Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Page 24
Stundvísa konan
SAGA EFTIR JOHN O’HARA
Lára var fyrsti farþeginn, sem tók sér sæti
í járnbrautarvagninum, eins og hennar var von
og vísa. Hvort sem hún ætlaði í ferðalag, til
tannlæknisins, í leikhús eða heimboð, var Lára
alltaf stundvís kona. Það var nærri því galli
á Láru, hve stundvís hún var. Til dæmis var
henni vel kunnugt um það, að heima í bænum,
þar sem hún bjó, litu kunningjar hennar út
um gluggann og sögðu, er þeir sáu hana á leið
til veizlu eða á eitthvert annað mannamót: „Það
liggur ekkert á. Hún Lára er rétt að leggja af
stað“. Stundvísi hennar varð þess valdandi, að
hún varð oft að bíða- eftir öðru fólki. Fyrir
nokkru síðan hafði hún til dæmis verið látin
bíða mjög lengi. Og nú var maðurinn hér kom-
inn, sem hafði látið hana bíða, og var að setjast
í hinum enda vagnsins.
Þótt tíu ár væru síðan, þekkti hún hann
strax, áður en hún sá andlit hans. Hann var
líka óvenju glæsilegur í vexti. Henni varð hugs-
að til þess, er hún sá þessar herðar, hvernig
hann hafði kreist hana og kramið, og um leið
fylltist hún þrá, sem hún hataði og fyrirleit. Þó
áttaði hún sig í tíma og bar höndina fyrir
augun, um leið og hann sneri sér við og settist
niður.
Lestin rann af stað. Frank var niðursokkinn
í blaðið sitt, og tíu stólum frá honum sat Lára
með hinar auðmýkjandi minningar sínar um
dag einn fyrir áratug, þegar hún hafði beðið,
og beðið ein og árangurslaust. Hún mundi svo
glöggt eftir staðnum, og ekki að ástæðulausu.
Það var ódýr og fremur leiðinleg knæpa, sem
hann hafði valið vegna þess, að enginn þekkti
hana þar. „Ég skal hringja þangað og biðja
þá að búast við þér, og þú skalt ganga beint
gegnum salinn og setjast í innsta básinn. Þú
munt engan þekkja þar, en það er samt viss-
ara“. Hann hafði verið svo yndislega nærgæt-
inn, eins og alltaf, en það var hrokafull nær-
gætni hins sterka.
Þegar hún kom inn í knæpuna, var engu
líkara en að veitingamaðurinn þekkti hana. „Já,
frú, þér ætlið að hitta herra Hillman. Þessa
leið, gerið þér svo vel“. Hann fylgdi henni inn
í básinn, og hún pantaði fyrsta vínglasið. Hún
hafði skilið töskurnar sínar eftir frammi í veit-
ingasalnum, og eflaust grunaði hann, hvað um
væri að vera. Hann var að reyna að taka þessu
á afar heimsborgaralega vísu, afar franska
vísu, eins og það væri honum daglegur við-
burður að taka á móti ungum konum, sem voru
að strjúka frá eiginmönnum sínum og hlaupast
á brott með öðrum mönnum.
Það var aðdáun, en engin ósvífni, í augna-
ráði hans, er hann færði henni fyrsta glasið.
Aðdáunin vék fyrir meðaumkun og örlítilli
hæðni, þegar hún hafði beðið í tvær klukku-
stundir og drukkið sex glös. Þá fór hún heim.
Frank hafði seinna reynt að komast í samband'
við hana eftir venjulegum leiðum þeirra, en hún
hafði ekki svarað.
„Hádegisverðurinn er tilbúinn, matvagninn
fremst“. Hann stóð yfir henni og brosti niður
til hennar. „Sæl, Lára“.
„Nei, er það Frank“, sagði hún og var dálítið
upp með sér af því, að geðshræringin heyrðist
ekki á rödd hennar.
„Viltu brjóta brauð með mér?“
„Já, auðvitað“. Hún reis á fætur, og þau
gengu fram í matvagninn, en töluðu ekki saman
fyrr en þau voru búin að panta. Hún vonaði,
að aldurinn og sólarbirtan væru henni eins
miskunnsöm og honum. Hann var enn mjög
laglegur maður.
„Ég er þér mjög þakklátur", sagði hann.
„Hvers vegna? Fyrir hvað?“
„Fyrir að þú vilt tala við mig. í tíu ár hef
ég þráð að geta sagt þér frá þeim degi. Ég
veit, að þú álítur mig auðvirðilegan þorpara,
að þér finnst, að ég hefði að minnsta kosti átt
að hringja til þín. En þú gafst mér aldrei tæki-
færi til að segja þér, hvað kom fyrir. Veiztu,
hvað það var?“
„Hvað var það, Frank?“
„Ég fótbrotnaði, í bókstaflegri merkingu. Ég
varð fyrir bil á leiðinni til knæpunnar. Þegar
ég raknaði úr rotinu í sjúkrahúsinu, var orðið
of seint að hringja til þín, jafnvel þótt ég
hefði getað komizt fram úr rúminu, en það
komst ég ekki í nærri því þrjá mánuði“.
„Var það svo ?“ sagði hún.
24
VIKING.UR