Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Side 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Side 19
taktsvél, 7000 hestöfl, átta syíinder, smíðuð til notkun- ar í kafbát. Árið 1927: Stærsta skip með einni skrúfu, „Poetau Itoebiah", 7040 hesta Sulzer-vél. Árið 1928 var tilraunavél smiðuð af Sulzer, einn sylinder tutakts tvívirkur, 2 þús. hestöfl. Árið 1930 voru í notkun og pöntun Sulzer*-vélar samtals 2.200.000 hestöfl. Allt voru þetta tutaktsvélar, smíðaðar af Sulzer í Sviss, eða með leyfi þaðan. Þá eru „Sulzer Bros“ í Sviss mjög þekktir fyrir hreinsiloftvélasmíði þeirra, svokallað Scavenging Turbo Blowers, en þessar vélar eða aðrar þeim líkar, eru nú notaðar við flestar dieselvélar, sem smíðaðar eru. Sulzer telur sig fyrstan allra hafa tekið hreinsiloft í notkun, en þó það sé nokkuð umdeilt, þá er ekki að efa, að frá Sulzer í Sviss eru margar nýjungar komnar, þessu viðkomandi. Eins og Burmeister og Wein hefur Sulzer selt leyfi til smíðis á vélum sínum víða um lönd. Fyrst og fremst til notkunar í skip, en mikið hefur líka verið smiðað af landvélum. Árið 1930 auglýsir Sulzer að yfir ein miljón hest- öfl af landvélum sínum séu í notkun, og árið 1935 yfir fjórar milljónir, bæði til sjós og lands. Onnur merki dieselvéla, sem mikið hefur verið fram- leitt af, eru „Man“ vélar, þýzkar. Árið 1932 voru 700.000 hestöfl af þeim í gangi. Má reikna með að margir af þýzku kafbátunum hafi verið með „Man“-vélar, þvi þær eru algengastar af þýzku dieselvélunum. „Man“- vélar eru, eins og B. W. og Sulzer, smíðaðar víða um lönd með leyfum frá móðurlandinu. „Fiat“-dieselvélarn- ar ítölsku voru smíðaðar af miklu kappi milli styrj- aldanna. Eins var Werkspoor-vélin hollenzka. Bæði þessi vélamerki eru mikið þekkt og víða smíðuð. Þá má ekki gleyma Doxford-vélinni, sem er ensk og sefur verið mik- ið smíðuð á seinni ái'um. Árið 1940 höfðu meira en 100.000 hestöfl verið látin í skip af Doxford-dieselvélum. Vegna þess hve mikið er byggt af skipum í Englandi, má búast við að mjög aukist framleiðsla á Doxfordvélinni þar sem hún er ensk, og hefur reynzt mjög vel. Aðrar tegundir þungbyggðra dieselvéla, sem smíðað- ar hafa verið eru margar og verður ekki minnst á nema fáar þeirra hér, enda mundi það vera erfitt að fá greinilegar upplýsingar um þær allar. Margar véla- smiðjur hafa byrjað á smíði dieselvéla, en tiltölulega fáum hefur lánazt það, sem kallað er, „að slá í gegn“. Til viðbótar við áðurgreind vélamerki, sem byggja stórar, þungbyggðar vélar með þúsundum af hestöfl- um, má telja: „Palmer Fullager“-diesel, „Vihers"- diesel, „North British“-diesel, „Emil Jörgensen“-diesel, „Richardson Vestgarth“-diesel, allar enskar, „Tosi“- diesel, ítölsk, „Deutsch Werk“-diesel, „Krupp“-diesel, „A. E. G.“ og „Hesselman“-diesel, allar þýzkar, „Pol- ar“-diesel, sænsk. Nokkrar vélar af þeirri gerð hafa verið keyptar hér heima. Tvær eru í Esjunni, 1000 b. h. o. hvor. Ég gjöri ráð fyrir að hér séu taldar upp þær 16 véla- tegundir, sem einna mest var framleitt af fyrir stríð, en síðan hefur þetta nokkuð breytzt, einkum hvað við- kemur Ameríku. Þar mun vera um nokkur ný vélamerki að ræða, sem munu þó smíðuð að meira eða minna leyti eftir fyrirmyndum frá Evrópu. Frh. Fimmtugur sjógarpur Þorsteinn M. Guðmundsson. Hinn 29. sept. s. 1. varð fimmtugur Þorsteinn Mikael Guðmundsson á Flateyri í Önundarfirði. Þorsteinn Mikael er fæddur í Arnardal við ísafjarð' ardjúp. Hann byrjaði sjóstörf innan við fermingu, fyrst á árabátuni, þá á vélbátum og þilskipum vestra. Eftir áramótin 1913 fór Þorsteinn til Reykjavíkur og gerðist þá háseti hjá hinum fræga fiskimanni, Friðrik Ólafssyni, á kútter Ásu. Þar var hann síðan allt þang- að til Ása strandaði á Hvalsnesi 1918. Eftir það var Þorsteinn með sama skipstjóranum eitt ár, eða alls sjö vertíðir á kútterum frá Reykjavík. Þorsteinn var við færið, sem önnur störf, afburðamaður. Hinn 8. marz 1918, í ofsaveðri, kantraði kútter Ása á Selvogsbanka, og lagðist skipið með segl í sjó. Þor- steinn sá þegar að eitthvað þurfti að gera ef skipið ætti að geta rétt sig. Nær hann í fiskihníf, kemst að stórskautinu, þótt illfært væri, og sker það sundur. Við það fór sjórinn úr stórseglinu og skipið rétti sig. Al~ mannamál var það, að Þorsteinn hefði með snarræði sínu bjargað þeim mannslífum öllum, sem innanborðs voru. Árið 1920 réðst Þorsteinn á togarann Ingólf Arnar- son, og hefur verið á togurum síðan, oftast bátsmaður. Eins og gefur að skilja, hlýtur oft að hafa verið ókyrrt og erfitt hjá Þorsteini á þessari löngu togaraveru. Eitt mun honum þó minnisstæðast. Það var þegar Skúli fó- geti strandaði í Grindavík 10. apríl 1933. Drukknuðu þá 13 menn, en 24 björguðust. Mun Þorsteinn þá hafa tekið á hreysti sinni til bjargar því, sem bjargað varð. Þorsteinn er kvæntur Sigríði Guðbjörnsdóttur, hinni ágætustu konu. Eiga þau fjögur mannvænleg börn. V í K I N G U R 2E33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.