Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 7
skipið hreint og fágað, er að landi kæmi, og tilbúið til lestunar, enda skipstjóri svo vel lið- inn af allri áhöfn, að allir vildu honum greiða gera. Staður sá, er við áttum að taka hafnsögu- mann, heitir Cap de Rue, og er innarlega í Bay of Fundy. Vorum við þar kl. 10 hinn 9. júní. Enginn lóðs var sjáanlegur, og bjóst skipstjóri við að hægt væri að fá lóðs innar í bugtinni; var því haldið áfram. Var nú farið að athuga sjókortið nákvæmlega, þar sem komið var að leiðarenda, en enginn lóðs sjáanlegur. Fundum við það út, að Bass River voru þrjár, með ca. 10 sjómílna millibili, og flóðmismunur í Bay of Fundy ca. 50 fet. Þar sem enginn lóðs var sjáanlegur, ákvað skipstjóri að fara meðalveg- inn og leggjast út af nr. 2 Bass River, eins og við kölluðum það, og bíða átekta. Var þar lagst kl. 12,15 fyrir bakborðs akkeri og 45 faðma keðju, á ca. 20 faðma dýpi. Skipstjóri er ekki allskostar ánægður með þetta og biður mig að setja vélbátinn í sjóinn, fá mér einhvern góðan mann með mér og fara' í land og vita við hverja af þessum helv .... „Bassriverum" við eigum að taka timbrið, og þar með ná í hafnsögumann. Skipuninni var hlýtt, báturinn settur á flot, en þar sem ég treysti ekki sem bezt vélakunnáttu minni, þótt próf hafi fengið 1 þeim fræðum endur fyrir löngu, þá réði ég 2. vélstjóra, Björn Jónsson, sem fyrsta vélstjóra á bátinn, og þótt- ist vel menntur. Kl. um 14 lögðum við af stað. Vindur var suðvestan, ca. 6 vindstig og stóð á land. Gekk báturinn vel, á að gizka 6 til 7 sjómílur, og mun láta nærri að við höfum legið um 5 til 6 sjómílur frá landi, því ferðin tók um þrjá stundarfjórðunga. Landtaka þarna var okkur ókunn, og var um að gera að lenda ekki á grynningum eða blindskeri. Vindbára var talsverð. Er nær landi kom, sáum við að smávík skarst inn í ströndina. Allstórir kletta- drangar voru á hægri hönd, en lágur nesoddi á vinstri hönd. Beygðum við fyrir oddann og inn á víkina, skarst hún lengra til suðausturs og var talsvért stór. Sáum við þar hús við sjóinn og bryggjustúf í flæðarmáli. Þóttumst við nú hafa hitt réttan stað, renndum upp að bryggjustúfnum, sem ekki var lengri en það, að rétt bátslengd var, sem út í sjóinn stóð, en bryggjan var ca. 2 til 3 mannhæðir, sem benti á mikinn mismun flóðs og fjöru. Björn gekk frá vélinni, en ég klifraði upp á bryggju með fangalínu bátsins. Þess skal getið, að við vor- um yzt klæða í hreinum samfestingum og hlý- lega klæddir undir þeim og með einkennishúfur okkar á höfði. Ekki vorum við meira en búnir að ganga frá festum bátsins og Björn kominn upp á bryggjuna, er báturinn stóð á þurru. Selfoss hlaðinn timbri. Varð okkur þá litið úteftir víkinni og sáum, að allt var á þurru út fyrir nesodda þann, er við beygðum fyrir, og klett þann, er var á stjórn- borða, og var útgrynni þetta á að gizka 1 Vá—2 sjómílur, er þornaði semsagt allt jafnsnemma, og skall hurð nærri hælum að við sætum fastir á þessu útgrynni og hefðum mátt hýrast í bátn- um til næsta flóðs. Mætti líkja þessu helzt við vöðin í Önundarfirði. Jæja, við hrósuðum happi, að vera á þurru landi og báturinn öruggur. Á bryggjunni stóðu tveir menn og tveir dreng- hnokkar, 6 til 7 ára. Annar þessara manna var vel klæddur og virtist vera aðkomumaður, en hinn frekar töturlega til fara og virtist vera faðir drengjanna. Ég gaf mig á tal við menn þessa og tjáði þeim erindi mitt, spurði, hvort ekki væri hér nálægt sögunarmylla og timbur- framleiðsla og hvort þeir ættu ekki von á skipi að sækja timbur. Þeir sögðu, að sögunarmyllan væri hér, en hún stæði lengra upp með fljót- inu, ca. 4—5 mílur. Ég spyr um hafnsögu- mann. Þeir sögðu, að hann ætti heima út við Cap de Rue, sem væri ca. 30 mílur utar í bugt- inni. Ég sagðist þurfa að ná tali af honum og eins forstjóra sögunarmyllunnar. Bauðst þessi velklæddi maður til að keyra mig þangað, og varð hann mest fyrir svörum. En við tókum eftir því strax, að þeir höfðu aldrei augun af einkennishúfunum okkar, og hálfgerð tor- tryggni skein úr augum þeirra yfir þessu und- arlega ferðalagi okkar og skýringum okkar á því. Ég bað Björn að bíða og gæta bátsins, en við settumst upp í fínan lúxusbíl og ókum af stað til sögunarmyllunnar, en svo illa hittist á, að forstjórinn var ekki heima og hans ekki von þann dag, svo á því var ekkert að græða. Ég bað þá leiðsögumann minn að reyna að ná fyrir mig í síma. Hann kvað enga símastöð vera hér, en verzlunarhús væri hér skammt frá, sem V í K I N G U R 7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.