Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Qupperneq 16
\ ‘ ¥■ L I i rr« Dieselvélarbákn, sem B. & W. hefur smíðaö. við þær og meira en það. Vissa var nú fengin fyrir því, að Dieselvélarnar mundu hafa mjög mikla þýðing fyrir hafskip í framtíðinni. Hefur Selandia venjulega verið talin fyrsta Diesel- vélaskip heimsins. Hinir nýju áhugamenn, sem nú voi'U teknir til við smíði Dieselvélanna og mestan og beztan þátt hafa átt í viðgangi þeirra allt fram til stríðsins 1939, eru fyrst og fremst stjórnendur Burmeister og Wain í Kaup- mannahöfn og Sulzer Bros í Sviss. Þessar tvær vélasmiðjur eða þeir, sem stjórn höfðu á hendi þar, höfðu skilið, að vél Diesels hafði efalaust yfirburði yfir allar aðrar þáverandi vélar og héldu því áfram smíði þeirra þrátt fyrir margvíslegar hindr- anir er urðu á vegi þeirra. Diesel hafði fundið það þýðingarmesta. Það var sparnaðurinn. Nú tóku þeir við. Plestar þær umbætur, sem mesta þýðingu hafa haft síðan þetta var, eru frá þessum vélasmiðjum komnar. Enda voru þær nær einar um að smíða Dieselvélarnar til að byrja með; var það noklcuð vegna þess, að hvorki Danmörk eða Sviss drógust inn í stríðið 1914 til 1918, svo að það var hægt að vinna að smíði og endurbótum á vélunum í friði. Þeir aðrir, sem unnu að Dieselvéla- smíði á þessum títnum, voru þeir er notuðu vélina í kafbáta, en það voru þá Þjóðverjar, Bretar og Prakkar. Þó að Dieselvélarnar væru látnar í mörg stór haf- skip á ái'unum 1912 til 1919, kom ekki verulegt skrið á smíði þeirra fyrr en eftir 1919, en þá höfðu þessir tveir framleiðendur dieselvélanna, Burmeister og Wain í Danmörku og Sulzer Bros í Sviss verið tilbúnir að taka upp samkeppni við aðra á smíði þeirra. Hafa þeir verið í öndvegi síðan með smíði dieselvéla, allt til þessa dags, einkum þó B. W., enda smíða þeir bæði vélar og skip, en Sulzer smíðar aðallega vélarnar. Eftir 1920, þegar friður komst á, var í flestum menn- ingarlöndum farið að leggja áherzlu á smíði vélanna. Englendingar voru þá byrjaðir fyrir alvöru á smíði þeirra, en þeir hafa lengi byggt og átt allt að þriðj- ungi skipa í heiminum. 2BG V I K I N G L) R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.