Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Side 23
ÓLAFSBÚÐ Afmælisgjöf ólafs Þórðarsonar skipstjóra. Þau hjónin Guðrún Eiríksdóttir og ólafur Þórðarson skipstjóri, Hafnarfirði, hafa í tilefni af sextugsafmæli Ólafs 23. okt. s, 1., gefið kr. 15,000,00 -— fimmtán þúsund krónur — til hins fyrirhugaða dvalarheimilis aldraðra sjómanna, sem ákveðið er að byggja á næstu árum. óska gefendurnir að gjöfin verði skráð í frumbók stofnunarinnar og að eitt íbúðarherbergi í heim- ilinu beri nafnið „ÓLAFSBÚГ, og forgangsrétt til veru þar hafi sjómaður eða sjómenn úr Hafnarfirði. Ólafur Þórðarson, sem nú starfar sem hafn- argjaldkeri í Hafnarfirði, er með kunnari skip- stjórum í íslenzkri skipstjórastétt. Hann er vestfirzkur að ætt, fæddur 23. okt. 1886 í Arn- arfirði. Hann tók stýrimannapróf frá stýri- mannaskólanum 1907 og farpjannapróf 1908. ólafur hefur búið lengst af í Hafnarfirði og siglt skipum þaðan, fyrst skútum og togurum eftir að þeir komu. Hann var skipstjóri á tog- aranum „Ýmir“ þegar hann var keyptur nýr til landsins í byrjun fyrri heimsstyrjaldar og var með hann í mörg ár og fiskaði mikið, var með aflahæstu skipstjórum. Þá keypti Ólafur á sín- um tíma togarann fslending með öðrum, og var með hann um tíma. Einnig var ólafur um skeið skipstjóri á togaranum Clementína, þegar hún var gerð út frá Hafnarfirði, en það var þá stærsti togarinn sem íslendingar höfðu eignast. Síðari árin, eða eftir að Óiafur lét af skip- stjórn, hefur hann mikið látið til sín taka í fé- lagsmálum, sérstaklega í samtökum sjómanna. Hann hefur um mörg ár verið formaður í Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu „Kári“ í Hafnar- firði, auk þess sem hann hefir verið formaður slysavarnafélagsdeildarinnar „Fiskaklettur“ í efni til tjóns, þar eð hún hlýtur að rýra álit flestra manna á þeim, er henni beitir, og draga þannig úr áhrifum orða hans. Væri óskandi, að sjómenn temdu sér eigi slíkt í blaði sínu né annarsstaðar, því þeim er sem öðrum stéttum nauðsynlegt, að áhugamálum þeirra sé tekið með velvild og skilningi. Friðrik V. ólafsson. Ólafur Þórdarson Hafnarfirði. Hann hefur setið í stjórn Far- manna- og fiskimannasambands íslands og ver- ið varaforseti á þingum þess, og í aðalstjórn Slysavarnafélags íslands hefur hann átt sæti í mörg ár. Þá hefur hann átt sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Ólafur er kvæntur Guðrúnu Eiríksdóttur, ætt- aðri af Álftanesi, hinni mestu myndarkonu. Þau hjón eiga tvö börn á lífi, Gísla stýrimann í Hafn- arfirði og Rögnu, búsetta í Danmörku. Heimili þeirra hjón er að Linnetsstíg 2 í Hafn- arfirði og eru þau mikilsmetnir borgarar í því bæjarfélagi. Um leið og Sjómannablaðið Víkingur óskar Ólafi Þórðarsyni allra heilla í tilefni af sextugs- afmælinu, vill blaðið nota tækifærið og þakka honum fyrir gott starf í þágu sjómannasamtak- anna og ötulan stuðning við fjölmörg nauð- synjamál stéttarinnar. Hlýhugur sá, sem birtist í hinni höfðinglegu gjöf ólafs og konu hans til dvalarheimilis aldraðra sjómanna, er ekki síður mikils virði en fjárupphæðin sjálf, þótt rausn- arleg væri. V I K I N G U R 2B7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.