Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Qupperneq 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Qupperneq 35
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Útgeíandl: Famumna- og fiskimannatamband, íslands. Rltstjórl og ábyigðarm.: Gils QuBmundsson. Rltnefnd: Júlíns Kr. Ólafsson, Henry Hálfdanarson, Magnús Jensson, Halldór Jónsson, Svelnn Þorsteinsson, Birgir Thoroddsen, Theódór Gislason. — BlaOið kemur út einu sinni i mánuði, og kostar árgangur- inn BO krónur. Rit6tjóm og afgreiðsla er I FlskhöUinnl, Reykjavik. Utanáskrift: „Vikingur", pósthólf 425, — Reykjavik. Sími 5653. Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f. Endurminningar Þorsteins í Þórshamn í næsta blaði Víkings hefjast endurminningar eins af kunnustu og mikilhæfustu skipstjórum vor íslendinga á öndverðri þessari öld, Þorsteins Þorsteinsson í Þórs- hamri. Segir þar fyrst frá skútutímabilinu, um og eftir aldamótin, en síðan birtast minningar hans frá upp- hafi togaraútgerðar hér við land. Má telja fullvíst, að lesendum blaðsins þyki verulegur fengur að þessum frá- sögnum, er koma smám saman í nokkrum næstu blöðum. Þáttunum fylgja margar myndir af mönnum og skip- um, er við sögu koma. leið og ég og aðrir vinir Sigurðar Guðna þökkum góð- um guði fyrir samverustundirnar, sem hann leyfði okk- ur að njóta með honum, biðjum við hann að blessa eftirlifandi ástvini Sigurðar. „Nú árið er liðið í aldanna skaut“ með hinar marg- þættu reynslustundir. Minningar frá mörgum þeim stundum eru þegar móðu huldar, aðrar ljósar og lif- andi. Svo er um minninguna af „Vals“-slysinu vofeif- lega. En hæst rís í huga mínum og bjartast lýsir þar minningin um Sigurð Guðna. Og er ég minnist hans, koma mér í hug orð hins spaka fornskálds, — orð, sem ættu að standa letruð yfir votum legstað Sigurðar Guðna: „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur et sama; en orðstírr deyr aldrigi hveims sér góðan getur Vinur. VÍKINEUR Formannavísur * um Matthías Asgeirsson, skipstjóra og útvegsbónda á Baulhúsum í Arnarfirði. 1. Við skipstjóm mesta met ég hal, Matthias flest kann prýða, einn hinn bezta á Bíldudal, blíður lestir skíða. 2. Manninn hræða minnst ég kann, mar þá græði skafla, á Marxu bæði og Helgu hann hlotið gæða afla. 3. Listir stundar seggur sá, sverðalundur fjáður, um rostungs grunda réði sá, Rósamundu áður. 4. Gæfan háa geðs um þei, glöggt hann nái stoða, hetjan knóia hræðist ei, hafsins smá boða. 5. Mjalla fingra frægur ver, á flóðs óringum hesti, sá er slyngur sverðagrés, sjóvíkingur mesti. 6. Þó vindur þjóti i voðir sver, varla hót hann óttast fer, hlynur spjóta hreysti ber, handafljótur jafnan er. Ort af Gísla Bjarnasyni, Hrafnseyri. 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.