Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Side 15
Úr vélarúminu
Sigurður Gíslason
DÍESELVÉLAR
Dieselvél frá B. & W; einhver hin stærsta, sem smíðuð hefur verið.
Um það leyti er Rudólf Diesel dó, var hjá sumum
af þeim sem unnið höfðu að smíði vélanna, vaknaður
óstöðvandi áhugi fyrir að endurbæta vél Diesels og
gjöra hana svo fullkomna, að hún gæti leyst af hendi
hin mismunandi hlutverk, sem henni yrðu ætluð, bet-
ur og með minni kostnaði en aðrar þáverandi vélar.
Þessi áhugi hafði fengið byr undir báða vængi við þá
reynslu, sem fékkst frá mótorunum, sem látnir höfðu
verið í Selandiu um þessar mundir.
Þegar sagt er frá uppruna Dieselvélanna í tímarit-
inu „Motor Ship“ er getið um að fyrstu vélarnar sem
látnar voru í stór skip, hafi verið tveir olíutankar, sem
hétu „Delo“ og „Emanuel Nobel“. Þessi skip fengu vél-
ar smíðaðar af Kolumna vélasmiðjunni í Leningrad.
Hvort skip fékk tvær vélar. Þær gengu á einn veg, en
gangi skrúfunnar var skipt með kopling til að byrja
með en seinna var gangi vélarinnar skipt með raf-
magnsútbúnaði. Sagt er að margar vélar hafi verið
smíðaðar af þessari gerð og látnar í skip sem sigldu á
Kaspiahafinu og víðar, en frá þeim er ekki skýrt frek-
ar. En árið 1910 er getið um Werkspoor-vél, 650 hest-
öfl. Hún var látin í hollenzka skipið „Vulcanus“, 1180
tonn, og- þar næst er sagt frá 450 hesta Atlas-vél frá
Stokkhólmi. Sú vél var látin í skip sem hét „Toller“.
Ekki er þess getið að nokkur af þessum vélum hafi
rutt sér til rúms, eða orðið til fyrirmyndar. En allt
annað kemur til greina með þær tvær vélar, sem smíð-
aðar voru af B. W. í Kaupmannahöfn árið 1911, og
látnar voru í „Selandiu". Svo vel tókst með smíði þeirra,
að þær' ujipfylltu allar þær vonir, sem bundnar voru
V I K I N □ U R
279