Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 12
A sild Júlíkvöld á Grímseyjarsundi. Logn og blíða. Himininn er hulinn léttum skýjaslæðum og hverfandi sól lýsir norðausturloftið með gulln- um roða. Báturinn lónar um á hægri ferð og lognaldan vaggar honum mjúklega. „Karlinn" er uppi í skýli og hvessir augun út yfir hafflöt- inn í leit að síld. Varðmaðurinn við stýrið stillir útvarpstækið á bátabylgjuna. Hversdagslegt rabb síldarskipstjóranna og niður vélarinnar er hið eina, sem rýfur kyrrðina. Skyndilega er kallað í tækinu: „Síldarleitin tilkynnir, síldarleitin tilkynnir. Stórar síldar- torfur uppi VNV af Grímsey, 8—9 mílur“. Þulurinn hefur naumast sleppt orðinu fyrr en varðmaðurinn snarast upp í skýli og tilkynn- ir „karlinum". Nú er uppi fótur og fit. „Karlinn" þrífur kortið og setur út stefnuna. Vélin er sett á fulla ferð og fréttin berst um bátinn með leift- urhraða. Samtímis snúa aðrir bátar stefni í áttina til síldarinnar og nú er keyrt eins og vélin þolir. 1 þetta sinn erum við svo heppnir að vera nálægt staðnum, sem tilkynnt var, að síldin sæist, og bráðlega förum við að sjá smátorfur. Allar hendur eru á lofti við að undirbúa kastið. Máske bíður okkar nú „stóra kastið“, sem síld- arsjómennina dreymir um. Hver veit? Bezt er að vera við öllu búinn. Bráðlega hljómar kallið: „Klárir í bátinn“ (við erum á hringnót, og því með aðeins einn bát). Báturinn er dreginn að hlið, honum fest og bátsmennirnir stökkva niður. Framundan er lagleg torfa, en veður nokkuð hratt. Við hagræðum okkur og köstum, torfan er inni. Herpivírinn rennur hratt inn og brátt koma hringarnir í ljós og dragast upp á hlið. Nú fer hver, sem vettlingi getur valdið og ekki þarf öðru að sinna, að kafa inn nótina. Eldri mennirnir, sem vanir eru, byrja að skeggræða um hvað mikið sé inni í nótinni. „Þetta er bara bölvað hjóm. Hún gengur ekk- ert á nótina“, segja þeir og hrista höfuðin. Og sannarlega hafa þeir rétt fyrir sér. Óðum þrengir að síldinni og kastið reynist 12 vera um 100 tunnur. „Ojæja, betra en ekkert“, segja þeir gömlu. Aftur er haldið af stað og lónað milli næstu báta, sem flestir eiga nætur úti og eru að kafa inn í gríð og ergi. „Líklega höfum við verið of veiðibráðir“, seg- ir „karlinn", og það er á honum að skilja, að nú ætli hann að velja úr næst. Við sjáum margar torfur uppi, en hann sinn- ir þeim ekki neitt. „Þetta eru bara andskotans augu“, segir hann. Loks sjáum við eina, sem honum þykir vert að athuga. Bátsmennirnir fá skipun um að stökkva niður og kasta út baujunni. Við tökum að snúast kringum torfuna, og það eru bersýni- lega vomur í „karlinum", en allra augu beinast að torfunni og við erum tilbúnir að kasta, ef kallið kæmi. Allt í einu heyrum við hávært org aftan við bátinn og allir líta upp: Og sjá. Rétt á eftir okkur er bátur á fullri ferð og framundan okk- ur á stjórnborða kemur upp kolsvartur flekkur ?f síld. Hér verður bersýnilega bardagi um torfuna, sem er sú langfallegasta, sem við höf- um enn séð á sumrinu. „Karlinn" orgar: „Fulla ferð áfram“, og nú njótum við þess að við erum lítið eitt nær, en þar skellur hurð nærri hælum. Hinn báturinn keyrir svo nálægt, að hann fer yfir baujustöng- ina okkar og brýtur hana, en við náum kastinu. Nú eru snör handtök, og þegar byrjað er að kafa inn, fer allt í einu kprkteinninn á kaf á löngu svæði. Þeir „gömlu“ reka upp heróp, sem við hinir tökum ósleitilega undir, og nú herða allir sig í líf og blóð. „Karlinn“ brosir ánægju- lega í kampinn. Brátt þrengir að síldinni og við sjáum, að þetta er ágætt kast. Við þurrkum upp sem bezt við megum og síðan er háfað af kappi. „400 tunnu kast“, segja þeir, sem vitið hafa, og það reynist nálægt lagi. Við höfum ekki fyrr lokið við að háfa en skipunin: „Bátinn aftan í“ kveður við. Stefnan er sett á Siglufjörð og nú veltur á, að vera með þeim fyrstu að komast að í löndun. Við vitum, að mannfátt er á söltunarstöðvunum og því er VÍ K I N G U R I

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.