Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Síða 34
Minningarorð:
Sigurður Guðni Jónsson
sklpst|órl
Árið 1952 er liðið hjá, aðeins minningarnar hafa
numið staðar hjá okkur. Margar þessara minninga eru
bjartar og fagrar, aðrar daprar og sorgblandnar. Meðal
þeirra minninga, sem einna dýpst mótuðust í þjóðarsál-
ina, er ein frá fyrstu dögum ársins. Ofsaveður æddi yfir
sjó og land og gerði margs konar tjón. í því veðri
fórst vélbáturinn „Yalur“ frá Akranesi með allri áhöfn.
Formaður á honum var Sigurdur Guðni Jónsson, sem
ég vil minnast hér fáum orðum. Hann var sonur Jóns
Sigurðssonar, Guðmundssonar í Lokinhömrum í Arnar-
firði. Móðir hans er Guðrún Guðjónsdóttir, ættuð úr
Haukadal í Dýrafirði. Sigurður Guðni fæddist í Lokin-
hömrum 21. október 1918, og var því aðeins 33 ára,
þegar hann lézt. Það var stuttur æviferill, ef eingöngu
er miðað við árin, en sé einnig miðað við atorku, af-
köst og lífsreynslu, var ævi hans raunverulega orðin
mun lengri. Þegar Sigurður Guðni var 7 ára gamall,
varð hann fyrir fyrstu þungu reynslunni, er hann missti
föður sinn í sjóinn. Næstu ár var hann á ýmsum bæjum
í Auðkúluhreppi í Arnarfirði með móður sinni. Þótt
Guðrún ætti við ýmsa erfiðleika að etja, reyndi hún
af fremsta megni að ala drenginn sinn þannig upp, að
hann yrði sem nýtastur maður. Og þeir eðlisþættir voru
til staðar í piltinum, að vonir og óskir móðurinnar urðu
sér ekki til skammar.
Sigurður Guðni var meðalmaður á hæð, fremur grann-
vaxinn, ljóshærður, laglegur. Svipurinn var hýr og góð-
legur og lék oft hlýlegt bros um hraustlegt andlitið.
Þótt hann væri hvorki hár né þrekinn, var hann vel
knár. Hann var góður verkmaður, bæði á sjó og landi,
lagtækur í betra lagi, og fékkst um tíma talsvert við
smíðar. Hann var félagslyndur og bráðskemmtilegur í
hópi góðra vina. Kom það þá fyrir, að hann tók „skál“
með félögum sínum, en aldrei varð neitt mein að því,
svo ég vissi til. Hann var greiðvikinn og góðgjarn.
Orðvar var hann vel, en stundum góðlátlega glettinn
og gamansamur. Honum varð vel til vina og var hann
vinfastur. Tryggur var hann móður sinni, og bar þá
von í brjósti, að sér mætti verða auðið að launa henni
liðin ár með því að styrkja hana og styðja á efri ár-
um hennar. En forlögin höguðu því á annan veg.
Þegar Sigurður Guðni var 15 ára fór hann fyrsta
skipti á vertíð. En þótt hann síðar fengizt við ýmis
störf, auk sjómennskunnar, var hún þó alltaf óska-
starf hans.
Hann kvæntist 15. júní 1944 Sigríði Ólöfu Sigurðar-
dóttur frá Króki á Skagaströnd, afbragðs konu. Voru
þau fyrst að Dynjanda í Arnarfirði hjá Guðrúnu móð-
ur Sigurðar og síðari manni hennar, Guðmundi Jó-
hannssyni frá Horni í Arnarfirði. En þar festu þau
ekki yndi, einkum vegna þess, að Sigurður vildi brjót-
ast áfram til efnalegs sjálfstæðis, og hugur hans stóð
meira til sjávar- en sveitarstarfa. Fluttu þau því suður
á Vatnsleysuströnd. Hófust nú baráttutímar hinna ungu
hjóna við að lyfta sér til gengis og góðrar afkomu.
En loks kom þó að því langþráða atriði í lífi Sigurð-
ar, að hann komst í Stýrimannaskólann. Það var að
vísu erfitt fyrir fjölskyldumann að brjótast áfram á
menntaveginum, þar sem ekki var af öðrum efnum að
taka en afköstum tápmikils ungs manns. En allt fór
að óskum. Sigurður tók svo próf vorið 1951, og hafði
þar með náð því stigi á náms- og skólabrautinni, sem
honum nægði. Tveimur árum áður hafði hann flutt til
Akraness. Þar gerðist hann fljótt stýrimaður á vélbátn-
um „Ásmundi". Á síldarvertíðinni 1951 var hann for-
maður á vélbátnum „Fylki“. En um áramótin 1951-
1952 tók hann svo við skipstjórn á vélbátnum „Val“.
Þetta var traust og gott skip. Vökudraumar arnfirzka
ungmennisins voru orðnir að veruleika. En honum átti
aðeins að auðnast að sjá drauminn rætast að mestu,
en ekki njóta hans, því að „Valur“ fórst með allri
áhöfn 5. janúar 1952.
Sigurður lét eftir sig ekkju og 4 börn, en þau höfðu
misst elzta barn sitt, elskulegan dreng, á fyrsta ári.
Þannig er í fáum dráttum ævisaga þessa ágæta,
djarfa og dugmikla amfirzka sveins. Það er ekki að
undra, þótt skyndileg burtför slíks manns móti djúpar
og munasárar minningar meðal ástvina og vina. Um
34
V í K I N G U R