Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 28
Áraförin. Jón hét maður, kallaður tófusprengir, af því hann gortaði af því að hafa elt uppi tófu og sprengt hana á hlaupunum. Jón þessi var gortari hinn mesti og sagði af sér hinar ótnílegustu afrekasögur. Munu þær fremur hafa verið sagðar handa mönnum til að hlægja að heldur en af hinu, að Jón byggist við að þeim yrði al- mennt trúað, svo fjarstæðukenndar voru þær. Ein saga Jóns tófusprengis var á þessa Íeið: „Einu sinni rerum við í blíðalogni af Suðurnesjum, en þegar degi hallaði, gerði landsynning svo mikinn, að ekki hafði annar eins komið í manna minnum. Húsin fuku til og frá eins og hey, en alla báta rak til hafs. Ekkert skip náði lendingu nema það, sem ég var á, en fast urðum við að taka á, meðan við vorum að berja í land. Daginn eftir var logn, og rerum við sömu leið fram og við höfðum komið um kvöldið. Þótti okkur þá bregða undarlega við, því að áraförin frá kvöldinu áður sáust enn á sjónum, og mátti rekja þau alla leið fram á Svið. Það voru hraustir drengir í þá daga“. ★ Byljirnir. Haildór biskup Brynjólfsson á Hólum var einn þeirra manna, sem höfðu afar gaman af að segja saklausar stórlygasögur, eingöngu í því skyni að skemmta mönn- um. Þessi er ein af sögum hans: „Einu sinni var fjarskalegt hvassviðri. Ekki mátti samt láta það hjá líða að brynna kúnum og voru þær reknar í lækinn, eins og venja var til. Þegar fyrsta kýrin rak hausinn út úr fjósinu, rak á svo mikinn byl, að hann tók höfuðið af kúnni við dyrastafinn, en í sama bili kom annar bylur og rak hann höfuðið aftur á kúna, en öfugt, svo að eyrun á henni vissu niður eftir þetta“. ★ Sögur Tómagar Steinssonar. Þriðji skröksagnahöfundurinn, sem hér verður lítið eitt frá sagt, er Tómas Steinsson á Borgum í Grímsey. Hann var uppi á fyrri hluta 19. aldar, andaðist 1843. Hann var hinn mesti merkismaður, greindur vel og annálaður fyrir dugnað. Skemmtinn var hann í við- ræðu og hafði þá jafnan á reiðum höndum skrítlur og ýkjusögur. Voru þær ætíð svo úr garði gerðar, að eng- inn maður með heilbrigða skynsemi gat trúað þeim. Skulu nú sagðar nokkrar þeirra. ★ ’ Hafskipið. Einn morgun var Tómas snemma á fótum sem oftar. Sér hann þá hvar stórskip heldur inn með Grímsey að austan og svo inn fyrir og vestur fyrir. Léggst það fram undan Sveinagörðum og rær Tómas fram í það. Hafði hann aldrei séð slíkt ferlíki. í körfunum voru akrar og kvikfénaður. Ekki skildi hann mál skipverja, því að þeir sögðu ekkert nema „drúl, drúl“, enda höfðu þeir allir blýkjafta og blýnef. Þó varð hann þess var, að maður var sendur úr körfunum til þess að leita að kvígu, sem þeim var horfin á efri byggðinni. Nú vildi svo til, að þilfarsbúar gáfu Tómasi skófnapott, því að þeir höfðu nýlokið grautarsoðningu, en svo var pott- Á FRÍ urinn stór, að fimmtíu rima stigi lá ofan í hann, og þurfti Tómas þó að stökkva meira en hæð sína, áður en hann næði skófunum, en hér var til matar að vinna. En í miðjum skófnapottinum finnur hann kvíguna liggj- andi, 'og er hún að jórtra. Ekki sagði karl frá því, að hann hefði fengið fundarlaun. ★ Rekatréð. Einu sinni kom Tómas úr landi. Varð þá á vegi fyrir honum svo langt tré, að hann sigldi meðfram því þétt- an byr í sólarhring og sá ekki fyrir endann. ★ Byrinn. Oðru sinni fór Tómas í land í svo hvössu leiði, að faðirvor, sem hann byrjaði að lesa á Grímseyjarhöfn, stóð heima við Grímseyjarsund, svo að þegar hann sagði amen, skauzt hann fyrir Gjögra, og þá kom báturinn þrisvar upp með þarann á hníflinum. ★ Steinninn. I eitt skipti var Tómas að ganga upp Handfestargjá, en svo heitir uppganga í Grímseyjarbjargi. Þá hrundi steinn úr bjarginu. Hann var á stærð við fimmtíu fiska kistu og stefndi á karl, en með því að ekki var hægt að víkja sér undan, brá hann við lófanum og kastaði steininum austur á fertugt. ★ Stökkullinn. Einu sinni þegar Tómas var í fiskiróðri, kom stökkull- inn og réðst á þá, en karl tók hann hryggspennu, kast- aði honum hálfa viku sjávar og sagði: „Komdu aftur, ef þú þorir, karl minn góður!“ Það var orðtæki Tómasar. ★ Hákarlinn. Einu sinni reri karl í hákarl og dró gríðarlega stóran hákarl. Karl greip um sporðinn á grána og slöngvaði honum upp í bátinn. Þegar í land kom og Tómas fór að hluta háksa í sundur, kom innan úr honum mórauður hrútur. Var hann lifandi. Undir þann hrút hélt karl ám sínum um veturinn, og varð það afbragðs fjárkyn. ★ Hér fara á eftir nokkrar vísur eftir Kristján N. Júlíus, gamanskáldið Vestur-íslenzka, sem alkunnugt er 64 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.