Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Síða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Síða 25
Matthías Þórðarson, fyrv. ritsijóri: Atvinnnmögnleikar á Græiilandi Fyrirlestur, fluttur árið 1940. I. Islandi hefur aftur tekizt að tengjast verzlunar- samböndum við Grænland, sem hafa verið slitin í margar aldir. Það gladdi marga íslendinga erlendis, þegai' þeim barst fregn um það, að síðastliðið sumar — í fyrsta skipti í nærfellt 600 ár — hefði ver- ið gerð tilraun til viðskipta milli fslands og Grænlands, sem hafði heppnazt vel. Þessi lofs- verða framkvæmdarsemi virðist vera góðs viti og gefur góðar vonir um, að frekari viðskipti milli landanna geti átt sér stað í framtíðinni. í tilefni af þessum merkilega atburði ætla ég í eftirfarandi erindi að fara nokkrum orðum um. atvinnumöguleika í Grænlandi, eins og þeim hefur verið lýst af mönnum, sem hafa dvalið þar og kynnt sér þá til hlítar. Með lögum frá 1. maí 1937 var dönskum og íslenzkum þegnum veitt leyfi til þess að reka fiskveiðar við Grænland, dvelja þar og gera nauðsynleg mannvirki til reksturs atvinnu í landi o. s. frv. En fram að þeim tíma var land- inu lokað fyrir öllum þjóðum, samkvæmt lögum frá 30. marz 1776. Þetta innilokunarákvæði hef- ur þó í raun og veru misst þýðingu sína við hernám Grænlands af Bandaríkjum Norður- ameríku í yfirstandandi ófriði. En hvernig verzlun og siglingum til Grænlands verður hátt- að að ófriðnum loknum, er að svo stöddu ekki hægt að spá neinu um. En miklar líkur virðast vera til þess, að rýmkað verði um ákvæði gild- andi laga og að auðveldara muni verða fyrir íslendinga eftirleiðis að hagnýta sér þá mögu- leika, sem þetta nágrannaland hefur að bjóða og Sem gera má ráð fyrir að geti orðið hlutað- eigendum til hagsbóta. Eins og kunnugt er, námu íslendingar Græn- land í lok tíundu aldarinnar og mynduðu þar nýlendu. Þessi nýlenda leið undir lok — eftir því sem næst verður komizt — á seinni hluta VÍKINGUft fimmtándu aldarinnar. Skrælingjar, sem komu að norðan og héldu til í smáhópum, færðu sig smátt og smátt suður á bóginn og komust alla leið til Hvarfs — suðurodda Grænlands, og fóru þaðan alllangan veg norður með austurströnd- inni til Angmalsalik, þar sem þeir svo stað- næmdust. Á sextándu og seytjándu öld voru frá Dan- mörku og Noregi gerðir leiðangrar til þess að finna afkomendur íslendinga í Grænlandi, en það reyndist árangurslaust. íslenzki ættbálkur- inn virtist vera horfinn úr sögunni, þessi nýi kynflokkur — skrælingjar, voru nú seztir að í landinu fyrir fullt og allt. Árið 1721 flutti norskur trúboði, Hans Egede, til Grænlands. Við komu hans hefst undir norsk-danskri' stjórn nýtt tímabil í sögu lands- ins. Árið 1776 færðist stjórn Grænlands í hend- ur hinnar dönsku einokunarverzlunar, og hefur einokunarverzlunin haft stjórn þess ftieð hönd- um þangað til Bandaríkin hertóku landið 1940. Um aldamótin 1800 voru íbúar þar rúmlega 5000, en árið 1935 var íbúatalan orðin nærfellt 12.000 manns, mestmegnis kynblendingar af Skrælingjum og mönnum af norrænum ætt- stofni. II. Grænland er stórt land, mikifð til þakið af ís. Þó finnast þar margskonar tekjulindir. Menn hafa áætlað, að flatarmál Grænlands sé svipað og öll Vesturevrópa, en mestur hluti þess — eða nærfellt %0 — er þakinn af ís. Að- eins strandlengja Vestur-Grænlands, með þar til heyrandi eyjum, er íslaus. Venjulega er hafið við suðvesturströnd Gi’ænlands íslaust frá því í september, þar til í febrúarmánuði, en þegar ísbreiðan í Norðuríshafinu við austurströnd Grænlands á vorin tekur að leysast í sundur, flytur Pólstraumurinn ísinn suður með aust- urströndinni til suðurodda Grænlands — Hvarfs 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.