Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Qupperneq 32
Björgunarskipið „María Júlía“.
Kvennadeildir.
I flestum deildum félagsins starfa bæði kon-
ur og karlar, en þó eru starfandi 23 kvenna-
deildir, og eru þær í öllum kaupstöðum og mörg-
um stærri kauptúnum landsins. Fyrsta kvenna-
deildin var stofnuð í Reykjavík 1930. Hafa kon-
umar reynst frábærlega fórnfúsar og áhuga-
samar um vöxt og viðgang félagsins, og sér-
staklega afkastamiklar í sambandi við fjáröfl,-
un til starfseminnar.
Árangur starfsins.
Skýrslur sýna, að á þeim 25 árum, sem Slysa-
varnafélag íslands hefur starfað, hefur verið
forðað úr lífsháska 5251 manni. í þessum hóp
eru 796 menn, sem björgunarsveitir hafa bjarg-
að úr bráðri hættu beinlínis með tækjum S.V.
F.í. Dauðsföll af skipströndum, sem áður voru
hér mjög tíð, eru nú orðin sjaldgæf.
Þótt þeir séu því orðnir margir, sem félagið
hefur bjargað beinlínis, eru hinir vafalaust
miklu fleiri, sem það hefur orðið að liði með
aldarfjórðungsstarfi að auknu öryggi skipa svo
og með því að kalla á hjálp og liðsinna á ann-
an hátt.
Félagið hefur stöðugt verið að færa út verk-
svið sitt, og telur sér engar slysavarnir óvið-
komandi, hvort heldur sem er á sjó eða landi.
Stjórn og starfslið.
Fyrstu stjórnar félagsins er áður getið. —
Forsetar þess hafa verið fjórir: Guðmundur
Björnsson (1928-1931), Þorsteinn Þorsteinsson
(1932-1937), Friðrik Ólafsson (1938-1939) og
Guðbjartur Ólafsson (frá 1940).
Núverandi stjórn er skipuð eftirtöldum mönn-
um: Forseti Guðbjartur Ólafsson, hafnsögu-
maður; varaforseti Sigurjón Á. Ólafsson, fyrr-
verandi alþingismaður; gjaldkeri Árni Árna-
son, kaupmaður; ritari Friðrik V. Ólafsson,
skólastjóri. Meðstjórnendur frá Guðrún Jónas-
son, frú Rannveig Vigfúsdóttir og Ólafur Þórð-
arson, skipstjóri. Ennfremur sitja í stjórn fé-
lagsins fyrir hönd landsfjórðunganna: Fyrir
Vestfirðingafjórðung Þórður Jónsson, bóndi;
fyrir Sunnlendingafjórðung Gísli Brynjólfsson,
prestur; fyrir Norðlendingafjórðung Júlíus
Havsteen, sýslumaður, og fyrir Austfirðinga-
fjórðung Árni Stefánsson, útgerðarmaður.
Fyrsti starfsmaður félagsins og hinn eini um
langt skeið var Jón E. Bergsveinsson, erindreki.
*
* *
Slysavarnafélagið hefur stöðugt
verið aið færa út kviarnar. Einhver
yngsti þáttur starfsemi þess er rekst-
ur sjúkraflugvélar, er félagið á og
rekur ásamt Birni Pálssyni flug-
manni. Bætir sú starfsemi úr brýnni
þörf og hefur þegar bjargað manns-
lífum.
Myndin til hægri er af sjúkraflug-
vél S.V.F.I. og Birni Pálssyni flug-
manni.
* *
*
32
V I K I N □ U R