Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 8
aðarsamari en hægt er að komast af með í landi. Á skipi verður að eyða dýrmætu lestarrúmi, sem bíður eftir því að fyllast. Þegar svo skipið er orðið fullt, verður það helzt að sigla burt með fenginn ásamt öðrum útbúnaði innanborðs, sem nauðsynlegur er og ég nefndi lítilsháttar í sambandi við efttirlitsskip. Er móðurskipið siglir burt, verður auðvitað að sjá fyrir því að annað sé til staðar, sem geti gegnt hlutverki þess. Þessvegna tel ég, að einfaldlega útbúnar stöðv- ar í landi á nógu mörgum stöðvum, sem liggja næst fiskimiðunum, sé hagkvæmasta fyrirkomu- lagið, þannig hugsað að þær séu einungis hafðar til þess að hægt sé að landa þar aflanum, til geymslu meðan hann biði flutnings heim eða á markað. Yrði hann auðvitað til að byrja með saltaður. Þar væru og geymdar byrgðir handa veiði- flotanum :Salt olía og veiðarfæri og vistir, sem ekki kæmust fyrir í eftirlitsskipinu. Við hverja stöð þyrfti náttúrlega að vera einn eða tveir umsjónarmenn, sem sæju um af- greiðslu vara og móttöku aflans. Víða hagar mjög vel til með aðdýpi, svo auðvelt væri að koma upp smábryggjum úr tré eða steinsteypu við klappir til þess að auðvelda alla löndun. Sjálfsagt teldi ég að hafa, í sambandi við umskipun, litla vélkrana og dráttarvél með hjól- sleðum. Væil hægt, fyrst í stað, að komast af með eitt tæki af hverri tegund í hverri veiðistöð. Myndu þau spara feikna vinnukraft og stytta töf skipanna við löndun og þar með skapa betri hagnýtingu tímans við veiðarnar. Húsakostur þessara stöðva þyrfti ekki að Víöikjarr er víöa í dölum Grœnlands. vera margbrotinn í byrjun. Einfaldir skúrar úr tré, eða járnvarðir, fyrir geymslu á vörum og fiski, og væri jafnvel hægt að komast af með stakkstæði undir fiskinn. Að sjálfsögðu þyrfti að sjá fyrir vatnsleiðsl- um. Sennilegt að þurfi að dæla vatninu með véldælu, víðast hvar. Það yrði að vera við því búið að sumar stöðv- arnar yrðu lítið notaðar, aðrar mikið, því skip- in þurfa að komast af með sem allra styztan siglingartíma á miðin, og mundu þá landa ein- ungis í þeim stöðvum, sem styzta siglingu tæki til, og færa sig til suður eða norður með landinu eftir því sem fiskigöngurnar haga sér. Vegna lokunar landsins, mun ekki kostur á hjá Islendingum að fá stöðvar nema á þeim fjórum stöðum, sem Færeyingar hafa aðsetur í, eða í nágrenni við þær. Þessar stöðvar eru, talið að sunnan: Stóra Hrafnsey ........ á 62' 45° n.br. Syðri Færeyingahöfn .... - 63' 40° — Tovqussaq ..............- 64' 50° — Nyrðri Færeyingahöfn ... - 67' 40° — Á þessum stöðvum þekki ég ekki til að undan- tenknu því, sem hægt er að gera sér hugmynd um út frá korti, nema í Syðri-Færeyingahöfn. Tel ég líklegt að leita' yrði inn í fjörðinn þar, innfyrir Norðmannahöfn, eftir löndunarstöð, mest vegna vatnsins. Þó er hugsanlegt að hægt væri að hafa samvinnu við Færeyinga um bryggjugerð og vatnsleiðslu, ef þeir eru ekki búnir að koma þessu upp hjá sér. Ég held að tiltækilegt væri fyrir íslendinga að setja upp smábryggju austan til í höfninni á vissum stað og leggja vegspotta frá henni þangað, sem nógu slétt væri fyrir stöðvarstæði. En þar er ekkert vatn, og er það ókostur. Vatn- ið yrði að fá að vestanverðu og helzt að hreinsa það áður en það yrði notað, eins og ég hef lýst í fyrri greinum. Þessar stöðvar, sem ég nefndi, liggja allar mjög stutt frá stærstu fiskigrunnunum, og frá þeim er hægt að stunda veiðar á svæði, sem tekur yfir meira en 300 sjómílna svæði frá suðri til norðurs, eða frá Friðriksvon norður undir Disko eða Bjarney, án þess að um teljandi örðugleika sé að ræða vegna vegalengda til stöðvanna. Ég skal viðurkenna, að væru stöðv- arnar hálfu fleiri á þessari vegalengd væri það miklu ákjósanlegra. Miðin sem lægju þá næst hverri stöð, væru þá þessi í réttri röð, frá suðri til norðurs: frá Stóru-Hrafnsey væri sótt á Danagrunn og Friðriksvonargrunn. Frá Syðri Færeyinga- höfn á Fyllugrunn og Fiskinesgrunn. Frá 44 VÍ KIN G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.