Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Síða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Síða 27
Föðurgleði 5MÁ5AGA EFTIR PUTMAN WEALE Jón Villard hafði eytt tíu kvöldum aleinn í litla verkstæðinu sínu í kjallaranum. Hann hafði unnið sleitulaust og af hinum mesta áhuga við smíði lítillar skútu, sem hann ætlaði að gefa syni sínum — hann hafði í ákafa vinnunnar skorið sig fjórum sinnum í fingur, klínt fernis- olíu í nýjar buxur og rifið tvær skyrtur. Allt þetta gerði herra Jón Villard í örvænt- ingarfullri viðleitni til þess að verða ekki talinn minni maður en nábúi hans, herra Rex Nor- man. En einn sólbjartan morgun stóð skonnortan loks fullsmíðuð, gljáandi af lakki og fagurlega búin með rá og reiða — sem sagt: skonnortan var í alla staði haffær og tilbúin að sigla jóm- frúferðina á skurðinum í Rósagarði. „Nei, en hvað hann verður glaður!“ sagði Júlíana hrifin. „Jói hefur ekki talað um annað í þrjár vikur en fallega bátinn, sem Norman bjó til handa Axel“. Jafnskjótt og Villard heyrði konu sína nefna Norman og 10 ára sonarafmánina hans, varð svipur hans harður og alvörugefinn. „Mér stendur öldungis á sama hvað pabbi Axels hefur búið til handa honum!“ tilkynnti hann. „Ég ákvað bara, að Jói skyldi fá þessa skútu, úr því hann leikur sér svona mikið niðri við skurðinn“. stjórnarhætti á Grænlandi, og gildir leyfið auðvitað aðeins fyrir hvert það þjóðfélag, sem leyfið hefur veitt. Þjóðarétturinn heimildar ekki aðeins það, að gjalda lílcu líkt og að hefna jafnmikið og tilverknaðurinn var, heldur er í sérhvérri kennslubók í þjóðarétti gerð grein fyrir þessu tvennu meðal úrræða þjóðaréttarins til frið- samlegrar úrlausnar á deilumálum milli ríkja. íslendingar mega vera við því búnir að Danir haldi því fram, að lokun Grænlands sé lögleg. Ekki skulum við harma slíka fullyrðing af þeirra hálfu, því ekki rýrir það rétt okkar til þess, að gjalda þeim líku líkt. Aðeins það verðum við að hafa í huga, að núver- andi lokunarlög Grænlands, er Danir beita nú gegn oss, voru 1776 sett af einvaldskonungi íslands, og að það er því að forminu til á valdi núverandi löggjafa íslands, að mega nema þau úr gildi. Þegar við erum búnir að snúa lokunarlögum Græn- Hann leit beisklega til konu sinnar og hélt áfram: „Ég held alls ekki, að Jói hafi gott af að umgangast þennan Axel svona mikið“. „Vitleysa", sagði Júlíana. „Axel er ágætur leikbróðir fyrir Jóa, og það veiztu vel sjálfur. Ég hitti mömmu hans á dögunum, og ég held ég hafi aldrei hitt elskulegri og gáfaðri konu“. „Sjálfsagt ekki eins gáfuð og maður hennar, þessi óviðjafnanlegi Norman“, hreytti Jón úr sér, „stórskyttan, íþróttamaðurinn, stríðshetjan með öll heiðursmerkin, þessi —“. „Ekki þennan hávaða!“ sagði Júlíana. „Auk þess kemur okkur ekki við, hvað Norman finnst tilhlýðilegt að segja syni sínum“. „Það er ekki heldur meiningin“, svaraði Villard, „þegar Axel segir Jóa frá öllum þess- um frábæru afrekum föður síns, og Jói fer smám saman að líta smáum augum á mig, þá —“. „0, þvættingur“, sagði kona hans. „Hafi Norman talið syni sínum trú um, að hann væri ljónadrápari, þá eru það meiri en litlar ýkjur — hann hefur einu sinni skotið tófu ... Mikil ósköp, hann hefur gortað, en það gera nú allir feður!“ Þegar Villard afhenti gjöfina seinna um dag- inn, ljómuðu augu Jóa. lands upp á dönsk (og færeysk) fiskiskip, danska (og færeyska) menn, danskan (og færeyskan) atvinnurekst- ur hér á landi, munu Færeyingar og heildsalarnir í Kaupmannahöfn kippa í pilsfaldinn á maddömu Sör- ens og beiðast aðstoðar gegn íslendingum, og maddam- an mun þá fara fram á samninga um þetta. Þá getur land vort gengið til samninga, en þó einungis með full- nægjandi fyrirvara um óskertan yfirráðarétt sinn yfir Grænlandi, þrátt fyrir samningana og þann árangur, er af þeim kynni að verða. Þetta er hægt að hafa á bogastrengnum. En það kem- ur alls ekki í staðinn fyrir Grænlandstillögur Péturs Ottesens. Þeim verður að framfylgja og það fast. Hins vegar gæti lokun íslands jafnframt þeim verið Dönum þarfleg hugvekja um það, hvar þeir standa. Reykjavík, 20. nóvember 1952. Jón Dúason. VÍ K I N G U R 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.