Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 11
til þess að þessi náungi seildist ekki inn á sitt verksvið oftar. Sagðist hann hafa konunglega skipun fyrir starfi sínu, og kæmi þar enginn annar til greina. Kvað hann fiskimenn stundum gera tilraun til að ná þannig í skip, með því að segjast vera hafnsögumenn, en hefðu engin skilríki fyrir starfinu og væri því hættulegt að hlíta leiðsögn þeirra. Taldi hann það mikið lán fyrir skipstjóra okkar, að hafa ekki getað snúið okkur við, því þá værum við sennilega strandaðir einhversstaðar á þessari hættulegu leið. Hinsvegar kvaðst hann ekki lá skipstjóra, þótt hann tæki manninn trúanlegan. Daginn eftir, sem var 10. júní, er komið var á fætur, var hafnsögumaður skipstjórans allur á bak og burt. Hafði hann laumast frá borði um fjögur- leytið um nóttina, eftir því sem varðmanninum sagðist frá. Kl. 9 árd. var siglt af stað. Tókst nú bezta vinátta á milli hafnsögumanns míns og skipstjóra, og fannst mér mínum málum vel hafa farnazt er á allt var litið. Á hernaðar- ævintýri okkar Björns og Kanadahersins var ekki minnzt fyrr en löngu seinna. Þetta atvik, sem ég hér færi í letur, er að- eins eitt af mörgum frásagnarverðum, sem hentu okkur íslenzka sjómenn á styrjaldarár- unum. Mörg brosleg atvik skeðu í sambandi við félagsmerki Eimskipafélags íslands, þ. e. a. s. brosleg eftir að full skýring hafði fengizt á málinu og hið rétta komið í ljós, en áður en það varð, gátu þau oft orðið töluvert ónotaleg, þótt ekki kæmu þar alltaf heil herfylki við sögu. Félagsmerkið, sem einnig var á húfum og ein- kennisbúningum yfirmanna á skipum félagsins, var óheppilega líkt nazistamerkin þýzka, þótt ekki væri það eins. Var því afsakanlegt, þótt almenningur í þeim löndum, sem barðist fyrir lífi sínu og tilveru gegn hinu nazistiska Þýzka- landi, liti það illum augum, og þættu grunsam- legir þeir menn, er það báru. Við komumst oft í vanda við að gera grein fyrir okkur í útlönd- um, og þá ekki síður við að gefa fullnægjandi skýringar á merkinu. Vanalega bentum við á að merkið væri ekki eins og nazistamerkið, og ennfremur að skipafélag okkar hefði tekið upp þetta merki löngu áður en hið nazistiska Þýzka- land varð til. Þessum skýringum okkar var vanalega vel tekið og af fullum skilningi. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að íslenzkir sjómenn hafi yfirleitt mætt velvild og skiln- ingi þeirra þjóða, er þeir sigldu til á styrjaldar- árunum. Skref til framfara í þágu sjávarútvegsins: ^ • / / ^javans Samsetning sjávarvatnsins er svo margbrot- in, að hingað til hefur ekki verið gerlegt að búa það til sem gerfiefni. Það er einnig athygl- isvert, að sjávarvatnið hefur ekki verið auðvelt að frysta til þessa. Náttúran sjálf er þess ekki megnug, og hafís heimskautanna er alveg ósalt- ur. Ef fiskur úr sjónum, sem er þannig settur í ósalt vatn, lifir það ekki af, deyr hann tvisvar sinnum — mætti segja — ef hann er, eftir að hann er veiddur, lagður í ís af ósöltu vatni. Útlit hans er breytt, hann er uppbleyttur, hann glatar nokkru af næringargildi sínu og nálega öllu bragði; skörp bein eða beittar brúnir á muldum ísnum rífa roðið og stinga fiskinn. 1 ís úr sjávarvatni er fiskurinn í sínu eigin um- hverfi og varðveitir alla sína eiginleika, jafn- vel eftir marga daga eða vikur, sem hann er þannig geymdur. Tveir Frakkar, þeir prófess- orarnir Le Danois og verkfræðingurinn Tré- paud, gerðu nú nýlega mjög vel heppnaðar til- raunir á eynni Yeu, sem er í Atlantshafinu, svo sem þrjátíu kílómetra frá Frakklands- strönd. Þeir höfðu tæki á ey þessari, sem fram- leiddi sjálfvirkt á degi hver,um 20 smálestir af ís úr sjávarvatni. Það var þessum ís að þakka, að túnfiskur, sem geymdur hafði verið 27 daga í skipslest, var eins og hann hefði verið veiddur nokkrum stundum áður. Sjómenn og útgerðarmenn spara mikið, þar sem ekki er lengur um rýrnun að ræða, og það er betra að selja fisk, sem geymdur hefur verið í ís af sjáv- arvatni. Hvað viðvíkur neytendum, þá eru þeir öruggari með að fá þessa fæðu ferska í raun og veru, vel útlítandi, með meira næringargildi og betra bragði. Þessi nýja aðferð, sem alls staðar er hægt að koma við án sérkunnáttu, á afskekktum stöðum og við óverulegum útgjöld- um, er vís til að auðvelda mjög fiskveiðar og sölu sjávarafurða. V I K I N □ U R 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.