Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Qupperneq 4
grein með fyrirsögninni: „Var síldin djúpt út
af Norðausturlandi í ágústmánuði"? f þessari
grein stendur meðal annars, að enskur togari
hafi verið á veiðum um miðjan ý.gústmánuð
60—80 sjómílur út af Digranesi og séð feiki-
mikla síld vaða á þessu svæði í samfleytt 8
daga, að minnsta kosti.
2. — Seinast í ágústmánuði komu nokkur
sænsk reknetaskip inn á Siglufjörð, með full-
fei-mi af reknetasíld, sem þau höfðu veitt 100
sjómílur í norður frá Siglufirði, án þess að
nokkurt annað herpinóta- og reknetaskip vissi
um aflann þarna úti. Það fylgir sögunni að
þarna hafi síldin vaðið þegar veðurfar var hag-
stætt. — Eftir þetta fóru bæði innlend og út-
lend reknetaskip að leggja net sín enn dýpra
en þau höfðu áður gert. Og þá fyrst fóru rek-
netaskipin að afla nokkuð að ráði. Síðast sóttu
þau síldina svo langt út til hafs, að ekki var
hægt fyrir þau, tímans vegna, að leggja nema
annan hvorn dag, þó veður leyfði. Seinasta
herpinótasíldin, sem íslenzku skipin veiddu fyr-
ir utan landhelgi, var sótt um 70 sjómílur í norð-
ur frá Siglufirði, þótt seinasta herpinótasíldin
væri veidd uppi í fjörusteinum á Skagafirði.
3. — Rétt eftir mánaðamótin ágúst-septem-
ber, fengu finnsku síldveiðiskipin allmikla síld
í herpinót 100 sjómílur út af Melrakkasléttu, og
hafa sennilega verið búin að vera þarna lengi
úti, áður en þessi síldarfregn barst til lands.
4. — Þegar eitt af norsku herpinótaskipunum
var á heimleið með ekki nærri fullfermi, fyrst
í september, kom það í góðu veðri í mikla síld,
sem óð uppi, mjög langt austur og út af Langa-
nesi.
5. — Þegar Færeyisku skipin, sem stunduðu
hér síldveiðar í sumar, voru á leiðinni hingað
upp um mánaðarmótin júní-júlí, sigldu þau í
gegnum mjög víðáttumiklar síldarbreiður á haf-
inu milli Færeyja og íslands. Þessi síld óð ekki í
torfum, en stökk. Virtist hún vera bæði gisin
og þunn. (Sú síld, sem stekkur, er það vana-
lega). Ekki veit ég í hvaða átt þessi síld gekk,
eða hvort hún hélt sig hér um bil á sama stað.
í fyrra um líkt leyti sást síld á sömu slóðum.
Hvaðan kemur þessi síld og hvert gengur hún?
Á hún heima á þessum slóðum?
Hér er áreiðanlega rannsóknarefni fyrir Árná
Friðriksson fiskifræðing. Veit hann nokkuð um
að þessi síld er þarna á þessum tíma? Sennilega
ekki.
Ég hef siglt gegnum stórar síldarbreiður, og
fleiri en ég, seint í maí og fyrst í júní, djúpt á
Húnaflóa og Fljótamiðum, í mörg skipti, og ekki
á sama árinu. Þessi síld óð ekki, en stökk, og
var á hraðri göngu austur og upp að landinu.
Það virtist vera vestanganga, sem sennilega
hefur verið gengin hjá áður en skipin byrjuðu
síldveiðar. Þó veit ég til að íslenzk skip hafa
veitt síld í herpinót fyrir og um 20. júní árið
1933, bæði á Skagafirði og inn við Vatnsnes.
En vanalegast hefur fyrsta síldin veiðst djúpt á
Skagagrunni.
Hvað dettur manni í hug og hvaða ályktanir
dregur maður, þegar maður hefur heyrt svona
lagaðar fréttir, og fleiri gætu þær verið, þó ég
viti ekki um þær? Verður manni ekki á að
spvrja: Hvernig var síldarleitaflugvélum stiórn-
að í sumar? Sennilega hafa þeir, sem stjórn-
uðu þeim. vitað um þessar síldarfréttir eftir
dúk og disk. Mér vitanlega voru flugvélarnar í
flestum tilfellum allt af að fljúga yfir síldveiða-
skipaflotanum, þar sem hann var að leita að
síldinni. Ég veit að Hreinn Pálsson flaug 1 eitt
skipti alllangt út, en sá enga síld. Líka heyrði
ég sagt frá að önnur flugvélin hefði fundið síld
uppi austur af Horninu, að morgni til, þar sem
síldarskipin héldu sig ekki þá. Þau fvrstu voru
komin á þessar slóðir um klukkan þrjú um dag-
inn og fengu flest dálitla síld. Mér finnst nú
að flugvélarnar, þegar þær eru í síldarleit, ættu
helzt að fljúga yfir þá staði, þar sem síldveiði-
skipin halda sig ekki. T. d. í góðu flugveðri á
línunni 100 sjómilur út frá Siglufirði, austur
og vestur, og jafnlangt út frá Langanesi og
Horni.
Eftir þessum 5 síldarfréttum að, dæma, sem
áður voru nefndar, getur manni dottið í hug að
spyrja:
Hélt mikill hluti síldarinnar sig fyrir utan hin
venjulegu veiðisvæði síldveiðiskipanna í sumar?
Einnig þetta: Mundi það ekki vera lieppilegra
að önnur síldarleitarflugvélin, ef þær væru
tvær, leitaði næsta sumar út fyrir venjulegar
veiðistöðvar, en héldu sig ekki alltaf báðar yfir
veiðiflotanum.
Þegar ég er að slá botninn í þetta bréf mitt,
berst nýtt Morgunblað til mín, 232. tölubl. þ. á.
f því er bréf með fyrirsögninni: Síldveiðar við
Austfirði, eftir E. Bj. á Eskifirði. Þar er góð
staðfesting á 5. síldarfrásögninni, um síldina
sem veður á hafinu milli Færeyja og íslands.
Einnig er margt aiinað um síldina fróðlegt í
þessu bréfi, þó aðallega sé það skrifað fyrir
Austfirðingafjórðung, til að koma upp aukinni
síldarbræðslu á Seyðisfirði og nýrri síldar-
bræðsluverksmiðju sunnan Gerpis. Ég hygg að
ef það sem bréfritarinn skrifar um, kæmist
fljótlega í framkvæmd, og ef það er rétt, að at-
huguðu máli, að sú síld sé þarna, sem hann seg-
ir frá, þá er enginn efi á því, að aðrir mundu
koma til Austfjarða að fiska þessa síld með
Austfirðingum .........
Þinn einl.
Sig. Sumarliðason.
2 68
V I K I N G U R