Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Síða 20
Ný aðferð við skipasmíðar:
60 feta bátur úr aluminium
Síðastliðið sumar fór stærsti aluminíumbát-
ur, sem smíðaður hefur verið í Englandi, í
reynsluför sína hjá Southampton. Það var
Tonquin, 14 smálestir, smíðaður hjá Grimston
Astor, Ltd í Bideford. Bátur þessi sýnir marga
kosti fram yfir eldri gerðir: ganghraðinn er
mikill, hann er léttur í vöfum og lætur fljótt
og vel að stjórn, reksturskostnaður og viðhalds
ei stórum lægri, og þetta þakka skipasmiðirnir
hinni nýju aðferð, sem þeir hafa tekið upp við
smíði slíkra skipa og kalla mætti „spennu-að-
ferðina". Þessi aðferð minnir nokkuð á það,
sem tíðkast við smíði flugvéla. Alumíníumplöt-
urnar, sem mynda eiga skipsskrokkinn, eru
mótaðar flatar og tengdar saman og þverbönd-
unum komið fyrir. Síðan eru hliðarnar spennt-
ar upp, eins og lögun skipsins á að vera, en
af því leiðir, að fjaðrakraftur myndast >g helzt
við í skipsskrokknum. Áður hafði sama félag
smíðað bát af þessari gerð fyrir Pakistan-
stjórn, eftirlitsbátinn Ain-al-Bahr, sem notaður
er á fljótum austur þar.
Mikill kostur við „spennu-aðferðina“ er það,
að bát, sem ætlaður er til útflutnings, má senda
sem flatar plötur og setja hann svo saman á
áfangastað.
Til m.s. Tonquin hefur verið vandað svo sem
mest má verða og hann búinn hverskonar þæg-
indum, þar á meðal sal, sem breyta má í svefn-
sal í skjótri svipan. Þilfarið er lagt tekviðar-
borðum yfir aluminíumplöturnar, og hinn létti
efniviður skipsins veldur því, að allur viðhalds-
kostnaður verður óvenjulega lítill. Tonquin var
smíðaður fyrir Mr. John Astor, og á að kynna
hina nýju skipasmíðaaðferð, þegar hann heim-
sækir erlendar hafnir.
ZD
V I K I N G U R