Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Side 7
„Erlendar þjóðir reka atvinnu við Island en
veita engin lúunnindi á móti.
Við samningana um landhelgistakmörkin við Island
árið 1872 færði stjórn Frakka það sem aðalástæðu fyr-
ir ósk sinni um að landhelgin væri ákveðin 3 sjómílur
frá landi, að fiskiskip þeirra fengju þá betur notið
skjóls af landinu í stormum á vetrum. Aftur á móti
báru Englendingar það fram, að með því að ákveða
landhelgistakmörkin 3 sjómílur, væri landhelgin í fullu
samræmi við alþjóðasamþykkt um þetta atriði þar sem
þau lönd er lægju að Norðursjónum hefðu komið sér
saman um þriggja sjómílna landhelgi, og Bandaríkin,
Kanada og England um sömu landhelgistakmörk vest-
an og austan Atlantshafs.
Við ofangreind landhelgistakmörk er það að athuga,
að hvert ríkjanna skuldbatt sig til að hafa löggæzlu á
hendi innan þessara takmarka hvert fyrir sínu landi,
en möttu að jöfnu þær nytjar er nágu utan takmarka
landhelginnar. Þriggja sjómílna landhelgistakmörkin
eru að því leyti alþjóðleg, að hvert land er að sjó ligg-
ur er skyldugt til að hafa lögreglueftirlit yfir þessu
svæði af sjónum við strendurnar. En flest lönd önnur
hafa eftirlit með stærra svæði, þar sem um sérstaka
einkahagsmuni er að ræða.
Hvað Islandi viðvíkur sérstaklega, voru þessir samn-
ingar í raun og veru nauðungasamningar. Með því af-
salaði stjórn Dana fyrir hönd íslands ógrynni verðmxta
til gagnaðiljans án þess Islendingar fengju nokkur verð-
mæti á móti svo kunnugt sé. Með samningum þessum
lentu flestöll fiskimið landsins, er verðmætust voru, fyr-
ir utan landhelgistakmörkin og eru því samkvæmt sam-
þyldct þessari ekki fiskimið íslendinga heldur fiskimið
útlendra þjóða við Island.
Áður er lándhelgissamþykktin var gjörð, höfðu Is-
lendingar árum saman skorað á stjórnina að hlutast til
um það, að landhelgin með tryggum samningum yrði
fastákveðin eins langt frá ströndinni eins og Islend-
ingar hefðu réttmæta kröfu til. Einnig óskuðu þeir þess,
að flóar landsins, einkum og sér í lagi Faxaflói og
Breiðifjörður, þar sem þéttbyggðust sjávarliéruð lands-
ins hefðu sitt lífsuppeldi, yrðu algjörlega friðaðir fyrir
veiðum útlendinga. En óskir Islendinga voru að vettugi
virtar. Landhelgin var ákveðin miklu nær landi en hún
hafði verið nokkurn tíma áður og hefur án verulegra
breytinga verið eins síðan. Erlendir fiskimenn reka nú
atvinnu sína við Island eins og þeir séu íslenzkir ríkis-
borgarar. Þeir hagnýta sér nytjar landsins án þess að
hafa nokkrum skyldum að gegna gagnvart landi og
þjóð. Islendingar fá ekki neitt endurgjald fyrir afurðir
sem þeir eru sviftir og geta heldur ekki vænst þess að
verða aðnjótandi svipaðra hlunninda frá hendi keppi-
nautanna. Þeir geta ekki sótt uppskeruna af ökrum
þeirra og aldingörðum. Ekki fellt skógana, rekið nám-
urnar, unnið kolin, málmana, olíuna o. s.frv. í löndum
þeirra og flutt heim til sín. íslendingar verða að láta
sér nægja afurðir sins eigin lands, sem þeir verða að
afla í sífeldri kappstreitu við menn er njóta styrks og
stuðnings voldugra þjóða, fá ódýr lán til reksturs at-
vinnu sinnar, tollívilnanir, skattfrelsi, verðlaun af afla
o. s. frv,
Sagt í fáum orðum: íslendingar eiga við ofurefli að
etja. Gömlu fiskimiðin, sem þeir áður töldu sina eign
eru nú mið erlendra þjóða, sem ekki aðeins keppa við
þá um aflann, heldur um sölu aflans. Gera verzlunina
erfiða og næsta ómögulega með innflutningshöftum,
tollmúrum og öðrum slíkum verndarráðstöfunum. Leik-
urinn er því næsta ójafn. íslendingar fara mjög svo
halloka í þessum viðskiptum. Bráðar aðgjörðir eru því
nauðsynlegar ef eklci á að hljótast verra af.
Verndun fiskistofnsins nauðsynleg.
Fiskurinn sækir á grunnmiðin til að hrygna. Grunn-
sæfið við strendurnar, flóar og firðir landsins eru því
fæðingar-, uppeldis- og griðastöðvar fiskseiðanna. Það
er því afar áríðandi að vernda þessar stöðvar sem
hezt fyrir öllu því sem getur haft skaðlegar afleiðingar
fyrir viðkomuna.
En það er öðru nær en það sé gjört. Á friðartímum
er aðsókn fiskimanna mjög mikil á þær slóðir, sem afla-
vonin er mest, sem hefur í för með sér rýrari afla,
einkum hvað einstöku fiskitegundum viðvíkur. Á ófrið-
arárunum sem hafa verið tiltölulega mörg á síðustu
áratugum, þegar fiskurinn fær ró og hvíld fyrir ásókn
fiskimanna, fjölgar honum og hann fær meiri þroska.
Eftir að togurum fjölgaði á Norðursjónum, kom það
brátt í ljós, að fiskstofninn minnkaði tilfinnanlega. Á
ófi'iðarárunum 1914—1918 og eins í nýafstöðnum ófriði
óx viðkoman hraðfara, meðan fiskimiðin voru mikið til
friðuð í mörg ár.
Enskir fiskifræðingar hafa komizt að þeirri niður-
stöðu, að af hverjum hundrað milljónum fiskjar, eink-
um ýmsum flatfiskitegundum, sem veiddar eru af tog-
urum og fluttar á land í Englandi, voru fjórum sinnum
fleiri fiskar veiddir og kastað fyrir borð sem óhæfir
til manneldis vegna smæðar. Leggi maður svipaðan
mælikvarða á aflabrögð útlendra togara við ísland og
reikni árlegan afla þeirra hérumbil 550,000 smál. eða
500 mill. fiska af ýmsum tegundum og stærðum, en fari
það vægara í sakirnar og gjöri ónothæfa fiska, er eyði-
leggjast vegna smæðar, aðeins helmingi fleiri en þá
sem aflast, þá eru sem svarar 1000 mill. fiska eyði-
lagðir á þennan hátt.
Notkun hleravörpunnar á gotstöðvunum þann tíma
árs sem fiskurinn sækir á þær slóðir til að hrygna,
veldur að líkindum engu minni skaða fyrir viðkomuna.
Við það að stríðsvagnar af þeirri gerð sem hleravarp-
an er, hundruðum saman hefla botninn og róta honum
upp, þá virðast sterkar líkur til þess, að þar af hljót-
ist vanhöld, sem ekki aðeins nema milljónum, 'heldur
þúsundum milljóna af fiskfrumum, sem hefur þær verk-
anir, að afli verður rýrari er fram líða stundir.
Það er því ekki að ástæðulausu, að fiskifræðingar
hvarvetna um heim álíta að vernda beri hrygningar-
stöðvarnar og griðastaði fiskseiðanna sem allra bezt,
og i samræmi við það krefjast þess, að allar varnar-
ráðstafanir séu gjörðar, sem ætla má að geti orðið til
bóta í þessum efnum.
Á síðustu áratugum hefur það ekki leynt sér að
ýmsar kolategundir, heilagfiski, ýsa, karfi o. fl. fiski-
tegundir hafa gengið mjög mikið til þurrðar, sem virð-
ist benda til þess, að menn mega ekki vera hirðulausir
eða blindir fyrir skaðsemi þeirri sem offiski hefur í
för með sér.
Enn sem komið er, hefur ekki tekizt að leiða rök að
því, að fiskistofninn við ísland sé fæddur og alinn ann-
arstaðar en einmitt við strendur landsins. Og þar sem
það er öllum ljóst að sjávaraflinn er skilyrði fyrir sæmi-
legri afkomu landsmanna, þá má ekkert vanrækja, sem
ti'yggt getur viðkomuna fyrir tortímingu.
V í K I N □ U R
271