Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Side 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Side 2
Emil Jónsson, vitamálastjóri: Vitar á íslandi 75 ára Hinn 1. desember síðastliðinn voru liðin rétt 75 ár frá því að kveikt var á fyrsta vita á íslandi. Var það, eins og kunnugt er, vitinn á Valahnúk á Reykjanesi. Þessi viti var síðan um 20 ára skeið eini vitinn á Elzti vitinn. Reykjanesvitinn gamli. landinu. Árið 1897 voru sett í hann ný tæki, og það sumar voru einnig reistir vitamir á Garðskaga og Gróttu. Ennfremur var þá gerður hafnarviti fyrir Reykjavíkurhöfn. Síðan líða 5 ár, unz aftur eru reistir nýir vitar, en 1902 voru reistir vitarnir á Elliðaey á Breiðafirði og Amamesi við ísafjarðardjúp. Enn líða 4 ár, eða fram til ársins 1906, en þá er Stórhöfðavit- inn í Vðstmannaeyjum reistur. Nú tekur að komast aukinn skriður á vitabygging- amar. Umsjónin með vitabyggingunum færist inn í landið, sérstakur verkfræðingur er ráðinn til að hafa þessar framkvæmdir með höndum. Fram að þeim tíma hafði flotamálastjómin danska séð um byggingarnar, eða útlendir menn fyrir hennar hönd. Nú risu upp vitar víðs vegar um land: Á Dalatanga og Siglunesi 1908; Ondverðarnesi 1909, Dyrhólaey og Langanesi 1910, Rifstanga 1911, Vattarnesi 1912, Bjargtanga, Kálfshamarsnesi, Skagatá og Flatey á Skjálfanda 1913. Mætti halda þannig áfram að telja allt til þessa dags. Nú, á 75 ára afmæli vitanna, eru samtals starfræktir 218 vitar, að hafnavitum og leiðarljósum meðtöldum. Árið 1938, þegar vitamir voru 60 ára, birtist í blöð- um allýtarleg saga vitamála fram að þeim tíma, en á 50 ára afmælinu hafði verið gefið út sérstakt rit um vita á íslandi. Má vísa til þessara heimilda um sögu þessara mála fram undir síðustu heimsstyrjöld. Emil Jónsson, núverandi vitamálastjóri, hefur í tilefni af 75 ára afmælinu, tekið saman greinargott yfirlit um sögu þessara mála síðustu 15 árin. Ræðir hann þar einnig nokkuð um verkefni þau, sem framundan eru. Fer greinargerð hans hér á eftir. Ritstj. Áfanga náð. Nú, þegar 75 ár eru liðin frá því að fyrst var kveikt á vita á Islandi, er merkum áfanga náð í sögu vitabygginganna. Á síðastliðnu sumri voru vitar reistir við Skor í Rauðasands- hreppi, við Skaftárós í Vestur-Skaftafellssýslu og á Hrollaugseyjum undan Suðursveit. Þegar kveikt hefur verið á þessum vitum öllum, má heita að hægt verði að sigla í kring- um allt ísland í samfelldu vitaljósi, þannig að ávallt sjáist til einhvers vita. Á Skaftárósvit- anum hefur þegar verið kveikt, en ljóstækin í vitana við Skor og á Hrollaugseyjum eru vænt- anleg um þessi áramót og verða þau þá sett upp við fyrsta tækifæri, þannig að heita má að það standist á endum að ljóshringnum kringum Is- land verði lokað á þessu 75 ára afmæli vitalýs- ingarinnar, 1. desember. Við þetta er þó ýmis- legt að athuga. í fyrsta lagi það, að yfirleitt er ljósmagn þessara strandsiglingarvita okkar til- tölulega lítið, þannig að ef veður er ekki heið- skírt, er sjónarlengd vitanna ekki nægjanlega 2 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.