinni á skipi þessu um skammdegið. 1905 flytur Sigurvin til ísafjarðar og er þá orðinn skipstjóri á Árnapungunum svokölluðu, sem þóttu góð skip þá. Svo verður hann skip- stjóri á mótorbátum og er skipstjóri á þeim þar til hann hættir sjómennsku. Sigurvin var mesta aflakló og eljumaður, og hefur marga Hildi háð við Ægi. Til dæmis get ég sagt yður eina sögu frá því er Sigurvin var á æskustöðvum sínum. Hann var þá skipstjóri á bát, sem hét Hergils, ca 12 smálestir — vitanlega vélarlaus. Þetta gerðist í október 1904. Þeir höfðu verið að fiska á Arnarfirði og höfðu haft viðlegu á Hlaðsbót. Lögðu þeir svo af stað heimleiðis 4 á bátn- um og sá 5. stúlka, sem farþegi. Þegar þeir fóru af stað var bezta veður, norðan sláttur, og allt gekk vel að Bjargi, en þegar þangað kom, skell- ur hann á með ofsaveðri norðan, með þreifandi byl, svo þeir gátu ekki náð Breiðafirði. Með ill- uni leik gátu þeir lensað fyrir Öndverðarnes og lagzt undir Svörtuloftum. En um nóttina magn- ast ofsinn og legufærin springa, og þá er ekkert annað að gera en að leggjast til drifs. Og það var hvorki.meira né minna en að til drifs voru þeir í 4 sólarhringa, og er það mikið á litlum og vélarlausum bát. Eftir það lægir að- eins og þá gengur hann í NV og þegar þeir geta farið að sigla, koma þeir undir Reykjanes. Þá breytir hann vindinum í SV og herðir rokið. Var þá ekkert annað að gera fyrir þá en að láta fara yfir Faxabugt aftur, enda þeir þá orðnir aðþrengdir með vatn og mat. En þegar í bugt- ina kom, þá skellur hann á með byl aftur, og í stytztum orðum sagt, eftir illan leik og aðfram- komnir af vosbúð og matarleysi náðu þeir Grundarfirði eftir 8 sólarhringa hrakninga. Þessi saga er um einn af mörgum erfiðleikum, sem okkar gömlu sjómenn urðu að taka á sig, oft og tíðum fyrir lítinn og lélegan skipakost. Þið getið ímyndað ykkur hvernig Sigurvin og félögum hans hefur liðið þessa 8 sólarhringa, sem þeir voru að hrekjast á þessari litlu og vél- arlausu skel. Haldið þið að þeir hefðu ekki þegið að hafa undir sér einhvern Björninn eða Hugann, eða þessa nýju báta, sem nú eru á leiðinni að koma frá Svíþjóð? Ef gömlu mennirnir okkar, sem nú eru að kveðja smátt og smátt, hefðu haft skip eins og við höfum í dag, þá hefðu þeir losnað við marga raunina. Nú er Sigurvin Hansson 76 ára gamall og hættur sjómennsku. Hann var skipstjóri í 37 ár, á fjölda skipa og báta, og var sjómaður af lífi og sál, meðan hann gat og kraftar hans leyfðu. Þess vegna vill hin ísfirzka sjómannastétt í dag, á heiðursdegi sjómanna, heiðra þennan elzta skipstjóra sinn með heiðursmerki, fyrir vel unnin störf í þágu stéttarinnar, og óska lionum allra heilla og blessunar það sem eftir er. Vil ég svo biðja Sigurvin Hansson að gjöra svo vel og koma til mín og taka við þessu virð- ingar- og sæmdarmerki ísfirzku sjómannastétt- arinnar. Þorleifur Þorsteinsson er fæddur 1877. Það I er eins með hann og hina þessa gömlu menn, að hann byrjar að róa 12 ára gamall, svo að ekki hefur leikurinn verið mikill lijá honum á æsku- árunum. Árið 1907 verður hann fyrst vélstjóri á mót- orbát og fórst það svo vel úr hendi, að upp frá því varð hann sérlega eftirsóttur vélstjóri. 1910 verður hann fyrst vélstjóri hjá afla- manninum Karli Löve á Freyju, og var með hon- um í mörg ár á ýmsum skipum, og hefur Karl sagt það í mín eyru að ekki ætti hann honum sízt að þakka lán sitt og aflasæld við Djúp, enda Frh. á bls. 278. V I K I N □ U R 275

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.