Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Side 24
AVARP til aimennings vegna stofnlánadeildar sjávarútvegsins Það er ósk og’ von allra fslendinga, livar í flokki sem þeir standa, að allir landsmenn hafi atvinnu, og að framleiðslan sé rekin með stór- virkum atvinnutækjum, þannig að mikil afköst hafi í för með sér almenna velmegun og öryggi um lífsafkomu. Sjávarútvegurinn er höfuðstoð atvinnulífsins. Án hins erlenda gjaldeyris, sem sjávarafurðirn- ar færa þjóðarbúinu, eru allar tilraunir til að ná þessu marki dauðadæmdar. Undanfarin ár hefir því verið unnið að því af kappi að endurnýja og auka fiskiskipaflota landsmanna. Um það bil tvö hundruð nýir bátar og skip af ýmsum stærð- um hafa þegar bætzt flotanum eða bætast við hann á næsta ári. Fé til þessarar aukningar hef- ir að mestu verið tekið af hinum erlendu inn- stæðum vorum. En þessi stórfellda aukning flotans er aðeins annað sporið, sem stíga þarf, til þess að sjávar- útvegurinn færist í nýtízku horf. Hitt sporið er að auka og endurbæta stórlega aðbúnað útgerð- arinnar í landi. Hér er þörf stórfelldra hafnargerða, bæta þarf við hraðfrystihúsum er geta veitt móttöku afla hinna nýju báta, reisa þarf stórar niðursuðu- verksmiðjur, bæta þarf aðstöðu sjómanna með því að byggja nýjar mannsæmandi verbúðir, byggja þarf skipasmíðastöðvar og dráttarbraut- ir til þess að tryggja flotanum skjótar og góðar viðgerðir. Verkefnin eru óteljandi. Til þessara framkvæmda þarf annars vegar erlendan gjaldeyri og hefir þegar að miklu leyti verið séð fyrir honum með sérstökum aðgerð- um. Hins vegar þarf íslenzkan gjaldeyri, láns- fé til mannvirkjanna, sem smíðuð eru innan- lands. Ríkið mun taka mikið af þessum fram- kvæmdum, t. d. hafnargerðirnar, á sínar herð- ar. Peningarstofnanir landsins hafa lagt fram sitt og munu framvegis styðja að framgangi þessa málefnis. En þetta er ekki nóg. Þjóðin öll verður að taka virkan þátt í þessu viðreisnarstarfi. Vér skorum á alla þá, sem styðja vilja að tæknilegri framþróun sjávarútvegsins, betri að- búð sjómanna í landi, auknu öryggi þeirra á sjó, og betri afkomu þeirra og þar með allrar þjóðarinnar að leggja sitt fram. Stofnlánadeild sjávarútvegsins er ætlað að styðja þessar framkvæmdir með lánum, og hefir hún í því skyni boðið út ríkistryggð vaxtabréf með hagstæðum kjörum. Vér viljum sérstaklega benda á 500 eða 1000 króna bréfin, vegna þess hve hentug þau eru fyrir eigendur. Allir vextir og vaxtavextir eru greiddir í einu lagi — fimm árum eftir að bréfin eru keypt. Fyrir kr. 431,80 er hægt að fá bréf, sem endurgreidd eru með 500 kr. að fimm árum liðnum, og fyrir kr. 862,60 bréf, er endurgreið- ast með krónum 1000.00. Vextirnir eru 50 af hundraði hærri en gildandi sparisjóðsvexir, og bréfin eru jafn trygg og sparisjóðsinnstæður með ríkisábyrgð. Bréfin fást í bönkunum og hjá stærri spari- sjóðum. Keyptu bréf þitt sem fyrst. Enginn má sker- ast úr leik. Reykjavík, 29. október 1946. Blað þetta er nokkru seinna á ferðinni en skyldi, vegna brunans í ísafoldarprentsmiðju og mikilla anna prentsmiðjunnar. Áherzla verður lögð á það, að nóv.-des.-blað, jólablaðið, komi út í tæka tíð. SJÖMANNABLAÐIÐ VlKINGUR Útgefandi: Farmanna- og fiskimannasamband tslands. Ritstj. og ábyrgðarm.-. Gils Guðmundsson. Kitnefnd: Þorvarður Björnsson, Pétur Sigurðsson, Guðm. Jens- son, Hallgrímur Jónsson, Jón Halldórsson, Karl B. Stefánsson. Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgangurinn 25 krónur. Ritstjórn og afgreiðsla er á Bárugötu 2, Reykja- vík. Utanáskrift: „Víkingur“, pósthólf í£5, — Reykjavík. Sími 565S. PrentaO í ísafoldarprentsmiöju h.f. 2BB VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.