Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 21
IKTINNI mann; skuli hann borga henni það. En Ásgrími segir Guldberg, að hann þurfi ekki að hirða um mál sitt, meira en búið sé, og skuli verða séð um það þaðan af. Ásgrímur fékk og fullkomna uppreisn hjá konungi og kom Ásgrímur með heiðri heim aftur og stórgjöfum. Er nú Ásgrímur prestur í mörg ár, og er þá enn verri slarkari en áður og fremur þá allskonar klæki, sem alkunnugt er. Loks er þetta ekki þolað lengur, og er hann nú dæmdur frá æru og embætti. Vísar hann málinu enn til hæstaréttar og siglir sjálfur með málinu og er þá orðinn háaldraður. Verður hann sami guðs- maðurinn þegar til Kaupmannahafnar kemur, eins og fyrr hafði verið og tekur sér enn bústað hjá fátæku fólki. Fljótt gátu blöðin þess, að hinn mikli guðsmaður frá íslandi hefði nú flúið ættjörð sína sakir ofsókna og leitað á náðir Dana til að ná rétti sínum. Litlu síðar sér fólkið í húsinu, þar sem Ásgrímur bjó, að kemur skrautvagn mikill, og furðar alla á, að í slíka fátækrasmugu skuli koma slíkur herravagn, en út úr vagninum kemur stórhöfðingi með mörgum heiðurs- teiknum og spyr eftir guðsmanninum Ásgrími Vigfús- syni. Þegar Ásgrímur kemur, heilsar maður þessi hon- um og spyr hann að heiti, og er hann hefur sagt til sín, segir maðurinn: „Það er happ að ég fann yður, þér hafið tekið mig upp af götu yðar og væri skylt, að ég gerði yður sömu skil nú. Heimili yðar er ekki hér, það er í höll minni, ég er Guldberg yngri, ráðgjafi". Tók Guldberg í hönd Ásgrimi og leiddi hann upp í vagninn og lét hann sitja við hlið sér heim til sín. Ekki var hreyft máli Ásgríms, en fulla uppreisn fékk hann allra mála sinna. Gaf Guldberg honum marga skrautgripi og meðal þeirra silfurneftóbaksdósir miklar, og minnir mig að þær séu nú á Forngripasafninu. Sá ég þær drengur hjá Jóni syni Ásgríms, og stóð á þær letrað: „Til Ásgríms Vigfússonar frá vini hans Guld- berg“. Sagnir Jakobs gamla. * Páll skáld Ólafsson kvað margar snilldargóðar háð- og skammavísur, eins og kunnugt er. Hafa sumar þeirra verið prentaðar, aðrar ekki. Svo er því farið um ýmsar skammavísur Páls, að þær eru meira gerðar í gamni en að þar fylgi verulega hugur máli. Því er það alveg hárrétt, sem sagt hefur verið um Pál, „að vísur, sem hefðu verið mannskemmandi, komnar frá öðrum, verða það einhvem veginn ekki úr hans munni“. Grímur skáld Thomsen kvæntist, eins og kunnugt er, Jakobína Jónsdóttur, systur séra Hallgríms á Hólmum á Reyðarfirði. Var hún þá roskin, er Grímur fékk henn- ar. Brúðkaupið fór fram að Hólmum. Páll var meðal boðsgesta. Mælti hann þá í eyru einhvers kunningja síns: Kænn er Hólma-klerkurinn, karlinn veit, hvað hlýðir, kann að gylla gömul skinn, svo gangi þau út um síðir. * Þegar Páll Ólafsson hafði lesið aldamótaljóð eins af höfuðskáldum þjóðarinnar, varð honum þessi vísa á munni: Finnast ekki fjalla’ á milli fegri Ijóð en þessi stef, eintóm lygi, eintóm snilli, eftir þennan djöfuls ref! * Einhverju sinni var einn af vinnumönnum Páls Ólafs- sonar lengi í sendiferð. Páll kvað: Ég er orðinn hissa á hans hátta- og ferða-lagi, óska’ honum til andskotans, — og er mér það þó bagi. * Ung og falleg stúlka kom niður að ströndinni skammt frá kaupstað einum. Þetta var á sólheitum sumardegi og hún var að leita sér að hentugum baðstað. Fer hún nú að afklæðast, en verður þess þá vör að logreglu- þjónn stendur nokkuð álengdar og skotrar til hennar augunum. Hún heldur þó áfram og færir sig í sund- fötin. Þegar hún er að leggja af stað niður í fjöruna, gengur lögregluþjónninn í veg fyrir hana og segir: — Ungfrú, það er því miður bannað að baða sig hér. — Hvers vegna sögðuð þér mér það ekki áður en ég fór úr? — Það er ekki bannað að afklæða sig. ¥ — Hvað heitir hann litli bróðir þinn, sem fæddist í vor? — Við vitum það ekki. Við skiljum ekki enn, hvað hann segir. ¥ Sigurður vinnumaður steig ekki í vitið. Hann var ókvæntur, en langaði mikið til að staðfesta ráð sitt. Var hann því farinn að líta mig í kringum sig, en þar sem hann átti allmargar kringlóttar, þótti honum ekki hver stúlka vera sér samboðin. Haust eitt kom ung og álitleg kennslukona í sveitina og leizt Sigurði vel á hana. Sveinn kunningi hans komst að þessu og eggjaði hann á að fara á fund kennslukonunnar og biðja hennar. Kvöld eitt lagði Sigurður af stað í bónorðs- förina. Daginn eftir hitti hann Svein, sem spurði þegar: — Jæja, Sigurður. Hvað sagði hún, þegar þú barst upp bónorðið? — Ég hætti við að biðja hennar. Hún fór að tala um alla heima og geima, og áður en ég komst að efn- inu, hafði hún trúað mér fyrir því, að hún væri hrifin af Davíð og Tómasi, þætti mjög vænt um Hannes og Matthías, en elskaði einhvern Jónas. Þá fór mér nú ekki að lítast á blikuna og tók þann kostinn að þegja. * Páll (skoðar bíl Jóns nágranna síns): — Það vildi ég, að ég hefði efni á að eiga svona bíl. Jón: — Sama segi ég. V I K I N □ U R 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.