Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Qupperneq 18
of stórum stíl. En hér sem áður urðu engin vonbrigði. Árið 1928 var fyrsta vél B. W. með loftlausri innspraut- ingu smíðuð. Sú vél var látin í skipið „C. F. Tietgen“. Eftir það var innsprautingin „Airless-injection" álitin sjálfsögð, og er nú loftjnnsprauting fyrir löngu úr sögunni. Þá komu fjórgengis hreinsiloftsvélar til sögunnar, og þar á eftir tútakts, tvívirkar vélar. Hin fyrsta þeirra var látin í „Ameríku". Það skip fór reynsluferð í janú- ar 1930; vélin hafði 7100 hestöfl, með 95 snúninga hraða á mínútu. Hún var á sínum tíma álitin Spar- neytnasta vél heimsins, nálægt 0,33 úr ensku pd. á hest- afls tíma. Árið 1930 smíðaði B. W. einnig dieselvél, sem hafði 22500 bremsu-hestöfl, stærsta dieselvél, sem smíðuð hafði verið. Það var tútaktsvél tvívirk. Þessi vél var notuð til að framleiða rafmagn í Kaupmannahöfn. Árið 1931 var smíðuð fyrsta tútakts einvirka skips- vélin hjá B. W. Hún hafði 2850 1. h. p. og notaði 133 gr. olíu á hestafls-tíma. Árið 1935 var vél, sem látin var í „Canada“ álitin skila beztri útkomu, sem þá hafði fengizt frá diesel- vél. Hún hafði 7000 hestöfl, snúningshraði 95 til 105 á mínútu. Þetta var tútaktsvél tvívirk og eyddi 0,33 úr ensku pd. á hestafls-tíma. Árið 1938 varð smíði skips- ins „Transilvanía" og vélanna, sem látnar voru í það, mjög til að auka hróður B. W. Til ársins 1937 höfðu 60% allra dieselskipa sem byggð höfðu verið í Englandi, B. W. vélar, 1938 voru yfir 1000 hafskip knúð B. W. dieselvélum. í byrjun ársins 1940 voru 43% allra mótorskipa heimsins knúð B. W. dieselvélum. Þá lágu beiðnir fyrir B. W. um smíði á 21 stóru hafskipi fyrir 71.000.000 kr. Burmeister og Wein hefur selt leyfi til smíða á vél- um sínum til flestra menningarlanda heimsins. Lang- stærstu framleiðendur eru leyfishafar í Englandi og Svíþjóð; það eru: í Englandi Vélasmiðjur Harland og Wolff í London, Belfast, Glasgow, Liverpool og Sout- hampton, sem smíðuðu meira en nokkrir aðrir af B. W.- vélum fyrir stríðið. I Svíþjóð: Göteverk og Eiriksberg vélasmiðjurnar í Gautaborg. í Ameríku, Ítalíu, Noregi, Japan, Frakklandi, Belgíu og loks í sjálfu Þýzkalandi, voru B. W. dieselvélar smíðaðar fyrir stríðið. Til þessara leyfishafa streymdu stöðugt nýjungar frá B. W. í Kaupmannahöfn. Sulzer. Annar stærsti framleiðandi dieselvélanna er „Sulz- er“ í Sviss. júníhefti mánaðarritsins „Motor-ship“ 1930, er getið helztu nýjungar, sem urðu á dieselvélum smíðuðum af vélasmiðjum „Sulzers“ í Sviss. Árið 1905 var fyrsta vél „Sulzers" smíðuð til notk- unar í skip. Sú vél gat gengið á báða vegu. Þetta var tútaksvéi, 100 hestöfl. Árið 1910 var hreinsiloft fyrst notað af Sulzer. Árið 1914 var stærsti einvirkur sylinder smíðaður af Sulzer, —- 2000 hestöfl, það var tilraunavél. Árið 1924 voru Sulzer-vélar, samtals 13000 hestöfl látnar í skipið „Aorangi“. Árið 1925 var stærsta tu- Polar-diesel. ZBZ V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.