Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 4
greindum 34 nýbyggingum eru reistar á smá- skerjum við fjölfarnar siglingaleiðir, skerjum þar sem sjór gengur yfir, velflest, í illviðrum, og sem á engan hátt er unnt að auðkenna betur en með því að setja upp ljós á þeim sjálfum. Þessir vitar eru gæzlulausir og sjálfvirkir, og hafa yfirleitt reynzt vel. Endurbyggðir vitar. Á eftirgreindum stöðum hafa vitarnir verið endurbyggðir, og í flestum tilfellum stækkaðir og endurbættir um leið: Keykjanesi, aukavitinn, Garðskaga, Gróttu, Akranesi, Malarrifi, Höskuldsey, Elliðaey, Bjargtöngum, Grímsey í Steingrímsfirði, Mal- arhorni, Kálfshamri, Langanesi, Bjarnarey, Brimnesi, Hafnarnesi, Stokksnesi, Hvanney, Ingólfshöfða. Allir þessir vitar eru byggðir á sama hátt og nýbyggingarnar, sem áður hefur verið lýst, og koma í stað lélegri og ófullkomnari vitahúsa, er áður voru þar. I 7 tilfellum af þessum 18 hafa járnbent steinsteypuhús komið í stað járn- grindarundirbyggingar, sem yfirleitt hafa ekki reynst vel. Járngrindarvitar eru þó enn eftir 7 talsins, og verða þeir endurbyggðir við fyrstu hentugleika. Annars eru vitahúsin nú orðið í sæmilega góðu lagi. Hafnarljós. Þeim hefur fjölgað mikið hin síðustu ár, eftir því sem bryggjur hafa verið byggðar og önnur hafnarmannvirki, sem skip þurfa að sigla hjá eða Ieggjast að. Þau munu nú vera 71 talsins. Ljósdufl. Ljósdufl eru aðallega í Faxaflóa og í fjörð- um inn úr honum. Ennfremur 1 við Vest- mannaeyjar. Samtals munu nú vera úti 17 ljósdufl. Hafa þau öll, nema 1, verið sett upp á styrjaldarárunum og síðar. Radíóvitar. Radíóvitar eru nú orðnir nokkuð margir, og reknir bæði á vegum vitastjórnarinnar og flug- málastjórnarinnar. Fyrsti radíóvitinn var reist- ur á Dyrhólaey 1928. Hann hefur nú verið lagður niður. Annar radíóvitinn var á Reykja- nesi, byggður 1936 og er enn í notkun. Auk hans rekur vitastjórnin nú radíóvita á eftir- töldum stöðum: Hornbjargi, Dalatanga, Vestra- Horni og ennfremur smávita á Malarrifi, Sauðanesi og Eyrarbakka. Þá tekur vitastjórn- in þátt í kostnaði við rekstur radíóvitans á Patreksfirði. Loks má geta þess, að flugmálastjórnin rek- ur hér æðimarga radíóvita, sem geta komið sjófarendum að gagni, og hafa 13 radíóvitar verið auglýstir í því skyni. R adíómi óunarstöóv ar. Tvær radíómiðunarstöðvar eru reknar af vitastjórninni, á Akranesi og Garðskaga, og sú þriðja hefur verið auglýst í Vestmannaeyjum. Eiga þær að vera til taks, þegar um þær er beðið. Hljóóvitar. Hljóðvitarnir eru tveir, á Sauðanesi við Siglufjörð og á Dalatanga við Seyðisfjörð. Engir nýir hljóðvitar hafa verið byggðir hin síðustu ár og ekki líkur til að þeim verði fjölgað. Vitafjöldinn nú. Á þessu 75 ára afmæli vitanna á Islandi standa því sakirnar þannig, að nú eru starf- ræktir: Ljósvitar......................104 Hafnarvitar og leiðarljós .... 71 Ljósdufl...................... 17 Radíóvitar.................... 21 Radíómiðunarstöðvar............ 3 Hljóðvitar..................... 2 Samtals 218 Kostnaóur. Byggingarkostnaður hefur undanfarin ár numið um 1 milljón króna, en reksturskostn- aður er orðinn um 3 milljónir króna á ári. Kostn aður samtals nemur því nú orðið um 4 milljón- um króna á ári. Kostnaðurinn hefur aukizt mjög í krónutali síðasta áratuginn, vegna minnkandi verðgildis peninga. Þó ekki meira en svo, að hann er nú um það bil fjórfaldur á við það sem hann var fyrir 10 árum. Vita- gjaldið, sem ætlað er að standa undir vita- rekstrinum, hefur hins vegar hækkað miklu minna, og hefur ekki nema um það bil tvö- faldast frá því sem það var fyrir styrjöldina. Heildarkostnaður við vitabyggingar og allan rekstur vitanna frá öndverðu og fram til ársins 1943, nam um 10 milljónum krónar, og vita- gjaldið samtals fram að þeim tíma 9,8 millj. kr. eða mjög svipaðri upphæð. Nú hefur þetta breytzt svo, að heildarkostnaðurinn í árslok 1952 nam samtals 33,7 millj. kr., en vitagjaldið samtals á sama tíma 17,1 millj. kr., eða aðeins rúmum helmingi kostnaðar. Mismunurinn hefur verið lagður fram úr ríkissjóði. Verlcefni framundan. Þó að tekizt hafi nú að ná allmerkum áfanga í þróun vitalýsingarinnar hér við land, er margt VÍKIN G U R 4

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.