Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Qupperneq 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Qupperneq 17
inn. Ég hafnaði boðinu, kvaðst ætla að halda áfram til gistihússins. Hann sagði, að vinir sínir mundu með ánægju veita mér gistingu, það sem eftir væri næturinnar, en ég afþakk- aði boðið. Ljós var í stofu á neðstu hæðinni, og tjöldin ekki dregin fyrir gluggana. Þar sat maður sofandi í stól við stóran ofn, og þar stóðu glös á bakka, viskýflaska, tvær bjórflösk- ur og löng og uppmjó flaska af Rínarvíni. Ég gekk til hliðar, en hann fór inn, og svo til sam- stundis fylltist stofan af fólki, sem heilsaði hon- um glaðlega. Þar var kona í greiðslusloppi og ung stúlka, sem sat hringuð í stól með beinaber hnén upp við hökuna, og þrír karlmenn, tveir þeirra nokkuð við aldur. Ekki drógu þau tjöld- in fyrir gluggana, þótt.hann hlyti að gruna, að ég stæði fyrir utan og horfði á þau. Það var kalt í garðinum og blómabeðin þakin arfa. Ég rak höndina í þyrnóttan runna. Það var engu líkara en þau væru að sýna mér samhug sinn og góðan félagsskap af ásettu ráði. Vinur minn — ég kalla hann vin minn, þótt við værum raunverulega aðeins kunningjar og ekki vinir nema meðan við vorum báðir drukknir — hann sat mitt á meðal þeirra allra, og ég sá það á því, hvernig varir hans bærðust, að hann var að segja þeim margt, sem hann hafði aldrei sagt mér. Einu sinni sýndist mér á vörum hans, að hann segði: „Ég sparaði mér dag“. Hann virtist einfaldur og góðlyndur og ham- ingjusamur. Ég gat ekki þolað þessa sjón til lengdar. Það var ósvífni af honum að halda slíka sýningu á sjálfum sér frammi fyrir mér. Og síðan bið ég þess sí og æ, að þessi dagur, sem hann sparaði sér, megi geymast og geym- ast þar til loks að hann verður að þola hinar áttatíu og sex þúsund og fjögur hundruð sek- úndur hans þegar hann á eins bágt og frekast má verða, þegar hann fylgir einhverjum öðrum eins og ég fylgdi honum, sem skugginn hans eins og sagt er, svo að hann verður að staldra við, eins og ég varð að gera, til þess að segja við sjálfan sig: Menn geta þefað af mér, menn geta þreifað á mér, menn geta heyrt til mín, ég er enginn skuggi, ég er Fotheringay, Wales, Canby, ég er Robinson. Skipskettir Margir sjómenn telja skipskettina góða veður- vita. Sé kötturinn órólegur og æði fram og aftur, er von á þrumuveðri. Sé værð á kisu, veit það á langvarandi veðurblíðu. Von er á þoku og dimm- viðri, ef kisa er ófáanleg til koma undir þiljur. — Það veit á rok, ef kisa mjálmar ámátlega, og kemur það úr þeirri átt, sem hún snýr höfðinu, meðan á söngnum stendur. Frá hafi til hafnar Hafnaryfirvöldin í Singapore eru í vandræðum vegna þess, að smyglarar vaða þar uppi. Smyglvaran er mót- að gull frá Honkong, Siam og Indlandi, sem flutt er til Indonesíu. * 300 olíuflutningaskip, yfir 24 þús. brúttótonn, eru ýmist fljótandi, í smíðum eða í pöntun. * Þrátt fýrir mikla samkeppni flugvéla í flutningi far- þega, náði farþegaflutningur með skipum frá Banda- ríkjunum og Canada til Evrópu hámarki 1952. * Indverska stjórnin hefur tvöfaldað öll vitagjöld, til þess að flýta fyrir upphyggingu vitakei'fisins meðfram ströndum Indlands. * Sovétstjórnin er sögð undirbúa fastar áætlunarferðir frá Odessa til Austurlanda, með þýzkum línuskipum, sem sökkt var í stríðinu, en hefur verið náð upp og endurnýjuð. * Franska björgunarskipinu, sem unnið hefur að því að bjarga úr rómversku skipi, sem sökk út af Ile de Riou á 3. öld, hefur tekizt að ná úr lestum skipsins talsverðu af mjög merkilegum fornminjum. * Tankskipafloti Panama nam í júnílok 193 skipum, samtals 2,9 millj. tonn, en 144 af þessum skipum voru mjög gömul og léleg. * Bretar flytja nú inn % af hveiti, er þeir neyta, Vs af eggjum, % af osti, næstum því allt sem þeim neyta af smjöri, helming af svínsfleski, kinda- og lambakjöti og fjórða hluta af nautakjöti. * Skandinaviskir sjómenn eru sagðir heimta að björg- unarflekar, svipaðir og notaðir voru á stríðsárunum, verði settir um borð í skipin aftur. * Þrátt fyrir endurbætur á höfnunum í Ástralíu, kvarta skipaeigendur yfir því, að losun skipa taki helmingi lengri tíma en 1939. * Alþjóðasamband gimsteinaframleiðenda hefur heitið 16 þús. sterlingspunda verðlaunum fyrir upplýsingar, sem leiða kynnu til stöðvunar á smyglfaraldri þeim, sem á sér stað á skipum, sem eru í förum milli heims- álfanna, en talið er að skipshafnirnar séu virkir þátt- takendur í slíku smygli í mjög stórum stíl. * Kanadiskir hagfræðingar, sem vinna að því að ná verzlunarjöfnuði milli Kanada og Bretlands, hafa bent á að ef Kanada kaupi 6% meir frá Bretlandi, á kostnað innflutningsins frá Bandaríkjunum, muni verzlunar- jöfnuðurinn tryggður. V I K I N □ U R 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.