Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Qupperneq 9
SJÖMENN
Á sjómannadaginn síðastl. vor heiðraði Sjó-
mannadagsráðið á ísafirði fjóra aldraða ís-
fii-zka sjómenn, sem unnið höfðu merkileg og
þjóðnýt störf á langri starfsæfi. Við það tæki-
færi flutti formaður Sjómannadagsráðsins á
ísafirði, Kristján H. Jónsson, hafnsögu-
maður, ræður þá, sem hér fer á eftir.
Háttvirtu áheyrendur!
Sjómannadagsráðinu fannst að ógerlegt væri
ár eftir ár að minnast ekki sinna gömlu sjó-
manna, sem enn eru hér á meðal okkar, og sýna
þeim einhvern virðingarvott fyrir störf þeirra.
Ráðið fór þess á leit við stéttarfélögin að þau
útnefndu mennina, sem þau álitu að væru þess
verðugir fyrir störf sín í þágu sjómannastéttar-
innar, að þeim væri heiður sýndur.
Skipstjóra- og Stýrimannafélagið „Bylgjan“
útnefndi Sigurvin Hansson skipstjóra.
Sjómannafélagið útnefndi Magnús Jónsson
háseta.
Vélstjórafélagið útnefndi Þorleif Þorsteinsson
vélstjóra, en óskaði ennfremur eftir því, að Árna
Gíslasonar væri minnst við þetta tækifæri og
honum virðing sýnd fyrir það hvað honum tókst
ið upp á, eykst landhelg'issvæðið — eftir því sem kom-
ist verður næst — um 1.250 ferkílóm. og verður því
tæpir 20.000 ferkílóm. Áætli maður að helmingur (rúm-
lega 10.000 ferkm.) hins friðhelga svæðis sé nothæft
fiskisvæði, þ. e. a. s. nothæft til reksturs fiskveiða, og
að jafnvíðáttumikill hluti svæðisins geti talist hrygn-
inga- og verndarstöðvar fiskseiðanna, þá verða hlut-
föllin svipuð og áætlað er áður, að 1/10 hluti grunn-
svæðisins við landið sé einka fiskisvæði til notkunar fyr-
ir landsmenn, en 9/10 hlutar þess séu fiskisvæði er-
lendra þjóða, og að hið friðhelga hrygningar- og vernd-
ai'svæði fiskistofnsins sé einnig sem svarar 1/10 hluta
alls grunnsvæðisins og má það sízt minna vera, borið
saman við það svæði, sem erlendir fiskimenn starf-
rækja við l'andið".
SAKIR RÚMLEYSIS verða margar greinar að bíða
næsta blaðs, þar á meðal minningargreinar um skipstjór-
ana Guðmund Jónsson frá Reykjum og Björn Jónsson
frá Ánanaustum, ennfermur minningargrein um Svein-
björn Egilsson, fyrrverandi ritstjóra. Reynt verður að
hafa jólablaðið mjög fjölbreytt að efni og frágang þess
vandaðan.
HEIÐRAÐIR
vel að meðhöndla fyrstu vélina er til landsins
kom í íslenzkan fiskibát, er hann var eigandi að.
Vélstjórarnir skilja það manna bezt, hvað
reið á því að brautryðjandastarfið tækist vel;
undir því var allt komið, að menn fengju trú á
mótorvélinni til fiskiveiða.
Árni Gíslason hefur verið formaður í 25 ár
og vélstjóri í 10 ár. Árni byrjaði að róa árið
1879, þá 11 ára gamall, upp á hálfan hlut, svo
að við getum hugsað okkur að einhvern tíma
hefur 11 ára drengur verið þreyttur þegar í
Bolungarvík kom, eftir að búið var að berja inn
með allri Stigahlíð í misjöfnu veðri.
Eftir að Árni kom undir tvítugt fór hann að
velta því fyrir sér hvort ekki væru neinar leið-
ir til að létta mönnum þennan óskaplega róður
og erfiði. Hann sá fyrir sér fertuga menn út-
slitna — úttaugaða, orðna gamla menn löngu
fyrir tímann, af tómu erfiði og striti, með rýr-
ar eftirtekjur.
Um aldamótin heyrði hann getið um einhverj-
ar undravélar, er menn væru farnir að nota í
smábátum í Danmörku. Væri teinn aftur úr
bátnum og á honum einhverskonar rella, sem
Eftirfarndi ályktun var samþ. á 10. þingi
FFSÍ nú í októbermánuði.
„10. þing FFSÍ skorar á ríkisstjórnina að
hlutast til um að þær kennslubækur í sérfög-
um, sem ennþá eru á erlendu máli og notaðar
eru við kennslu í námsgreinum sjómanna, verði
hið allra fyrsta þýddar á íslenzku og færðar í
nýtízku horf.
Þingið beinir ennfremur þeim tilmælum til
ríkisstjórnarinnar, að hún hlutist til um að
reglugerð um kennslu og námsgreinar við Sjó-
mannaskólann verði endurskoðuð með hliðsjón
af kröfum tímans“.
V í K I N □ U R
273