Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Side 5
orðaforða inn í sjómannamálið. Það er verk
framtíðarinnar að slípa og fága.
Ég mun nú ekki lengur dvelja við málið á
þessari bók sérstaklega, heldur minnast á nokk-
ur orð og orðtök í sjómannamálinu, sem ég
tel æskilegt að breyta. Þessi orð eru ekki í áður-
nefndri bók, og hér verður frekar um sýnis-
horn að ræða en ýtarlega upptalningu. Ég tek
skýrt fram, að ég vil, að til sé sérstakt sjó-
mannamál, er haldi sínum séreinkennum, og
ég vil viðurkenna miklu fleiri tökuorð en ýms-
um málverndunarmönnum mun þykja góðu hófi
gegna. En jafnframt vil ég benda á, að töku-
orð eru ekki einu einkenni sjómannamálsins.
Það á einnig önnur einkenni, íslenzk að upp-
runa. Orð og orðtök í sjómannamáli þurfa að
vera stutt og þjál, þannig að þau hljómi vel í
öllum fyrirskipunum og leiðbeiningum. Mér
dettur ekki í hug að hrófla við orðum og orð-
tökum, sem á löngum tíma hafa hlotið sína
slípun og öðlazt þegnrétt í málinu. Ég nefni
dæmi. Ræs, glas, klárir í bátana, láta það fara,
híf opp (þó mætti að skaðlausu breyta opp í
upp), meri, hanafætur, brók og svo framvegis.
Ég mun nú víkja að þeim orðum, sem ég
tel þörf að breyta, og verður sú upptalning þó
hvergi nærri tæmandi. Ég byrja á Bugtinni.
Yfir þessu orði hefur mér ævinlega fundizt
hvíla leiðinlegur, danskur lágkúruskapur, enda
frá þeim tíma, er áhrif Dana voru mest hér í
Reykjavík og um Suðurnes. Faxaflói heitir á
dönsku Faxabugt. Ef menn vilja stytta orðið,
skulum við lofa Dönum að nota orðið Bugt, en
íslendingar skulu nota orðið Flói. Sama gildir
um Breiðabugt. Hins vegar hefur Norðlending-
um aldrei dottið í hug að kalla Húnaflóa Húna-
bugt, og er ástæðan vafalaust sú, að dönsk
málsáhrif voru ekki eins rík þar norður frá.
Fiskirí er lítt nothæft af tveimur ástæðum.
Ending þess er óíslenzkuleg. Það er notað í
staðinn fyrir tvö hugtök og skapar þannig mál-
fátækt. Þegar menn segjast vera á fiskiríi, eru
þeir aö veiöum. Og þegar menn tala um gott
fiskirí, er góöur afli. Kvenkynsorðið fiski var
notað til forna, en er nú vart munntamt lengur.
En það réttlætir ekki notkun danska orðsins
fiskeri, þar sem að minnsta kosti tvö betri orð
eru fyrir í málinu. Um borð í togurunum er
mikið af enskum tökuorðum, og stafar það af
því, eins og áður er getið, að togarinn er flutt-
ur inn frá Englandi með öllu saman, einnig
hinum einstöku heitum. Mörg þessi tökuorð ber
vafalaust að viðurkenna í málinu, en þó eru
nokkur, sem ég vildi láta víkja. Orðið troll er
ekki gott. Varpa er betra, botnvarpa og flot-
varpa. Hins vegar kann ég ekki við orðið botn-
vörpungur. Það er of langt. Togari er ágætt
orð, sem er samstofna verknaðarsögninni oJÖ
toga. Trollari heyrist vart lengur nefndur.
Verknaðarheitið hol, sem samsvarar kasti á
síldveiðum, er ekki nothæft. Því til grund-
vallar liggur enska sögnin to haul, sem þýð-
ir að draga eða toga. Ekki finnst mér til-
tækilegt að breyta því í hal, eins og sumir gera.
I þess stað á að nota orðið tog. Þá er það orðið
eitt af ættinni. Skipið heitir togari, verknaður-
inn heitir að toga. Við togum í sæmilegu tog-
veöri á góðum togbotni og fáum skaufa, slött-
ung eða poka í togi, jafnvel 2—3 eða 20 poka í
togi, eftir því, hve mikill fiskur er. Orðið
messenger eða messengír, eftir því hvernig það
er borið fram, er ekki nothæft. Þetta er enskt
orð, sem þýðir sendill, og mætti gjarnan bera
það nafn á íslenzku. Það er styttra og liprara
en sendivír, sem einnig mætti nota, þar sem
nafnið er notað um vír, sem raunverulega er
sendur. Orðið tó er ólánsorð, ekki sízt vegna
þess, að mönnum er ekki ljóst, hvernig á að
stafsetja það, hvort á að rita það með g eða
g-laust, enda skilst mér, að orðið sé óþarft, þar
sem raunverulega er enginn munur á tó og
kaðli. Til grundvallar þessu orði er danska
orðið tov, sem þýðir kaðall eða taug. Þó er
orðið sleftó, sem stundum bregður fyrir, ennþá
verra. Fyrri hluti þess orðs er ummyndun
dönsku sagnarinnar at slæbe, sem þýðir að
draga, og er því hér um dráttartaug að ræða.
En nú erum við komnir að síldveiðun-
um. Þar hafa menn nótarbátana annaðhvort
á langslefi eða á síöu og nota þá síðuslefara.
Hér er úr vöndu að ráða. En líklega verða menn
annaðhvort að hafa bátana aftan í í langdrætti
eða langtogi eða á síðu og nota þá síöutog.
Stundum er talað um kordel og er ekki gott, en
versnar þó, þegar orðið er notað í fleirtölu. Þá
breytist góður kaðall í slæma dela. Kordel er
nefnilega þáttur úr uppröktum kaðli. Við segj-
um, að kaðall sé ýmist þrí- eða fjórþættur, en
ekki með þremur eða fjórum kordelum. Á sum-
um skipum er talað um skælett eða skæletti,
sem er afbökun úr enska orðinu skylight, sem
þýðir orðrétt himnaljós. Þetta er heldur leiðin-,
leg afbökun. Hágluggi hefur verið notaður, en
skjár er betra. Þetta er eins konar þakgluggi.
Oft heyrist talað um ísfiskveiðar, saltfiskveiðar
og jafnvel um fislcimjölsveiðar. SJíkt er auðvitað
hinn argasti hugtakaruglingur. Menn veiða ekki
ísfisk eða saltfisk, heldur veiða þeir fisk í ís,
í salt og í bræðslu.
Ég hef minnzt hér á.fátt eitt og er enda ekki
svo kunnugur sjómannamálinu sem skyldi. Enn
eru nokkur orð, sem ég vildi fá breytt, en hef
VÍKINGUR
5