Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Qupperneq 10
Árni Gíslason
snerist niðri í sjónum, og þá færi báturinn á
stað.
Árni færði þetta í tal við menn, að gaman
væri að komast yfir svona vél, en menn voru
vantrúaðir á þetta, hristu höfuðið og hlógu að
honum og sögðu þetta kjaftæði.
En 1902, eða 2 árum seinna, er hann búinn
að fá meðeiganda sinn á sitt band, og vil ég leyfa
mér að lesa upp grein sem prentuð er í blaðinu
Vestra 1. desember 1902. Þar segir svo:
„Fyrsta olíuhreyfivél í íslenzkum bát.
Með síðustu ferð Vestu fengu þeir Árni Gísla-
son formaður og kaupm. Sophus J. Nielsen olíu-
hreyfivél í róðrarbát er þeir eiga saman og Árni
fer með. Vélin er frá verksmiðjunni Möllerup í
Esbjerg og sendi verksmiðjan mann, hr. J. H.
Jessen, til að hjálpa til að setja hana í bátinn
og kenna á hana. Vélin kostaði 900 krónui- ísett,
auk þess þurfti ýmislegt að gera við bátinn,
sem er algengur íslenzkur róðrarbátur, til þess
að koma vélinni fyrir. — Hún hefur tveggja
hesta afl og eyðir 2 pottum af steinolíu, og
kostar 20—30 aura um tímann. Hún hreyfist
jafnt aftur á bak sem áfram og það má láta
hana hafa svo lítinn kraft sem vill, og því laf-
hægt að lenda bátnum og stöðva hann, hvenær
sem er.
25. f. m. var búið að setja vélina í bátinn, og
var hann þá setur á flot og farið að reyna hann.
Báturinn var inni á Polli, og fór íormaður hans
ásamt meðeiganda sínum og nokkrum bæjar-
mönnum fyrstu ferðina út í Hnífsdal. Ferðin
gekk ágætlega og gekk báturinn álíka og sex
menn róa. Hann var 40 mínútur út í Hnífsdal
og inn á ísafjörð, en fór þó sjálfsagt fimm mín-
útna krók inn í Djúpið.
29. f. m. fór Árni Gíslason á sjó til fiskjar
og reyndist vélin mjög þægileg. Hann hefur nú
aðra olíu til brennslu en fyrst, og gengur bát-
urinn miklu betur með henni og hefur nú góð-
an gang.
Við óskum eigendunum til hamingju með
þetta nýja fyrirtæki þeirra, og eiga þeir þakkir
skilið fyrir að hafa orðið fyrstir til að leggja
út í áhættuna og reyna þessa nýjung.
Gefist þessi hreyfivél vel, sem vér efumst
ekki um, er óhætt að gera ráð fyrir, að margir
fleiri komi á eftir“.
Þetta segir blaðið Vestri 1902. En hvað seg-
ir Árni sjálfur? Ég vil leyfa mér að taka upp
ummæli hans úr bók hans, Gullkistan, þar sem
hann fer nokkrum orðum um vélina. Þar segir
svo:
„Almenn ótrú var á þessu fyrirtæki okkar
Nielsens og í byrjun skopuðust menn að þeirri
heimsku, að ætla sér að lenda á vélbáti upp í
grjótvarirnar í Bolungarvík. Ég tók mér þetta
ekki nærri, því ég hafði góða trú á þessari ný-
breytni. En mér var ekki um sel, þegar ég lenti
fyrst í Bolungarvík á vélbát mínum og sá hóp
af mönnum standa á kambinum, en aðeins fáir
komu til þess að hjálpa okkur, hinir gengu
hlæjandi í burtu. Þetta var ólikt Bolvíkingum,
en svona voru fyrstu móttökurnar, sem mótor-
vélin fékk þar.
Þessi ótrú á mótorvélinni fékk skjótan enda.
Daginn eftir var gott veður, og fór ég á sjóinn
eins og allir aðrir og var kominn í land aftur um
hádegi með hlaðafla. Þar sem veður var gott,
beitti ég þá strax aðrar lóðir og fórum við á
sjóinn fjórir, þegar beitingu var lokið, en ég
skildi eftir einn háseta til að gera að aflanum.
Um kvöldið kom ég úr annari sjóferðinni með
engu minni afla en í þeirri fyrri.
Þessi fiskisaga flaug fljótt um Bolungarvíkur-
malir og kom fjöldi manna til að fullvissa sig
um áreiðanleik hennar.
Upp frá þessu varð snögg breyting á áliti
almennings á mótorvélinni. Nú vildu allir hjálpa
til við lendingu eins og áður og fá að sjá þennan
undragrip, sem ég hafði fengið“.
Ég þarf ekki að telja það upp fyrir ísfirzkum
sjómönnum hvaða áhrif þetta frumkvæði Árna
hefur haft á íslenzka sjósókn og tækni.
Þrátt fyrir ótrú sinna samtíðarmanna og
skop, leggur hann sinn síðasta eyri, og tekur
auk þess að láni peninga, til að geta reynt þessa
nýjung.
Árni vissi líka að mikið var undir því komið
að þetta lánaðist, og hann lagði sig alkyi fram
með meðferð vélarinnar, og hann sigraði.
Fyrir þetta vil sjómannastéttin heiðra Árna
Gíslason í dag með þakklæti fyrir brautryðj-
andastarf hans.
274
V I K I N G U R