Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Page 16
honum væri sama, þótt ég ýtti glugganum svo-
lítið upp, eða svolítið niður. Á því mundi hann
sjá, að við töluðum sömu tungu, og sennilega
yrði hann guðsfeginn að fá einhvern að spjalla
við í ókunnu landi. Auk þess yrði hann mér
þakklátur fyrir hvers konar aðstoð, sem ég gæti
veitt honum, túlkun og þess háttar.
Auðvitað bjóst ég aldrei við, að ég þyrfti ekki
annað en tala við hann. Á því mundi ég eflaust
verða margs vísari um hann, en ég gerði ráð
fyrir, að ég yrði að drepa hann áður en ég
kæmist að öllum sannleikanum. Ég hefði drepið
hann um nótt, býst ég við, milli járnbrautar-
stöðvanna tveggja, sem lengst eru hvor frá ann-
arri, eftir að farangur okkar hefði verið skoð-
aður og vegabréf okkur stimpluð á landamær-
unum, og við búnir að draga tjöldin fyrir glugg-
ana og slökkva Ijósið. Ég vissi meira að segja,
hvað ég ætlaði að gera við líkið, við harða hatt-
inn og regnhlífina og brúnu hanzkana, en að-
eins ef nauðsyn krefði, aðeins ef hann vildi ekki
veita mér það, sem ég girntist, á nokkurn annan
hátt. Því að ég er hógvær maður og seinþreyttur
til vandræða.
En nú hafði hann kosið að fara með flug-
vél, og ég gat ekkert við því gert. Ég elti hann
auðvitað, sat í næsta sæti fyrir aftan hann, sá
hve hræddur hann var við þessa fyrstu flug-
ferð sína, hvernig hann lagði harða hattinn
varlega á hnén og forðaðist lengi vel að líta á
sjóinn fyrir neðan, heyrði hvemig hann tók
örlítil andköf þegar grár vængurinn reis upp
eins og mylluvængur og húsin virtust hallast
niðri á jörðinni. Mér er nær að halda, að hann
hafi iðrast þess oftar en einu sinni, að hafa
sparað sér dag.
Við stigum samtímis út úr flugvélinni, og
hann lenti í svolitlu þjarki við tollverðina. Þá
túlkaði ég fyrir hann. Hann leit á mig forvitn-
islega og þakkaði mér fyrir. Hann var einfaldur
og glaðlyndur — nú er ég aftur farinn að full-
yrða um það, sem ég get aðeins gizkað á af
orðum hans og látbragði. Hann virtist vera
einfaldur og glaðlyndur, en þó held ég, að and-
artak hafi vaknað hjá honum einhver tor-
tryggni, einhver grunur um, að hann hefði séð
mig einhvers staðar áður, í sporvagni eða stræt-
isvagni, í almenningsbaðhúsi, undir járnbraut-
arbrúnni eða í einhverjum stiganum, þar sem
við vorum alltaf að mætast. Ég spurði hann,
hvað klukkan væri. Hann sagði: „Hér seinkum
við úrum okkar um klukkustund“. Og hann
ljómaði allur af heimskulegri ánægju yfir því
að hafa ekki einungis sparað sér dag, heldur og
klukkustund að auki.
16
Við drukkum saman brennivínsstaup, nokkur
staup. Hann var hlægilega þakklátur fyrir að-
stoð mína. Við drukkum bjór á einum stað, gin
á öðrum, og á þeim þriðja heimtaði hann að
ég drykki með sér flösku af spönsku víni. Við
urðum vinir um stundarsakir. Mér varð hlýrra
til hans en nokkurs annars manns, sem ég hef
þekkt, því að eins og á sér stað um ástir karls
og konu, var þessi tilfinning mín blandin for-
vitni. Ég sagðist heita Robinson, og þá ætlaði
hann að rétta mér nafnspjald, en .meðan hann
var að leita að því, drakk hann glas af víni og
gleymdi því. Við vorum báðir orðnir dálítið
kenndir. Loks fór ég að kalla hann Fotheringay.
Hann leiðrétti það ekki, og ef til vill hefur það
verið nafn hans, en mig rámar í að ég hafi líka
kallað hann Douglas, Wales og Canby, án þess
að hann hefði neitt við því að segja. Hann var
mjög örlátur, og mér veittist auðvelt að tala við
hann. Heimskir menn eru oft félagslyndir. Ég
sagðist vera í miklum vanda staddur, og þá bauð
hann mér peninga. Hann gat ekki skilið, hvað
það var, sem ég girntist.
„Nú hafið þér sparað yður dag“, sagði ég.
„1 nótt getið þér komið með mér í hús, þar
sem ég þekki til“.
„Ég verð að taka lestina í kvöld“, svaraði
hann. Hann sagði mér, hvert förinni væri heit-
ið, og varð ekkert undrandi þegar ég sagðist
ætla þangað líka.
Við drukkum saman allt þetta kvöld og urð-
um samferða á járnbrautarstöðina. Ég ætlaði
að drepa hann, ef ekki yrði hjá því komizt. Ég
hugsaði með mér í fullri góðsemi, að ef til vill
mundi ég leysa hann úr þeim vanda, að hafa
sparað sér dag. En þetta var lítil og hægfara
lest, sem kom við á hverri stöð, og á hverri
stöð stigu nokkrir farþeganna út úr henni, og
aðrir komu inn í staðinn. Hann heimtaði að
fara á þriðja farrými, og klefinn var aldrei
tómur. Hann kunni ekkert orð í málinu, og
brátt hallaði hann sér út af í horninu sínu og
sofnaði. Það var ég, sem vakti og varð að hlusta
á dauðleiðinlegt þvaður farþeganna, vinnukonu
kvartandi yfir húsmóður sinni, bóndakonu
rausandi um markaðinn, hermann blaðrandi
um kirkjuna, og einhvern náunga, sem víst var
skraddari, um hórlifnað, kornmaðkinn og upp-
skeruna í hitteðfyrra.
Klukkan var orðin tvö um nóttina, þegar við
komum á leiðarenda. Ég gekk með honum til
hússins, þar sem vinir hans áttu heima. Húsið
var skammt frá járnbrautarstöðinni, og ég
hafði engan tíma til ráðagerða, né heldur til
framkvæmda, þótt ráðagerðin hefði verið til-
búin. Garðshliðið var opið, og hann bauð mér
V í K I N □ U R