Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Qupperneq 21
Friðrik Ólafsson
Kennslubœhur Stýrimannashólans o.fl.
Minn gamli vinur, Grímur Þorkelsson, stýri-
maður, kveður sér heldur betur hljóðs í 8. tbl.
Víkings um margskonar misfellur, sem hann
telur vera á kennslunni í stýrimannaskólanum,
og það með þeirri hógværð í framsetningu og
orðavali, sem honum þykir hæfa, þegar svo mik-
ið er í húfi. Fer hann ómildum orðum um þá
ómenningu, „kvikinzku", skort á þióðernistil-
finningu og þýlindi gagnvart herraþjóðinni Dön-
um og þá líklega einnnig Norðmönnum, að not-
aðar skuli vera kennslubækur á málum þessara
þjóða við stýrimannaskólann, og ætti eftir þessu
að liggja beinast við, að ég hætti störfum við
skólann og betri íslendingur tæki við, því varla
verður öðrum um þetta kennt en mér.
Hvernig sem um það fer, er skoðun mín á
þessu kennslubókamáli í fyrsta lagi sú, að helzt
ættu allar kennslubækur við íslenzka skóla að
vera á íslenzku, en á því eru enn sem komið er
annmarkar, sem síðar verður vikið að. Þá álít
ég hentugast, bæði fyrir kennara og nemendur.
að það, sem lært er í hverri kennslugrein, sé
sem samfelldast í kennslubókinni, svo ekki þurfi
að vinza nokkra kafa og málsgreinar úr til lest-
urs, en sleppa öðrum úr einstökum greinum,
þegar sama kennslubók er notuð, en yfirferð er
misjöfn hjá tveim eða fleiri námsflokkum. Þess
vegna álít ég æskilegt, að t. d. sé sín bókin kennd
hvorum, fiskimönnum og farmönnum í þeim
námsgreinum, svo sem siglingafræði, sem svona
er ástatt um, enda mun sá háttur vera. hafður
á víða hjá öðrum þjóðum.
Hér kemur þó annað veigameii’a atriði til
greina. Sá hluti siglingafræðinnar, sem fiski-
menn læra, er að miklu leyti undirstöðuatriði,
lítið breytt frá ári til árs að öðru leyti en því,
er tekur til nýrra tækja, er fram koma og flest
eru nú á tímum margbrotnari en svo, að auðið
sé á hinum stutta námstíma að kenna um þau
annað en notkun þeirra og hirðingu.
Hvað nýjustu siglingatækin snertir, svo sem
Radar o. fl., á þetta einnig við um farmenn, því
að ítarleg þekking á byggingu og starfi slíkra
tækja krefst miklu meiri undirstöðuþekkingar
í rafmagns- og eðlisfræði en stýrimönnum er
ætlað að nema, og mun í framtíðinni reynast
óhjákvæmilegt, að gæzlu þeirra annist sérstak-
lega þjálfaðir menn í gerð þeirra og meðferð.
Sem eðlilegt er, læra farmenn allmiklu meira
í siglingafræði en fiskimenn, því gert er ráð fyr-
ir, að þeir sigli um öll heimsins höf og að skip
þeirra séu búin fullkomnari tækjum en fiski-
skipin. Þeim er því enn nauðsynlegra en fiski-
mönnum, að bækur þær, er þeir nema af, fylg-
ist sem bezt með tímanum, þar eð framfarir og
breytingar í siglingatækni verða miklu örari í
þeirra fræðum en fiskimannanna. Til þess að
bækur þeirra úreldist ekki um of, verður því að
endurnýja þær allmiklu oftar en hinar, og verð-
ur þá að líta á það, hvernig við íslendingar
stöndum að vígi í þeim efnum.
útgáfa fullkominnar kennslubókar í siglinga-
fræði, geri ég ráð fyrir, eftir lauslega athugun,
að myndi kosta milli 60—80 þús. kr. Eftir nem-
endafjölda í farmannadeild skólans á síðari ár-
um má gera ráð fyrir, að hámarkssala yrði 10
eintök á ári. Yrði nú sama bók kennd í 10—12
ár við skólann og farmönnum einum, mætti upp-
lagið ekki fara fram úr 120—150 eint. Hvert
eintak myndi því kosta 4—600 kr. frá prent-
smiðju auk þóknunar útgefanda — ef nokkur
fengist — og ef enginn styrkur fengist til út-
gáfunnar, því ekki er hægt að reiða sig á, að
svo yrði. Að ég fari ekki hér með staðlausa stafi,
sést á því, að á s. 1. ári lét skólinn semja og gefa
út kennslubók í stærðfræði, sem að efni til er
aðeins um þriðjungur kennslubókarinnar í sigl-
ingafræði, sem nú er lesin í farmannadeild. Út-
gáfa hennar í 1000 eint. kostaði rúmar 30 þús.
kr., og enginn styrkur fékkst til útgáfunnar af
opinberu fé. Þessi bók kostar nú 50 kr. hvert
eintak, og er þóknun útgefanda þó aðeins lög-
leyfð álagning.
Ættu nú nemendurnir að sæta sömu kjörum
um allar bækur, sem leshar eru á útlendu máli
við skólann, siglingafræði, skipagerð, dæmabæk-
ur, vélfi’æði, merkjabók og töflubækur, gæti það
orðið einhverjum þeirra fjötur um fót, svo ég
noti orðtak Gríms.
Hjá hinum meiri siglingaþjóðum er aðstaðan
allt önnur. Þær eiga flestar marga og fjölsótta
skóla og að auki gnægð vel lærðra manna, kenn-
ara og annara, til að vinza það úr fræðibók-
um allra landa, sem hentugast þykir að velja
og hafna úr hverri fræðigrein, svo að kennslu-
bækur þeirra samsvari kröfum tímans. Þessar
V I K I N G U R
2B5