Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Qupperneq 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Qupperneq 8
Nín tíundu af íslenzkum fiskimiðum eru á valdi erlendra þjóöa. Fiskisvæðið kring um ísland, mæit út að 188,4 m. (100 faðma) dýptartakmörkunum, eða þangað sem mar- bakkinn tekur við, er eins og áður er tekið fram hér- umbil 116,500 ferkílóm. Þar með talið ianhelgissvæðið, sem er hérumbil 18,750 ferkílóm. Mikill hluti iandhelgissvæðisins er eins og menn vita, lítið nothæft til reksturs fiskiveiða, sumpart vegna þess, að fiskur heldur sig fjarri landi mikinn hluta ársins, þar sem hann hefur betra haglendi, hæfilegt dýpi og hita og aðrar aðstæður, sem eiga betur við eðli hans og líferni. Sumstaðar er jafnframt skortur á nothæf- um lendingarstöðum eða höfnum, sem gjörir rekstur útgerðar torveldan eða jafnvel ómögulegan. Landhelgin meðfram strandlengjunni frá Stokkseyri allt austur að Hornafirði og þaðan austur að Papey, nærfellt 200 sjómílur á lengd, er lítið sem ekkert not- uð tii útróðra og innlend þilskip fiska sjaldan á þess- um slóðum. Svipað má segja um grunnsvæðið í norð- anverðum Faxaflóa, frá Borgarfirði norður til Snæfells- ness, svo og landhelgissvæðið meðfram Ströndum frá Horni til Reykjaf jarðar. Ennfremur hagar ekki ósvip- að tii um landhelgissvæðið meðfram Skjálfandaflóa, Axarfirði og Héraðsflóa og víðar, þótt góð fiskimið finnist utan landhelginnar og séu mikið stunduð frá einstöku útgerðarstöðum og af þilskipum á sérstökum tímum ársins. Hið víðáttumikla svæði á innanverðum Breiðafirði, sem mikið til er fullt af eyjum og skerjum og einnig Húnaflói innan landheigistakmarkanna, get- ur heldur ekki talizt fiskisvæði, þótt nokkur bátaút- vcgur sé rekinn þar á stöku stöðum nokkurn tima ársins. Fyrir utan ofannefnd landhelgissvæði eru önnur minni svæði, sem svipað er ástatt með, svo það má að minnsta kosti telja að nærfellt helmingur landhelginnar sé alls ekki nothæfur til reksturs fiskiveiða, svo að af hinu áðurgreinda landhelgissvæði (18,750 ferkílóm.) verða aðeins um 9000 ferkílóm. nothæfir sem fiskimið fyrir íslenzka fiskimenn. Þar sem grunnsvæðið umhverfis ísland er 116,600 ferkílóm., verða hérumbil 97.750 ferkílóm. svæði, sem er ótakmarkað fislcisvið fyrir erlenda fiskimenn, en inn- an landhelgistakmarkanna aðeins hérumbil 10.000 fer- kílóm'. fiskisvæði til afnota fyrir íslendinga. Hlutföllin verða því þau, að hérumbil 9/10 af öllum fiskimiðum íslands eru til afnota fyrir erlenda fiskimenn, en aðeins 1 /10 til einka afnota fyrir landsmenn sjálfa. Utan landhelginnar eru einnig svæði, sem lítið eru notuð til fiskiveiða eða aðeins nokkurn tíma ársins. Einnig verður að taka tillit til þess, að á ýmsum stöð- um fyrir utan 188,4 m. (100 faðma) takmörkin finnast auðug fiskimið, sem mikið eru stunduð af togurum og sem samanlögð eru víðáttumeiri en öll hin nothæfa land- helgi. Svo erlendir fiskimenn hafa drjúga viðbót við að- alfiskisvæðið. Að vísu hafa íslendingar rétt til jafnt öðrum þjóð- um, að reka fiskveiðar utan landhelgi lands síns, en þess er að gæta, að erlendar þjóðir, er reka veiðar við landið, eru fjölmennari en íslendingar, hafa eins stór skip og vel útbúin veiðitæki — nema betri séu —. Þeir skipa sér þétt á beztu fiskimiðin fyrir utan landhelgina og gera þannig Islendingum óhægt fyrir með að hag- nýta sér þau, jafnframt sem þeir trufla fiskigöngur og hindra eð niðurburði, að þær leiti grunnsvæðanna o. s. frv. Hlutur erlendra þjóða verður því ekki skarð- ari við þetta og hlutur íslendinga því síður meiri eða betri. —- Nauðsynlegt a'ó krefjast þess, að helgi landsins verði aukin. Eins og fyrr segir er landhelgin, flóar og firðir lands- ins, uppeldishæli fiskiseiðanna, en þ'ó finnast innan landhelginnar fyrir opnu hafi, einkum við suðurströnd íslands stór svæði þar sem lítill botngróður, ókyrr sjór, straumar og aðrar ástæður eru þess valdandi að þau hafa þar iitla griðastaði. Svipað mun eiga sér stað á ýmsum öðrum stöðum við útjaðra landsins. Þessvegna mun tæplega hægt að áætla stærra svæði af landhelg- inni sem gróðrarstíu og griðastaði fyrir fiskseiðin, en rúmlcga helming landhelginnar eða hérumbil 10.000 ferkílóm. Aftur á móti eru utan landhelginnar, einkum í hinum víðáttumiklu flóum landsins svæði þar sem fisk- urinn hrygnir, og fiskseiðin leita síðan fæðu og vernd- ar í uppvextinum. A þessum stöðum er fiskstofninn undirorpinn gjörsamlegri eyðileggingu. Þótt nú um- ræddar hrygningar- og uppeldisstöðvar fiskistofnsins s éu á miðum þeim, sem erlendar þjóðir hafa iieígaó sér við landið, þá er engu síður þörf á að gjöra þessi svæði friðhelg fyrir ránvinnslu og með því veita fiskistofn- inum þá vernd wm skyldugt er. Vernd landhelginnar er nauðsynleg, en hinsvegar getur ekki varzla hennar komið að tilætluðum noturn ef þessi gróðrarsvæði fiski- stofnsins utan landhelginnar eru látin verndarlaus, og hafa Islendingar ábyrgð á því, að þessi svæði séu vernd- uö, engu síður en landhelgin. Þessvegna er það óumflýjanlegt, að þessi svæði utan landhclginnar á fiskisviði erlendra fiskimanna séu tek- in undir vernd íslands og að gjörðar séú ráðstafanir til þess, að umrædd svæði eða nánara tiltekinn hluti þeirra verði friðlýst sem allra fyrst. Þótt fyllsta sanngirni mæli með því og væri í mesta máta æskilegt að grunnsvæðið — hrygningarstöðvarn- ar — frá Vestmannaeyjum til Reykjaness og Faxaflóa yrði einkasvæði íslendinga og kæmist þannig algjörlega undir vernd og gæzlu landsins, ennfremur að firðir og flóar verði lokaðir fyrir erlendum fiskimönnum, og land- helgin ákveðin 4 sjómílur frá ströndinni, þá er ekki minnsta von um að koma slíkum breytingum í fram- kvæmd, og væri því þannig löguð tillaga með öllu þýð- ingarlaus. Aftur á móti mætti fara meðalveg, bera fram kröfu, sem eftir atvikum ætti að geta fullnægt óskum landsmanna og ekki er ólíklegt að fengist fram- gengt, sem er sú, að landhelgin — þriggja sjómílna tak- mörkin — haldist óbreytt, en að breytingartillaga sú, sem Englendingar settu inn í landhelgisákvæðin 1901 „að flóar og firðir, sem ekki eru meií'a en 10 sjómílur á breidd, beri einnig að teljast landhelgi“ breytist þannig, að í stað þess komi 20 sjómílur o. s. frv. Með nefndri breytingu kæmu neðangreind fiskisvæði innan landhelgistakmarkanna. Innanverður Faxaflói frá Garðskaga til Flasartár á Akranesi, Isafjarðardjúp frá Stigahlið til Kögurhöfða, Húnaflói frá Gjögurtá til Skaga, Skagafjörður, Skjálf- andaflói, Axarfjörður, Þistilfjörður, Bakkaflói, Vopna- fjarðarflói og Héraðsflói, fyrir utan alla firði og víkur, sem falla undir núgildandi ákvæði. Við þær breytingar á landhelginni sem hér er stung- V í K I N □ U R 272

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.