Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Blaðsíða 36
2/12. Verkfall nær 30 verka-
lýðsfélaga hófst í gær. Börn-
um og sjúklingum verður tryggð
mjólk meðan á verkfallinu stend-
ur. — Loftskeytamastur útvarps-
stöðvarinnar laskast. Lá við stór-
tjóni, en veður var stillt. — Jökul-
fellið stöðvað vegna verkfallsins.
— 60 tonna vélbátur er í smíð-
um fyrir Bolungavík. — Frost-
laust var í gær upp í 1500-2000 m
hæð hér á landi.
•
3/12. Milli 50-60 býli í Skaga-
firði hafa fengið rafmagn. —
Saltfiskframleiðsla þessa árs 55
þúsund smálestir. — Háseti af
Bjarnarey drukknar, er togarinn
var að karfaveiðum úti fyrir Vest-
fjörðum. — í athugun er, að ís-
Iendingar fari til starfa við flug-
velli í Grænlandi. Eru þar erfið
starfsskilyrði, en há laun. —
Hluti af afla „Jörundar“, sem
iandað var í Þýzkalandi, fluttur
með járnbraut til Frakklands.
•
4/12. Undanþága veitt til við-
gerðar á varðskipum. — Stórar
ísbreiður skammt út af Vest-
fjörðum.
•
5/12. Viðskiptasamningur milli
Spánar og íslands hefur verið
framlengdur. — Kúffiskveiði til
beitu eða jafnvel útflutnings ráð-
gerð á Siglufirði.
•
6/12. 15 þúsund síldartunnur
bíða flutnings á Seyðisfirði. —
Góður afli og vaxandi útgerð í
Ólafsfirði. — Mývetningar heyja
á jólaföstu. Slá starengi og tjarn-
ir á ísum með dráttarvél. — Sól-
eyjar bera blóm í desember í
túninu að Bjargi í Selvogi. —
Arnarfellið og Gullfoss fá ekki
afgreiðslu og hefur verið lagt
bann á afgreiðslu rúmlega 400
póstpoka, sem komu með Gull-
fossi.
•
10/12. Verkfallið er talið ná til
18 þúsund manna, en nokkur fé-
lög hafa hafnað beiðni um sam-
úðarverkfall.
•
11/12. Mikið magn af ávöxt-
um er í Arnarfellinu. Hafa
blásarar verið í gangi og lestir
hafðar opnar til að varna að
hitni í ávöxtunum. — 300 börn
hafa skrifað „jólasveininum á Is-
landi“ og fengið svar. — Alþingi
samþykkti í gær aðild íslands að
Norðurlandaráðinu. — Á annað
hundrað trillubátar gerðir út frá
Reykjavík næsta sumar. Fjöldi
báta er í smíðum. — Fiskaflinn
í október varð nær 29.000 smá-
lestir. — Fiskhjallar í Hafnar-
firði verða stækkaðir um helm-
ing í vetur. — Öllum ísfisksölum
íslenzkra togarar til Þýzkalands
lokið. — I danska blaðinu Jyl-
landsposten er sagt, að kröfur
íslendinga til handritanna spretti
af ágirnd.
•
12/12. Nýi Hekluvikurinn not-
aður til holsteinagerðar á Stokks-
eyri. — Isfisksölur togaranna er-
lendis í ár námu 54,1 milljón kr.
Söluhæstur í átta ferðum er Jón
forseti.
13/12. Verkfallsstjórnin leitar
fjárhagslegs stuðning á Norður-
löndum, Bretlandi og U.S.A.
14/12. Harðfiskframleiðslan er
2500 lestir, og er öll þegar seld.
— Sæmileg silungsveiði hefur
verið að undanförnu í Þingvalla-
vatni.
16/12. Forn sjóður af gang-
silfri fundinn í kumli að Itetu á
Skaga. Er sjóðurinn talinn vera
frá 9. eða 10. öld. — 30 smálestir
af fiski seldar bæjarbúum af þil-
fari togarans Ingólfs Arnarson-
ar. — Árni Friðriksson telur, að
síldveiðisvæðið hafi færzt 500 sjó-
mílur austur á bóginn og geti
íslendingar, sem aðrir, veitt þar.
17/12. Vöruskiptajöfnuðurinn er
nú óhagstæður um 246 millj. kr.
— Elzta tryggingarfélag lands-
ins, Bátaábyrgðarfélag Vest-
mannaeyja, er 90 ára um þessar
mundir. Gefur það Landakirkju
30 þúsund kr.
•
19/12. Vínveitingar á opinber-
um stöðum bannaðar frá ára-
mótum. Jafnframt hefur dóms-
málaráðherra ákveðið, að til fram-
kvæmda skuli koma lögin um
héraðabönn.
•
20/12. Verkfallinu er nú lokið.
Lækkun dýrtíðarinnar og aukinn
kaupmáttur er markmið sam-
komulagsins. — Þrír menn biða
bana af að drekka frostlög.
•
23/12. Vígsla tveggja íslenzkra
kristniboða til starfa í Konsó í
Etiópíu. — Tugir tonna af pósti
afgreiddir á þremur dögum í
pósthúsinu.
•
24/12. Þýzkur togari fórst í
gærmorgun með allri áhöfn út af
Látrabjargi. Leki kom að honum
í stórsjó og fárviðri. Skip og flug-
vélar leituðu árangurslaust í gær.
•
30/12. í marzmánuði verður
lagður kjölur að nýju vöruflutn-
ingaskipi, sem Eimskip ætlar að
Iáta smíða. Er það annað tveggja
af sömu gerð, og eru þau talin
sérlega heppileg til flutninga á
smærri hafnir. — Þýzkur togari
bjargar tveim Patreksfirðingum
frá drukknun. Litlum bát livolfdi
undir þeim.
31/12. Mjög friðsamt gamlárs-
kvöld. Allt mátti heita með kyrr-
um kjörum í Reykjavík.
36
V í K I N □ U R