Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Blaðsíða 20
HHaAAa^ell HIÐ NÝJA SKIP SAMBANDS ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA í lok septembermánaðar s 1. kom til Akureyr- ar hið nýja vöruflutningaskip Sambands ísl. samvinnufélaga, er hlotið hefur nafnið „Hvassa- fell“. Skip þetta er 1665 brúttó smálestir, 1208 nettó smálestir, en burðarmagn um 2400 smá- lestir. Lengd 83,6 mtr., en breidd 12,33 mtr. Meðal djúprista 17*4 fet fullhlaðið. Skipið er smíðað í Ansaldo-skipasmíðastöðinni í Genúa, einni stærstu og þekktustu skipa- smíðastöð í Evrópu. Hefir sú stöð smíðað mörg stórskip, m. a. „Rex“, hið kunna Ameríkufar. Aflvél Hvassafells er Ansaldo-Fíat dieselvél 1200—2000 hestöfl. Skipið hefir olíukynnt- an gufuketil fyrir vindur, stýrisvél og til upphitunar. Til lestunar og losunar eru 8 vind- ur og 8 fimm smál. bómur, 2 tuttugu og fimm smál. íbúðir skipverja eru aftast í skipinu. Auk þess er klefi fyrir hafnsögumenn og tveir far- þegaklefar. Skipstjóri er Gísli Eyland, 1. stýrimaður Sverrir Þór og 1. vélstjóri Ásgeir Árnason. Leiðrétting. Samkvæmt upplýsingum frá Akureyri hefur nokkurt mishermi orðið í frásögn síðasta blaðs Víkings af aflahæstu síldveiðiskipunum í sum- ar. Röð aflaskipanna er þessi: 1. Dagný, 2. Gunnvör, 3. Narfi, 4. Fagriklettur, 5. ólafur Bjarnason. Víkingur mun innan skamms birta nákvæma skýrslu um heildarafla allra síldveiði- skipanna. 2B4 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.