Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 32
auki eru aftan við lestarnar og skilin frá þeim með tómarúmi. Aftan við olíuhylkin er vélarúmið, það er um 46 feta langt. íbúðir fyrir 9 yfirmenn og 5 aðra skipverja eru í þilfarshúsi aftan á. Lifrarbræðslutækjum er komið fyrir fremst í „Case“. Aftast í skut eru lýsishylki, sem rúma 2700 rúmfet. (I nýsköpunartogurunum rúma þau 5000 gallon, samkv. teikn.). Auk þess er 700 rúmfeta kæli- geymsla þarna aftur í. Bygging. Skipin eru öll byggð samkvæmt Lloyd’s Register of Shipping, flokkur „ 100 1 Trawler Strengthened for .Navigation in Ice; Part Electrically Welded“. Skrokk- ur skipsins er ailur rafsoðinn, en yfirbyggingin að nokkru leyti. Verkfræðingar við byggingu skipanna töldu að þessi aðferð mundi spara jafnmikinn þunga og ef skipin væru hnoðuð á böndum, en að öðru leyti rafsoðin. Var því fyrri aðferðin valin með tilliti' til ganghraða og viðnáms í sjónum. Undir lestum er nálega 90 feta langur tvöfaldur botn fyrir ferskvatn eða sjó ýmist. Burðarkilir voru settir í skipin, samkvæmt óskum eigenda, sinn hvoru megin á kjölplöturnar. Veltikjölur nær yfir nálega 40% af lengd skipsins. Vélar. Aðalvélin er Cooper-Bessemer, gerð L S-8 átta strokka, fjórgengis, einvirk, snarvend, „trunk“ diesel- vél, strokkvídd er 15%", slaglengd 22", 1000 hemilhest- öfl með 300 s. á mín. og knýr fasttengda Ferguson skrúfu, 92 þuml. að þvermáli, með 53 þuml. stigningu. Skrúfan er úr mangan bronsi. Meðalhraði skipanna full- hlaðinna er 11 sjómílur. Raftæki öll eru fyrir 220 w. jafnstraum, sem fram- leiddur er með þrem G. M. diesel-röflum, 50 kw.—25 kw. og 10 kw. þessir raflar framleiða orku allra raf- magnsþarfa skipsins, nema togvindunnar. Togútbúnaður, vinda, gálgar og annað var afgreitt af New England Trawler Equipment Company. Tog- vindan er af gerðinni WJ-120, rafmagnsdrifin og tek- ur 1200 faðma af % þuml. vír á hvort kefli. Diesel- vélin, sem knýr rafalinn fyrir togvinduna, er Murphy ME 650 fjórgengisvél, 175 h. ha, með 1200 s. á mín., meðalálag. Stýrísvélin er rafknúin. I skipunum er gufu- ketill, sem er ýmist kyntur með útblástursgasi vélanna og olíu, smíðaður af Hodge Boiler Works. Brennslu- og smurolíuhreinsunartæki eru í skipunum frá Honan-Crane, Corp. Dælur allar eru frá De Laval og Worthington. Radar og dýptarmælir eru frá Submarine Signar Company. Allar vinnuteikningar voru gerðar af sömu aðilum og heildarteikningin. Aöalmál: Lengd O. A 233 fet 3 þuml Lengd b. p 210 — 6% — Breidd 36 — 2% — Dýpt (í lest) 18 — 8V2 — Djúprista (hlaðinn) 15 — 5 — — (tómur) 9 — 2 — Sjórými (tómur) 1000 tons. (hlaðinn) 2400 — Orka aðalvélar 1000 hemilhestöfl. Sigling án endurnýjunar olíu- forðans (Range) 15000 sjómílur. Hraði (hlaðinn) 11,0 Brúttó olíuforði 350 tons. Ferskvatnsforði (ensk tonn) 238 — £tnœlki Lílckistusmiður einn auglýsti, að smíðisgripir sínir væru svo ágætir, að engum, sem einu sinni hefði reynt þá, dytti nokkru sinni í hug að verzla við aðra. ★ Árni: — Hvað varð þér að orði, þegar þú fréttir að hann Pétur væri strokinn til Ameríku með konuna þína? Bjarni: — Ég sagði: Þetta var mátulegt á hann, hann sveik mig í hestakaupum í fyrra. 6B V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.