Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 13
Ráð undir rifi hverju SAGA EFTIR WILLIAIU HODGSOIM E.s. Calypso. 10. ágúst. Komum í höfn í morgun, og tollararnir sneru öllu við og snuðruðu, en þeir fundu ekkert. „Við skulum hafa hendur í hári yðar ein- hvern daginn, Gault skipstjóri", sagði foringi leitarmannanna við mig. „Við höfum leitað all- sæmilega hjá yður, en ég er ekki ánægður. Við höfum fengið upplýsingar, sem ég þori að sverja að voru réttar, en hvar þér hafið falið dótið, er meira en ég fæ skilið“. „Verið nú ekki alltof fljótur að kalla hund- inn ónöfnum og bæta svo gráu ofan á svart með því að reyna að hengja hann“, sagði ég. „Þér vitið, að þið hafið aldrei staðið mig að því að reyna að lauma nokkru dóti í gegn“. Yfirtollarinn hló. „Núið okkur því ekki um nasir, skipstjóri", sagði hann. „Það er nú einmitt það! Tökum nú til dæmis síðasta uppátæki yðar, með dúfurnar, og hvernig þér högnuðust á tvennan hátt, bæði á hænsnunum og demöntunum; og öll önnur strákapör yðar. Yður vantar ekki taugarnar! Þér ættuð nú að hafa efni á að setjast í helgan stein“. „Ég er hræddur um, að ég sé hvorki eins heppinn né eins sniðugur og þér virðist álíta, hr. Anderson“, sagði ég. „Þér höfðuð engan rétt til að drepa hænsnin mín, og ég lét mann yðar biðja afsökunar á þessari ósvífnu aðdróttun um dúfurnar!“ „Það gerðuð þér, skipstjóri", sagði hann. „En við skulum ná taki á yður bráðum. Og ég skal éta húfuna mína ef þér komið nokkru í gegnum hliðið í þetta sinn, þó ég hafi ekki fundið það núna. Sælir, skipstjóri“. „Sælir, herra Anderson“, sagði ég. Og með það fór hann. Svona er þá staðan. Ég hef þúsund punda virði af perlum í mínum eigin litla felustað um borð; og einhvern veginn hefur tollurinn kom- izt á snoðir um það, og það gerir fjandans ári erfitt að koma þeim í gegn, og nú verð ég að finna einhver góð ráð. Þeir þekkja allar mínar fyrri aðferðir. Auk þess nota ég aldrei sama ráðið tvisvar, ef ég kemst hjá, því það er alltof áhættusamt. Og mörg þeirra eru ekki eins fram- kvæmanleg og þau virðast í fyrstu. Bréfdúfu- hugmyndin, til dæmis, var bæði góð og slæm, en við hr. Brown töpuðum nærri þúsund punda virði af steinum á henni; því það er til stór hópur afglapa með byssu, sem myndu skjóta sína eigin tengdamóður, ef hún svifi framhjá á vængjum. Einhver af þessum náungum hefur veitt vel! Þess vegna slepptum við aldrei dúf- um fyrr en við nálguðumst höfn. Við ætluðum aldrei að hætta öllu því verðmæti upp í loftið, nema sem þrautaráð. En hvað um það, hr. Anderson og hans fólk gefur mér illt auga, og ég fæ nóg að gera að koma dótinu klakklaust í réttar hendur fyrir þann tuttugasta, því þá látum við úr höfn. 11. ágúst. Ég hef dottið niður á ansi góða hugmynd, að ég hygg, og í dag byrjaði ég að leggja drög að framkvæmd hennar. Þegar ég kom að hafnarhliðinu í morgun, með töskuna mína, var tekið á móti mér af kurteisri og háttsettri persónu frá tollstofunni, og mér var boðið að líta inn í skrifstofuna. Þar var mér aftur boðið inn í lítinn, notalegan klefa, og þar rannsökuðu tveir leitendur mig afar ná- kvæmlega (svo sannarlega!) og einnig töskuna mína! en eins og nærri má geta, var ekkert toll- skylt í námunda við mig — að minnsta kosti ekkert, sem ég átti. Þegar leitin var á enda, eftir að hin háttsetta persóna hafði kvatt og beðið kumpánlega af- sökunar, var mér leyft að fara í fötin og jafna mig andlega, því ég get sagt ykkur, að ég var þó nokkuð gramur. Og þá skaut upp hugmynd- inni; og ég byrjaði strax á áðurnefndri fram- kvæmd. Um það leyti, er ég var alklæddur, hafði ég ekki einungis fengið að vita, að nöfn hinna tveggja opinberu leitenda væru Wentock og VIKINGUR 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.