Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Side 12
Svona hefur hann látið öllum stundum síðan hann át trúboðann! ★ Jónas D. Jónsson, sonur Jóns hreppstjóra Daníels- sonar á Kverná í Eyrarsveit, var maður hagmæltur og orti allmikið, einkum gamankveðskap. Jónas fór ung- ur að aldri vestur að ísafjarðardjúpi, og gerðist þar sjómaður. Var hann glaðvær mjög og skemmti mönnum oft, bæði með kveðskap sinum og alls konar tilfyndni. Jónas sigldi síðar til Ameríku og átti þar heima upp frá því. Meðal þess, sem Jónas D. Jónsson orti, var gaman- ríma um Jón nokkurn Sigmundsson í Bolungarvík. í henni eru þessar vísur: Japa grunda jólnir -snar Jónsi kundur Sigmundar, ýtir hundi öldunnar út um sundin keilunnar. Veðrin þungu þjótandi þrátt í sungu voðinni, öldulungur iðaði að Bolungarvíkinni. Steina knörinn kyssti þar, hvein í vörum allstaðar, reynir fjörið frægðar-snar fleina-börinn skelfingar. Bar, með trölla-burðunum, — buldi í fjöllum nálægum —, skip með öllum áhöldum upp á völl, í skinnklæðum. Sagt er að Hálfdan „strigamunnur", — sá frægi maður —, hafi kveðið vísu þessa um mann þann er Þorvaldur hét: Valdi hefur vizku nóga en vantar samvizku, lagðist eins og lævís tóa að lambi saklausu. Hálfdan strigamunnur réri eitt sinn frá Bolungar- vík. Þá kvað hann þessa formannsvísu um nafna sinn, Hálfdan Ömólfsson: Á FRÍV/ Happadýrast hraustmenni, hölda lýr í sókninni, hlés þó mýri hátt vaxi Hálfdán stýrir Voninni. Jón Jónatansson bóndi, og hagyrðingur á Folafæti vestra, reiddist eitt sinn konu sinni, og þótti hún geisa helzt til mikið. Þá kvað hann: Aldrei hélt ég andskotinn alveg losnað gæti. Gengur hann nú út og inn um allar dyr á Fæti. Guðmundur Gestsson, smiður á Suðureyri í Súganda- firði, kvað um sjálfan sig: Gæfumaður er ég ei, auðs mig vantar hylli, ólánssamur ekki, nei, eitthvað þess á milli. Þessi vísa er einnig eftir Guðmund. Tilefnið vitum vér eigi: Vonbrigðum ég vanur er, verð þó eitt að játa: Nú hafa breiðir bjálKar mér brugðizt fram úr máta. Hér eru tvær stökur eftir Guðmund Gestsson: Aukast kjörin mæðu mörg, minnkar vina hylli, gatan verður grýtt og örg, ganga þarf með stilli. Um hraungrjótið er höldum vér hlaupa dugir valla, þar ef eitthvað út af ber er svo létt að falla. Ólafur bóndi á Brattai'völlum á Árskógsströnd, kvað við Magnús í Yztabæ í Hrísey: Af góðu tægi gerir fátt, grett er hræ á vanga, kjaftur æ er upp á gátt á Yztabæjar-Manga. Magnús svaraði: Ills til hefur mikinn mátt en minni er gæða kraftur; opinn stendur upp á gátt Ólafs skammakjaftur. 276 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.