Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 7
að koma sér saman um eina yfirstjórn útgerðar- innar, sem sæi um og væri ábyrg fyrir allri framkvæmd hennar og fjárhag. Sú yfirstjórn þarf að vera staðsett í Reykja- vík og geta verið í stöðugu, daglegu sambandi við fulltrúa sína við Grænland. Ein yfirstjórn veiðiflotans. Við Grænland þarf að vera leiðangursstjórn, sem útgerðarmenn koma sér saman um og á hún að sjá um að halda uppi sambandi við rekstursstjórnina hér heima og sjá um alla til- högun veiðanna. Tel ég rétt að leiðangursstjórnin hér heima veldi leiðangursstjórann, en honum til aðstoð- ar væru valdir 2 menn, annar af skipstjórnar- og yfirmönnum á Grænlandsveiðum, hinn af hásetum og verkamönnum. Eftirlitsskip. Veiðiflotánum þarf að fylgja eftirlitsskip, sem gæti gegnt margskonar hlutverki: 1. ) Það verður að hafa daglegt samband heim til Islands, (einnig athugandi möguleikar á endurvarpi frá íslenzka útvarpinu.) 2. ) Það verður að vera útbúið radartækjum og geta aðstoðað sem björgunarskip, eða leitar- skip, ef veiðiflotinn þarf þess við. 3. ) Það þarf að hafa öfluga talstöð og geta verið í stöðugu sambandi við hvert einstakt skip úr veiðiflotanum. 4. ) Það þarf að vera útbúið með stóra kæli- lest til að geyma beitu og matvæli. 5. ) Um borð í því þarf að vera útbúið þvotta- hús með vélum, sem geta þvegið og þurrkað fatnað skipshafnanna. Kvenfólk væri heppi- legt til að sjá um rekstur þess, því fataviðgerð væri einnig nauðsynleg. 6. ) Þessu skipi yrði að fylgja læknir ásamt útbúnaði til þess að geta hlynnt að sjúklingum. 7. ) Vitanlega yrði þetta skip aðsetur yfir- stjórnar veiðiflotans. 8. ) Um borð í þessu skipi þurfa að vera menn, sem vinna að fiskirannsóknum og safna öllum mögulegum skýrslum, sem hægt er að afla af reynzlu veiðiskipanna, til þess að hægt sé að byggja upp hagnýta þekkingu á hinum græn- lenzku fiskimiðum og fiskigöngum. 9. ) Það þarf að vera útbúið með lifrarbræðslu og lýsistönkum og eftilvill vélum til vinnzlu úr fiskúrgangi, ef þykja mundi arbært. 10. ) Þetta skip yrði að halda sig við þá veiði- stöð, sem skipin héldu sig flest hverju sinni. Veiðistöðvar í landi. Ég tel heppilegra að hafa veiðistöðvar á landi heldur en að gera út móðurskip. Allur útbúnað- ur um borð í skipi er mörgum sinnum kostn- Veggir hinnar fornu kirkju á Hvalsey í Grœnlandi standa enn. V í K I N G U R 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.