Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Síða 19
^Ti&nimaóur:
*
Landhelgi Islands
Það er mikið ritað og rætt um nýju land-
helgislínuna. Hin nýja reglugerð gekk í gildi
15. maí 1952, um fjögra sjómílna landhelgi,
friðun fjarða og flóa fyrir botnvörpu- og
dragnótaveiðum allra þjóða.
Þessar sjálfsögðu og lífsnauðsynlegu aðgerðir
stjórnarvaldanna hafa eðlilega valdið sums-
staðar óánægju. Hjá því varð ekki komizt. Til
þess liggja ýmsar ástæður. Rýmkun landhelg-
innar breytti og nam á brott áratuga gamlar
venjur, sem óhjákvæmilega komu verulega við
athafnir og afkomu fjölda innlendra og erlendra
einstaklinga, a. m. k. til að byrja með.
Rýmkun landhelginnar er tvímælalaust mesta
hagsmunamál Islendinga í bráð og lengd, sem
verður einnig til hagsbóta þeim þjóðum, er
sækja á fiskimiðin hérlendis. Þörfin var knýj-
andi. Eins og komið var, horfði til auðnar. Með
síaukinni tækni við veiðarnar, stærri og fleiri
skipum og veiðnari veiðarfærum, varð afla-
magnið þverrandi hjá öllum þeim, er fiskveiðar
stunduðu. Er það ekki ein af ömurlegustu stað-
reyndunum, um þverrandi fiskimagn á miðun-
um og rányrkju síðustu tíma, að glæsilegustu
fiskiskipin, nýsköpunartogararnir íslenzku, hafa
síðustu árin í æ ríkara mæli orðið að flýja á
fjarlæg fiskimið til fanga? Þessi margumtalaða,
dáða og lofaða „gullkista", fiskimiðin djúpt og
grunnt við strendur landsins, voru að tæmast
og svaraði ekki kostnaði að gera út á þau, vegna
ofveiði og rányrkju erlendra og innlendra botn-
vörpuskipa, og ekki hvað minnst dragnótaveið-
anna, sem stundaðar hafa verið allt upp að
landsteinunum í áratugi.
Með reglugerðinni frá 15. maí er horfið frá
auðn og tortímingu, en lagður grundvöllur að
friðun og vernd grunnmiðanna. Það veltur á
mjög miklu, að friðunar- og fiskiræktarsvæðið
fáist viðurkennt af þeim aðilum, sem sótt hafa
á þessi svæði, að þeir skilji að þessar ráðstaf-
anir eru einnig í þeirra þágu. Sjórinn, sjósókn
og fiskveiðar er óaðskiljanleg þrenning fyrir líf
og afkomu íslendinga. Gegnum aldirnar hafa
fiskveiðar í sjó verið önnur lífæðin, sem fætt
hefur og klætt landsmenn, og veitt þeim mann-
dóm og menningu fram á þennan dag. Ef sjór-
inn bregst, er vá fyrir dyrum. Sjórinn og mold-
in eru þær lindir, sem íslenzka þjóðin hefur á
öllum tímum sótt í og ausið úr. Misjafnlega
mikið á hverjum tíma, en þó það mikið, að frá
þessum auðlindum hefur hún náð þeim andlega
þroska og efnislegu framförum, er nú blasa við
öllum þeim, er vilja sjá. Landhelgislínan nýja
er því umgjörð, um fjöregg þjóðarinnar, upp-
eldis- og þroskastöðvar nytjafisksins. Þar er
sá lundur, sem Islendingar verða að set ja metn-
að sinn og manndóm í að vernda og viðhalda.
Ef þeir ekki gera það, hverjir gera það þá?
Það er vitað, hve botnvörpu- og dragnótaskip-
in brugðust drengilega við, þegar reglugerðin
gekk í gildi. Þá fóru þau ýmist í höfn og hættu
veiðum eða færðu sig út fyrir nýju línuna. Þetta
er þegnskapur, sem ber að virða, þar sem það
er vitað, að mörg þessara skipa og báta verða
að hætta þessari veiðiaðferð fyrir fullt og allt,
sökum þess að víðast hvar geta þau ekki stundað
veiðarnar með sæmilegum árangri utan nýju
línunnar.
Með sárafáum undantekningum hafa menr. á
dragnótabátum og smærri og stærri botnvörpu-
skipum skilið nauðsyn friðunarinnar og sýnt,
löghlýðni og drenglyndi. En það háfa, því mið-
ur, sannast á nokkra menn ólöglegar veiðar í
landhelgi síðan landhelgin var stækkuð, og vitað
er um aðra, sem ekki hefur þó verið hægt að
sanna á brotið. Þeir menn, sem þannig haga
sér, eru illa séðir í sínum eigin heimahögum.
Þeir koma stundum með mikla veiði og storka
þannig heiðarlegum og löghlýðnum mönnum,
sem breytt hafa um veiðiaðferðir. Því er jafn-
vel dróttað að íslendingum, að þeir ívilni sínum
fiskimönnum um botnvörpuveiðar í landhelgi,
og að þeir hafi sézt veiða þar. Það er erfitt um
vík að afsanna slíkan söguburð, þó að vitað sé,
að hann er ósannur, þegar sannanlegt er, að
íslenzkir fiskimenn hafa verið teknir að óliig-
legum veiðum í landhelgi og aðrir grunaðir.
Framh. á bls. 21.
VÍKI N □ UR
19