Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 39
c, árþúsundi fyrir Krists burð. Það hefur komið í ljós við nána athugun og samanburð, að sú saga er um margt svo áþekk siglingasögu Norð- ur-Evrópu, að merkilegt má heita, og verða hinir flóknu þræðir bergristanna í Svíþjóð og Noregi stórum auðraktari eftir en áður. Þegar maður í fyrstu athugar hinn mikla sæg norrænna bergristumynda, virðist erfitt, út frá þeirri heimild einni, að gera sér Ijósa grein fyrir skipalagi og skipagerð í einstökum atriðum. Það var jafnvel lengi vel álit sumra fræðimanna, að bergristumyndir þessar væru ekki allar af skipum, sumt væru t. d. sleðar eða önnur verkfæri. Þó eru allir horfnir frá þeirri skoðun og er enginn vafi talinn á því lengur, að bergristur þessar eiga að tákna skip og ekk- ert annað. Og þegar málið er kannað nánar, komur það í ljós, að hægt er með allmiklu ör- yggi að skipta bergristunum í fáeina flokka, sem hver um sig táknar ákveðna gerð skipa. Höfuðflokkarnir eru tveir, en þeim má síðan skipta í minni deildir, bæði eftir stærð skip- anna og gerð, en þó er allvandasamt að ákveða slíkt með verulegri nákvæmni. Hinir tveir höf- uðflokkar fornaldarskipa eru þessir: I fyrsta lagi eintrjáningar, fleytur gerðar úr einum trjástofni. í öðru lagi samsett eða smíðuð skip. Eintrjáningarnir eru venjulega táknaðir á bergristunum með einni, nokkurn veginn beinni línu, en samsettu skipin með boglínum. Við mjög umfangsmikla og ýtarlega könnun á sænskum bergristum hefur komið í ljós, að Vs hluti myndanna var af eintrjáningum, eil % hlutar áttu að tákna samsett skip. Myndir þær, sem til eru af eintjáningum eru margar hverjar frumstæðar og svo illa gerðar í einstökum atriðum, að þær segja fátt um þessa báta. Sumar eru aftur á móti nákvæmari og gefa ýmsar ágætar bendingar. Niðurstöður rannsókna á þessari tegund báta eru þær, sem nú skal greina: Eintrjáningar hafa verið nokkuð algengir í norrænum löndum á bronceöld, einkum fyrri hluta hennar, tímabilinu frá 1800—1000 fyrir Krist. Þeir hafa einkum verið af tveimur gerð- um: í fyrsta lagi litlir eintrjáningar, 4—8 metra langir, aðallega notaðir til veiðiskapar á ám og vötnum eða með ströndum fram. í öðru lagi stórir eintrjáningar, 10—15 metra langir eða lengri, notaðir til hernaðar og í víkingaferðir þeirra tíma. Til endanna hafa bátar þessir ýmist verið sporöskjumyndaðir eða meitillaga, og lítill munur á skut og stefni. Þeim hefur verið róið með lausum árum, og hefur tala ræð- ara farið eftir stærð bátsins. Má gera ráð fyrir, að hinum stærstu hernaðarfleytum af þessari gerð hafi róið 30 menn eða fleiri, 15 á hvort borð. Á sumum þessara báta hefur verið komið fyrir eins konar trjónu á stefni eða skut. Virð- ist það gert til skrauts og til þess valin dýra- höfuð eða þess konar. Er þar sjálfsagt um að ræða fyrirrennara drekahöfðanna á skipum Víkingaaldar. í Lincolnshire-héraði í Englandi hafa fund- izt leifar af eintrjáningi frá bronceöld, sem fræðimenn telja um þrjú þúsund ára gamlan. Er eintrjáningur þessi mjög svo sambærilegur við hinar stærri bergristumyndir af eintrján- ingum, sem fundizt hafa á Norðurlöndum. Bát- urinn í Lincolnshire er 14,8 metra langur, gerð- ur úr miklum eikarstofni, og hefur stofninn verið mjög digur, eða 5^2 meter að ummáli. Botn bátsins reyndist 10 cm. þykkur, en síð- urnar 5 cm. Stefnið er tilhöggvið og allrenni- legt. Fimmtán menn hafa getað róið á hvort borð báts þessa. Þótt eintrjáningar séu þeim lögmálum háðir, að geta aldrei orðið nema ófullkomnir og frum- stæðir farkostir, hljóti að hafa lítið burðarmagn og erfitt sé að neyta þar mikilla segla, eru þeir ekki svo lítilfjörlegar fleytur sem ætla mætti í fljótu bragði. Víkinganökkvar af þessari gerð, 15 metra langir eða stærri, með 30—40 manna áhöfn, hafa vafalaust farið allra sinna ferða í góðu veðri, bæði um Eystrasalt, dönsku sundin, Norðursjó og til Englands. Meira skal ekki full- yrt. Skip þessi, svo löng, mjó og borðlág sem þau voru, hafa sennilega ekki þolað mikinn sjó- gang, enda trúlegt, að oft hafi orðið á þeim mannskaðar. Annars er það ótrúlegt, hve langt menn hafa stundum komizt á lélegum skipa- kosti, og verður því seint staðhæft, að Skandin- avar hinir fornu hafi ekki getað siglt víðar en nú var talið. Smíðuðu skipin, sem eru eins og áður segir, % hlutar bergristumyndanna, hafa verið af ær- ið mismunandi gerðum. Rannsakaðar hafa verið nákvæmlega yfir 3000 sænskar bergristur, flest- ar í Bohuslen og Austur-Gautlandi. Skiptust myndir þessar í sex tegundarflokka. Þar af var eintrjáningum skipt í tvo hópa, annars veg- ar hinum litlu nökkvum, sem eingöngu hafa ver- ið notaðir til fiskveiða og snattferða á fjörð- um inni eða með ströndum fram, hins vegar hinum stóru, margrónu hermannabátum. Ann- ars skal látið útrætt um eintrjáningana, en vik- ið að hinum fjórum flokkum smíðaðra eða sam- settra skipa, og helztu einkennum þeirra, hvers um sig. Fyrsti flofckur bergristumyndanna virðist tákna lítil skip, mjó og borðlág. Bendir allt til V I K I N □ U R 75

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.